Sterling stal sigrinum fyrir City á lokamínútunum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. ágúst 2017 13:30 Raheem Sterling skoraði á lokamínútunum og tryggði City sigurinn. visir/getty Manchester City sigraði Bournemouth í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Raheem Sterling stal sigrinum fyrir City á lokamínútum leiksins.Bournemouth komst yfir snemma í leiknum með frábæru marki Charlie Daniels á 13. mínútu. Boltinn barst til Daniels vinstra megin við vítateiginn og Englendingurinn hamraði boltann í slána og inn. Þetta var fyrsta mark sem leikmaður Bournemouth nær að skora gegn Manchester City. Það tók menn Pep Guardiola hins vegar ekki langan tíma að jafna. Á 21. mínútu kom David Silva með draumasendingu inn á Gabriel Jesus sem renndi boltanum í markið. Allt stefndi í jafntefli á Vitality vellinum þegar Raheem Sterling vippaði boltanum í vinstra markhornið á 97. mínútu leiksins og tryggði City sigurinn. Sterling fékk svo að líta sitt annað gula spjald í kjölfarið fyrir að henda sér í þvögu áhorfanda sem höfðu brotist inn á völlinn. Manchester City er því komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar með sjö stig eftir þrjá leiki. Bournemouth er enn án stiga.Jesus hefur reynst City-liðinu mjög dýrmætur og komið með beinum hætti að 12 mörkum í 11 leikjum með liðinu.12 – Gabriel Jesus has been directly involved in 12 goals in his 11 Premier League starts for @ManCity (eight goals, four assists). Impact. pic.twitter.com/kPwApx9c3t — OptaJoe (@OptaJoe) August 26, 2017 Enski boltinn
Manchester City sigraði Bournemouth í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Raheem Sterling stal sigrinum fyrir City á lokamínútum leiksins.Bournemouth komst yfir snemma í leiknum með frábæru marki Charlie Daniels á 13. mínútu. Boltinn barst til Daniels vinstra megin við vítateiginn og Englendingurinn hamraði boltann í slána og inn. Þetta var fyrsta mark sem leikmaður Bournemouth nær að skora gegn Manchester City. Það tók menn Pep Guardiola hins vegar ekki langan tíma að jafna. Á 21. mínútu kom David Silva með draumasendingu inn á Gabriel Jesus sem renndi boltanum í markið. Allt stefndi í jafntefli á Vitality vellinum þegar Raheem Sterling vippaði boltanum í vinstra markhornið á 97. mínútu leiksins og tryggði City sigurinn. Sterling fékk svo að líta sitt annað gula spjald í kjölfarið fyrir að henda sér í þvögu áhorfanda sem höfðu brotist inn á völlinn. Manchester City er því komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar með sjö stig eftir þrjá leiki. Bournemouth er enn án stiga.Jesus hefur reynst City-liðinu mjög dýrmætur og komið með beinum hætti að 12 mörkum í 11 leikjum með liðinu.12 – Gabriel Jesus has been directly involved in 12 goals in his 11 Premier League starts for @ManCity (eight goals, four assists). Impact. pic.twitter.com/kPwApx9c3t — OptaJoe (@OptaJoe) August 26, 2017