„Við verðum alltaf vinir“ Margrét Helga Erlingsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2017 17:50 Haraldur Nelson er framkvæmdastjóri Mjölnis en hann hefur sinnt því starfi frá árinu 2012. mynd/sóllilja baltasarsdóttir „Allir eru vinir. Þetta er auðvitað erfitt, ég skal alveg viðurkenna það. Við erum að tala saman og við verðum alltaf vinir.“ Þetta segir Haraldur Nelson, framkvæmdastjóri Mjölnis, um ákvörðun Jóns Viðars Arnþórssonar að segja starfi sínu lausu sem starfandi stjórnarformaður Mjölnis. Haraldur hefur sinnt starfi framkvæmdastjóra frá árinu 2012 en Jón Viðar er einn af stofnendum félagsins.Jón Viðar ásamt kærustu sinni Sólilju Baltasarsdóttur. Jón Viðar segir í samtali við Mbl.is í dag að staðið hafi verið að ráðningu hennar eins og annarra. Um fjölskyldufélag hafi verið að ræða.Vísir/Stefán KarlssonNýir hluthafar Mjölnir steig stórt skref þegar félagið flutti fyrri á árinu úr Loftkastalnum við Seljaveg upp í Öskjuhlíð þar sem keiluhöll var rekin árum saman. Félag var stofnað um starfsemi þess og fjárfestar fegnir inn. Meðal þeirra Róbert Wessman og Arnar Gunnlaugsson. Auk þeirra eiga Gunnar Nelson, Jón Viðar Arnþórsson, Bjarni Baldursson og Árni Þór Jónsson hlut í félaginu. Ágreiningur hefur verið innan félagsins undanfarið þar sem menn hafa ekki verið sammála um hvort staða formanns eða framkvæmdastjóra ætti að vera ofar í skipuritinu. Þá hefur gætt óánægju með ráðningu Jóns Viðars á kærustu sinni, Sóllilju Baltasarsdóttur, sem markaðsstjóra Mjölnis. Jón Viðar, Haraldur og Gunnar Nelson á góðri stundu.Vísir/Friðrik ÞórHætti fyrir fundinn Haraldur vildi koma því á framfæri að stjórnarfundurinn, sem haldinn var á miðvikudaginn, hafi farið vel fram og að mönnum hafi ekki verið heitt í hamsi. Hann segir að Jón Viðar hafi ákveðið að mæta ekki á fundinn því hann hafi verið búinn að gera upp hug sinn fyrirfram. Að sögn Haraldar var Jón Viðar ekki sáttur við ýmsar breytingar sem nýir hluthafar vilja ráðast í og ákvað hann því að draga sig í hlé. „Við verðum alltaf vinir og það mun alltaf vera þannig,“ ítrekar Haraldur.Arnar Gunnlaugsson og Róbert Wessman (á myndinnni) eiga nú um þriðjung í félaginu.alvogenSameina bar og búð Haraldur segir að orðrómur þess efnis að þjálfarar hafi sagt upp séu rangur og þá segir hann einnig að meðlimum í félaginu fari ekki fækkandi heldur, þvert á móti, fjölgandi. Frá ársbyrjun hafi meðlimir verið tólf til þrettán hundruð en í dag séu þeir sextán hundruð. En hvaða breytingar verður ráðist í með nýjum hluthöfum? Haraldur segir að ráðgert sé að höfða meira til almennings og verður það gert meðal annars með því að stækka líkamsræktarsal með það fyrir augum að fólk, sem ekki hafi áhuga á bardagaíþróttum, geti komið og æft. Þá stendur til að sameina verslun félagsins og barinn. Haraldur vill hafa mildari stemningu yfir barnum þannig að það henti betur þeirri starfsemi sem er í húsnæðinu. Haraldur segir að endingu að Jón Viðar hafi unnið ómetanlegt starf fyrir Mjölni og ennfremur að hann muni áfram gera það. Hann vill ólmur fá hann aftur sem fyrst. Tengdar fréttir Formaður Mjölnis dregur sig í hlé eftir átök Jón Viðar Arnþórsson hættir sem formaður Mjölnis eftir stjórnarfund á miðvikudag. 26. ágúst 2017 14:58 Arnar Gunnlaugsson og Róbert Wessman meðal nýrra hluthafa í Mjölni Nýir hluthafar hafa komið að íþróttafélaginu Mjölni og Jón Viðar Arnþórsson dregur sig í hlé sem stjórnarformaður. 26. ágúst 2017 15:55 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Sjá meira
„Allir eru vinir. Þetta er auðvitað erfitt, ég skal alveg viðurkenna það. Við erum að tala saman og við verðum alltaf vinir.“ Þetta segir Haraldur Nelson, framkvæmdastjóri Mjölnis, um ákvörðun Jóns Viðars Arnþórssonar að segja starfi sínu lausu sem starfandi stjórnarformaður Mjölnis. Haraldur hefur sinnt starfi framkvæmdastjóra frá árinu 2012 en Jón Viðar er einn af stofnendum félagsins.Jón Viðar ásamt kærustu sinni Sólilju Baltasarsdóttur. Jón Viðar segir í samtali við Mbl.is í dag að staðið hafi verið að ráðningu hennar eins og annarra. Um fjölskyldufélag hafi verið að ræða.Vísir/Stefán KarlssonNýir hluthafar Mjölnir steig stórt skref þegar félagið flutti fyrri á árinu úr Loftkastalnum við Seljaveg upp í Öskjuhlíð þar sem keiluhöll var rekin árum saman. Félag var stofnað um starfsemi þess og fjárfestar fegnir inn. Meðal þeirra Róbert Wessman og Arnar Gunnlaugsson. Auk þeirra eiga Gunnar Nelson, Jón Viðar Arnþórsson, Bjarni Baldursson og Árni Þór Jónsson hlut í félaginu. Ágreiningur hefur verið innan félagsins undanfarið þar sem menn hafa ekki verið sammála um hvort staða formanns eða framkvæmdastjóra ætti að vera ofar í skipuritinu. Þá hefur gætt óánægju með ráðningu Jóns Viðars á kærustu sinni, Sóllilju Baltasarsdóttur, sem markaðsstjóra Mjölnis. Jón Viðar, Haraldur og Gunnar Nelson á góðri stundu.Vísir/Friðrik ÞórHætti fyrir fundinn Haraldur vildi koma því á framfæri að stjórnarfundurinn, sem haldinn var á miðvikudaginn, hafi farið vel fram og að mönnum hafi ekki verið heitt í hamsi. Hann segir að Jón Viðar hafi ákveðið að mæta ekki á fundinn því hann hafi verið búinn að gera upp hug sinn fyrirfram. Að sögn Haraldar var Jón Viðar ekki sáttur við ýmsar breytingar sem nýir hluthafar vilja ráðast í og ákvað hann því að draga sig í hlé. „Við verðum alltaf vinir og það mun alltaf vera þannig,“ ítrekar Haraldur.Arnar Gunnlaugsson og Róbert Wessman (á myndinnni) eiga nú um þriðjung í félaginu.alvogenSameina bar og búð Haraldur segir að orðrómur þess efnis að þjálfarar hafi sagt upp séu rangur og þá segir hann einnig að meðlimum í félaginu fari ekki fækkandi heldur, þvert á móti, fjölgandi. Frá ársbyrjun hafi meðlimir verið tólf til þrettán hundruð en í dag séu þeir sextán hundruð. En hvaða breytingar verður ráðist í með nýjum hluthöfum? Haraldur segir að ráðgert sé að höfða meira til almennings og verður það gert meðal annars með því að stækka líkamsræktarsal með það fyrir augum að fólk, sem ekki hafi áhuga á bardagaíþróttum, geti komið og æft. Þá stendur til að sameina verslun félagsins og barinn. Haraldur vill hafa mildari stemningu yfir barnum þannig að það henti betur þeirri starfsemi sem er í húsnæðinu. Haraldur segir að endingu að Jón Viðar hafi unnið ómetanlegt starf fyrir Mjölni og ennfremur að hann muni áfram gera það. Hann vill ólmur fá hann aftur sem fyrst.
Tengdar fréttir Formaður Mjölnis dregur sig í hlé eftir átök Jón Viðar Arnþórsson hættir sem formaður Mjölnis eftir stjórnarfund á miðvikudag. 26. ágúst 2017 14:58 Arnar Gunnlaugsson og Róbert Wessman meðal nýrra hluthafa í Mjölni Nýir hluthafar hafa komið að íþróttafélaginu Mjölni og Jón Viðar Arnþórsson dregur sig í hlé sem stjórnarformaður. 26. ágúst 2017 15:55 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Sjá meira
Formaður Mjölnis dregur sig í hlé eftir átök Jón Viðar Arnþórsson hættir sem formaður Mjölnis eftir stjórnarfund á miðvikudag. 26. ágúst 2017 14:58
Arnar Gunnlaugsson og Róbert Wessman meðal nýrra hluthafa í Mjölni Nýir hluthafar hafa komið að íþróttafélaginu Mjölni og Jón Viðar Arnþórsson dregur sig í hlé sem stjórnarformaður. 26. ágúst 2017 15:55