Freyju var hafnað áður en mat hafði verið lagt á hæfni hennar Birgir Olgeirsson skrifar 19. október 2017 14:57 Freyja Haraldsdóttir. Vísir/Ernir Stefna Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu snýst um það að ákvörðunin um að neita henni um að gerast fósturforeldri var tekin áður en hún hafði setið námskeið þar sem mat fer fram á hæfni til að vera fósturforeldri. Þetta segir lögmaður Freyju, Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, í samtali við Vísi.Greint var frá því í Fréttablaðinu í morgun að Freyja hefði stefnt Barnaverndarstofu vegna ákvörðunarinnar um að neita henni um að gerast fósturforeldri.Sigrún Ingibjörg Gísladóttir.Sigrún Ingibjörg segir málið ekki snúast um hvort Freyja megi taka barn í fóstur, heldur hvernig henni var mismunað þegar ákvörðunin var tekin án þess að Freyja hafði farið í gegnum mat líkt og aðrir umsækjendur. Freyja hafði fengið jákvæða umsögn frá fjölskylduráði Garðabæjar um að taka barn í fóstur. Ef umsækjendur fá jákvæða umsögn frá bæjarráði í sínu sveitarfélagi þá eiga þeir að sitja námskeið sem nefnist Foster-Pride. Þar fer fram mat á því hvort viðkomandi sé hæft fósturforeldri. Ef þau skilyrði eru uppfyllt fer fram þjálfun í því að annast fósturbörn. „Málið gengur út á það að hennar umsókn er hafnað áður en matið fer fram á því hvort hún sé hæf og að hvaða leyti hún sé hæf. Þetta snýst um það hvort hún fái sömu málsmeðferð og allir aðrir þegar hún sækir um að gerast fósturforeldri, þar sem metið er hvort einhver sé hæfur til þess.“ Barnaverndarstofu er því stefnt til að hnekkja þeim úrskurði. Hún segir niðurstöðuna ekki rétta út frá stjórnsýslu lögum og að rannsóknarskylda sé á stjórnvöldum að kanna mál til hlítar. „Það getur varla talist fyrir hendi þegar viðkomandi hefur ekki farið í gegnum sömu málsmeðferð og aðrir.“ Tengdar fréttir Freyja fær ekki að vera fósturforeldri og stefnir Barnaverndarstofu Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður, höfðar mál gegn Barnaverndarstofu sem synjaði henni um stöðu fósturforeldris. Úrskurðarnefnd velferðarmála er sammála Barnaverndarstofu en Freyja telur á sér brotið. 19. október 2017 05:00 Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Trump titlar sig konung Erlent Fleiri fréttir Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Sjá meira
Stefna Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu snýst um það að ákvörðunin um að neita henni um að gerast fósturforeldri var tekin áður en hún hafði setið námskeið þar sem mat fer fram á hæfni til að vera fósturforeldri. Þetta segir lögmaður Freyju, Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, í samtali við Vísi.Greint var frá því í Fréttablaðinu í morgun að Freyja hefði stefnt Barnaverndarstofu vegna ákvörðunarinnar um að neita henni um að gerast fósturforeldri.Sigrún Ingibjörg Gísladóttir.Sigrún Ingibjörg segir málið ekki snúast um hvort Freyja megi taka barn í fóstur, heldur hvernig henni var mismunað þegar ákvörðunin var tekin án þess að Freyja hafði farið í gegnum mat líkt og aðrir umsækjendur. Freyja hafði fengið jákvæða umsögn frá fjölskylduráði Garðabæjar um að taka barn í fóstur. Ef umsækjendur fá jákvæða umsögn frá bæjarráði í sínu sveitarfélagi þá eiga þeir að sitja námskeið sem nefnist Foster-Pride. Þar fer fram mat á því hvort viðkomandi sé hæft fósturforeldri. Ef þau skilyrði eru uppfyllt fer fram þjálfun í því að annast fósturbörn. „Málið gengur út á það að hennar umsókn er hafnað áður en matið fer fram á því hvort hún sé hæf og að hvaða leyti hún sé hæf. Þetta snýst um það hvort hún fái sömu málsmeðferð og allir aðrir þegar hún sækir um að gerast fósturforeldri, þar sem metið er hvort einhver sé hæfur til þess.“ Barnaverndarstofu er því stefnt til að hnekkja þeim úrskurði. Hún segir niðurstöðuna ekki rétta út frá stjórnsýslu lögum og að rannsóknarskylda sé á stjórnvöldum að kanna mál til hlítar. „Það getur varla talist fyrir hendi þegar viðkomandi hefur ekki farið í gegnum sömu málsmeðferð og aðrir.“
Tengdar fréttir Freyja fær ekki að vera fósturforeldri og stefnir Barnaverndarstofu Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður, höfðar mál gegn Barnaverndarstofu sem synjaði henni um stöðu fósturforeldris. Úrskurðarnefnd velferðarmála er sammála Barnaverndarstofu en Freyja telur á sér brotið. 19. október 2017 05:00 Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Trump titlar sig konung Erlent Fleiri fréttir Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Sjá meira
Freyja fær ekki að vera fósturforeldri og stefnir Barnaverndarstofu Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður, höfðar mál gegn Barnaverndarstofu sem synjaði henni um stöðu fósturforeldris. Úrskurðarnefnd velferðarmála er sammála Barnaverndarstofu en Freyja telur á sér brotið. 19. október 2017 05:00