Hafþór grípur til varna og segir Thelmu fara fram með „ógeðfelldar ásakanir“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 29. júní 2017 13:45 Hafþór Júlíus segir að frásögn barnsmóður sinnar sé fyrst og fremst lituð af hatri í hans garð. Vísir/Valli Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson hefur birt á Facebook-síðu sinni tvær færslur þar sem hann segist ætla á næstu dögum að svara fyrir sig í ljósi viðtals Fréttablaðsins við barnsmóður hans, Thelmu Björk Steimann, sem birtust síðustu helgi. Hann segir ásakanir Thelmu ógeðfelldar og segist vera að horfast í augu við að hann eigi við skapgerðarvandamál að stríða. Hann segir að margir hafi hvatt hann til að svara „mesta óhróðrinum“ strax.Meðal þess sem Hafþór birtir er bréf frá konu sem var húsvörður á Nemendagörðum Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) þegar hann Thelma bjuggu á görðunum árið 2007-2008. Hún segist aldrei hafa orðið beint vitni að líkamlegum átökum þeirra á milli en að hún hafi all nokkrum sinnum haft afskipti af þeim vegna skarkala og hrópa sem komu frá íbúð þeirra. „Þegar ég kom inn til þeirra voru þau bæði í talsverðu uppnámi, hún oft grátandi og hann reiður,” segir í bréfinu. „Þau báru það bæði í samtölum við mig, bæði saman og sitt í hvoru lagi, að til ósættis hefði komið milli þeirra sem leiddi til handalögmála, þar sem hún hefði slegið hann og hann hefði bæði ógnað henni og slegið hana. Þá sá ég stundum roða bletti á henni sem studdu mál hennar um að hann hefði slegið hana eða tekið fast á henni og hann viðurkenndi það að hafa gengið of langt, þótt hann kenndi oft um að hún hefði ögrað honum og byrjað. Hún sagði á móti að hann hefði ekki fengist til að ræða það sem ósættinu olli og sýnt henni ógnandi tilburði og yfirgang í staðinn. Ég ræddi við þau bæði um að það væri óásættanlegt að stíga yfir línuna milli erfiðra samskipta í tali og þess að fara út í líkamleg átök og að það væri ofbeldi þegar mun stærri aðili slægi þann burðarminni. Eins ræddi ég við þau um leiðir til að bæta samskiptin, en sá engan árangur af því.“ Hafþór kveðst líta svo á að þetta sanni ekki að samband þeirra hafi verið eins ofbeldisfullt og Thelma lýsir í viðtali við Fréttablaðið. Þá segir hann að ástæða fyrir „handalögmálum“ þeirra á milli sé sú að Thelma hafi átt það til að ráðast á hann.Segir frásögn líklega uppspuna frá rótum Önnur frásögn Thelmu sem Hafþór dregur í efa er frásögn hennar atburði eftir próflok um vorið 2008. Hún segist hafa farið á Hverfisbarinn og hitt Hafþór þar. „Við Hafþór fórum að rífast og hann grýtti mér niður stigann á Hverfisbarnum. Fæturnir á mér voru allir úti í glerbrotum og ég var bara öll blóðug. Hafþór rauk hins vegar út af Hverfisbarnum og hvarf. Þegar ég náði í hann var hann kominn á Apótekið með vinum sínum og ég heimtaði að hann færi með mig upp á spítala. Það var svo á endanum þjónn á Apótekinu sem bara stimplaði sig út og fór með mig beint á spítalann,” segir Thelma.Sjá einnig: Barnsmóðir Fjallsins stígur fram: Óttaðist um líf sitt við fyrstu árás Fréttablaðið hefur undir höndum staðfestingu á þessari sjúkrahúsheimsókn en Hafþór segist aldrei hafa heyrt um þennan atburð eða ferð hennar á slysadeild fyrr en hann hafi lesið um hana í Fréttablaðinu síðastliðinn laugardag. Hann segir að hafi einhver hrint Thelmu niður stigann hafi það verið einhver annar en ég og veltir upp hugmyndinni að hún hafi “hreinlega dottið niður stigann.” Hann heldur áfram og segir Thelmu hafa þolað illa áfengi. „Mér þykir annars langlíklegast að þessi frásögn Thelmu sé uppspuni frá rótum eins og flest annað í viðtalinu.”Færslu Hafþórs má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Hafþór hyggst kæra en hvern er ekki vitað Engum samningum við Hafþór Júlíus verið rift. 27. júní 2017 15:10 Hafþór Júlíus kveðst ekki hafa beitt neinar konur ofbeldi Hafþór Júlíus Björnsson, einnig þekktur sem Fjallið hefur birt færslu á Facebook þar sem hann bregst við viðtali við barnsmóður hans, Thelmu Björk Steimann, sem birtist í Fréttablaðinu og Vísi í morgun. 24. júní 2017 19:03 Barnsmóðir Fjallsins stígur fram: Óttaðist um líf sitt við fyrstu árás Thelma Björk Steimann hönnuður er barnsmóðir og fyrrverandi kærasta Hafþórs Júlíusar Björnssonar aflraunamanns. Hún er ein þeirra kvenna sem lýsa ofbeldi af hendi Hafþórs. 24. júní 2017 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira
Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson hefur birt á Facebook-síðu sinni tvær færslur þar sem hann segist ætla á næstu dögum að svara fyrir sig í ljósi viðtals Fréttablaðsins við barnsmóður hans, Thelmu Björk Steimann, sem birtust síðustu helgi. Hann segir ásakanir Thelmu ógeðfelldar og segist vera að horfast í augu við að hann eigi við skapgerðarvandamál að stríða. Hann segir að margir hafi hvatt hann til að svara „mesta óhróðrinum“ strax.Meðal þess sem Hafþór birtir er bréf frá konu sem var húsvörður á Nemendagörðum Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) þegar hann Thelma bjuggu á görðunum árið 2007-2008. Hún segist aldrei hafa orðið beint vitni að líkamlegum átökum þeirra á milli en að hún hafi all nokkrum sinnum haft afskipti af þeim vegna skarkala og hrópa sem komu frá íbúð þeirra. „Þegar ég kom inn til þeirra voru þau bæði í talsverðu uppnámi, hún oft grátandi og hann reiður,” segir í bréfinu. „Þau báru það bæði í samtölum við mig, bæði saman og sitt í hvoru lagi, að til ósættis hefði komið milli þeirra sem leiddi til handalögmála, þar sem hún hefði slegið hann og hann hefði bæði ógnað henni og slegið hana. Þá sá ég stundum roða bletti á henni sem studdu mál hennar um að hann hefði slegið hana eða tekið fast á henni og hann viðurkenndi það að hafa gengið of langt, þótt hann kenndi oft um að hún hefði ögrað honum og byrjað. Hún sagði á móti að hann hefði ekki fengist til að ræða það sem ósættinu olli og sýnt henni ógnandi tilburði og yfirgang í staðinn. Ég ræddi við þau bæði um að það væri óásættanlegt að stíga yfir línuna milli erfiðra samskipta í tali og þess að fara út í líkamleg átök og að það væri ofbeldi þegar mun stærri aðili slægi þann burðarminni. Eins ræddi ég við þau um leiðir til að bæta samskiptin, en sá engan árangur af því.“ Hafþór kveðst líta svo á að þetta sanni ekki að samband þeirra hafi verið eins ofbeldisfullt og Thelma lýsir í viðtali við Fréttablaðið. Þá segir hann að ástæða fyrir „handalögmálum“ þeirra á milli sé sú að Thelma hafi átt það til að ráðast á hann.Segir frásögn líklega uppspuna frá rótum Önnur frásögn Thelmu sem Hafþór dregur í efa er frásögn hennar atburði eftir próflok um vorið 2008. Hún segist hafa farið á Hverfisbarinn og hitt Hafþór þar. „Við Hafþór fórum að rífast og hann grýtti mér niður stigann á Hverfisbarnum. Fæturnir á mér voru allir úti í glerbrotum og ég var bara öll blóðug. Hafþór rauk hins vegar út af Hverfisbarnum og hvarf. Þegar ég náði í hann var hann kominn á Apótekið með vinum sínum og ég heimtaði að hann færi með mig upp á spítala. Það var svo á endanum þjónn á Apótekinu sem bara stimplaði sig út og fór með mig beint á spítalann,” segir Thelma.Sjá einnig: Barnsmóðir Fjallsins stígur fram: Óttaðist um líf sitt við fyrstu árás Fréttablaðið hefur undir höndum staðfestingu á þessari sjúkrahúsheimsókn en Hafþór segist aldrei hafa heyrt um þennan atburð eða ferð hennar á slysadeild fyrr en hann hafi lesið um hana í Fréttablaðinu síðastliðinn laugardag. Hann segir að hafi einhver hrint Thelmu niður stigann hafi það verið einhver annar en ég og veltir upp hugmyndinni að hún hafi “hreinlega dottið niður stigann.” Hann heldur áfram og segir Thelmu hafa þolað illa áfengi. „Mér þykir annars langlíklegast að þessi frásögn Thelmu sé uppspuni frá rótum eins og flest annað í viðtalinu.”Færslu Hafþórs má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Hafþór hyggst kæra en hvern er ekki vitað Engum samningum við Hafþór Júlíus verið rift. 27. júní 2017 15:10 Hafþór Júlíus kveðst ekki hafa beitt neinar konur ofbeldi Hafþór Júlíus Björnsson, einnig þekktur sem Fjallið hefur birt færslu á Facebook þar sem hann bregst við viðtali við barnsmóður hans, Thelmu Björk Steimann, sem birtist í Fréttablaðinu og Vísi í morgun. 24. júní 2017 19:03 Barnsmóðir Fjallsins stígur fram: Óttaðist um líf sitt við fyrstu árás Thelma Björk Steimann hönnuður er barnsmóðir og fyrrverandi kærasta Hafþórs Júlíusar Björnssonar aflraunamanns. Hún er ein þeirra kvenna sem lýsa ofbeldi af hendi Hafþórs. 24. júní 2017 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira
Hafþór hyggst kæra en hvern er ekki vitað Engum samningum við Hafþór Júlíus verið rift. 27. júní 2017 15:10
Hafþór Júlíus kveðst ekki hafa beitt neinar konur ofbeldi Hafþór Júlíus Björnsson, einnig þekktur sem Fjallið hefur birt færslu á Facebook þar sem hann bregst við viðtali við barnsmóður hans, Thelmu Björk Steimann, sem birtist í Fréttablaðinu og Vísi í morgun. 24. júní 2017 19:03
Barnsmóðir Fjallsins stígur fram: Óttaðist um líf sitt við fyrstu árás Thelma Björk Steimann hönnuður er barnsmóðir og fyrrverandi kærasta Hafþórs Júlíusar Björnssonar aflraunamanns. Hún er ein þeirra kvenna sem lýsa ofbeldi af hendi Hafþórs. 24. júní 2017 07:00