Innlent

Úkraína orðin örugg

Benedikt Bóas skrifar
Útlendingastofnun segir mannréttindi almennt virt í Úkraínu, að frátöldum þremur héröðum.
Útlendingastofnun segir mannréttindi almennt virt í Úkraínu, að frátöldum þremur héröðum. Vísir/Stefán
Útlendingastofnun hefur ákveðið að bæta Úkraínu, að undanskildum héruðunum Donetsk, Luhansk og Krím, á lista yfir örugg ríki. Úkraína er lýðræðisríki og þar eru ekki stundaðar kerfisbundnar ofsóknir gegn fólki.

Það er mat stofnunarinnar að almennt megi telja aðstæður í Úkraínu góðar og að fullnægjandi aðstoð og úrræði séu til staðar fyrir borgara landsins, þegar litið er til annarra svæða en átakasvæðanna í austurhluta þess. Engum umsækjanda frá öðrum héruðum en þeim þremur sem undanskilin eru hefur verið veitt alþjóðleg vernd á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Útlendingastofnun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×