Trump bauð syrgjandi föður fé Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2017 11:27 Trump benti fingri ranglega að fyrri forsetum þegar hann var gagnrýndur fyrir þögn sína um dauða bandarískra hermanna í Níger. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti bauð föður fallins hermanns 25.000 dollara í símtali nokkrum vikum eftir dauða sonar hans. Forsetinn sendi hins vegar ekki féð fyrr en fjölmiðlar gengu á eftir því í vikunni. Auk fjárins sagðist Trump ætla að láta starfslið sitt koma á fót netsöfnun fyrir fjölskyldu hermannsins en ekkert varð heldur af því að sögn Chris Baldrige, föður Dillon Baldridge, liðþjálfa, sem féll í Afganistan í júní. Þegar Washington Post bar frásögn Baldrige undir talsmenn Hvíta hússins í gær neituðu þeir að svara en sendu þess í stað frá sér yfirlýsingu þar sem þeir fordæmdu fjölmiðla. „Ávísunin hefur verið send. Það er ógeðfellt að fjölmiðlar séu að taka eitthvað sem ætti að vera viðurkennt sem örlát og einlægt góðverk sem forsetinn bauð fram í trúnaði og noti það til að styðja hlutdræga stefnu fjölmiðlanna,“ sagði í yfirlýsingu Hvíta hússins. Washington Post tekur fram að það hafi tekið Barack Obama, fyrrverandi forseta eitt og hálft ár að standa við sambærilegt loforð sem hann gaf fjölskyldu hermanns sem féll árið 2015 um að gefa til góðgerðamála í hans nafni. Obama lét féð af hendi rakna eftir að fjölmiðlar fjölluðu um það og sagði að um yfirsjón hefði verið að ræða.Engar „sannanir“ til um símtal Trump við ekkjuna Trump kynti undir mikilli umræðu um samskipti Bandaríkjaforseta við fjölskyldur fallinna hermanna eftir að hann laug því upp á Obama og aðra fyrrverandi forseta að þeir hafi ekki haft samband við fjölskyldur til að votta þeim samúð. Því laug forsetinn þegar hann svaraði gagnrýni á að hann hefði þagað þunnu hljóði um fjóra bandaríska hermenn sem féllu í fyrirsáti í Níger í byrjun október. Politico segir að starfsmenn Hvíta hússins hafi verið búnir að gera drög að yfirlýsingu fyrir hönd Trump sem hafi hins vegar aldrei verið gefin út opinberlega, þrátt fyrir að forsetanum hafi verið sagt frá dauða hermannanna. Til að bæta gráu ofan á svart greindi þingkona demókrata frá því í gær að Trump hefði sagt ekkju eins hermannanna að „hann hafi vitað hvað hann skráði sig í“ í símtali á dögunum. Móðir hermannsins staðfesti frásögn þingkonunnar og sakar Trump um að hafa vanvirt son sinn. Það stöðvaði Trump þó ekki í að saka þingkonuna um að hafa „búið til“ frásögnina af símtalinu frá rótum. Fullyrti hann jafnframt að hann hefði „sannanir“ fyrir því. Á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi viðurkenndi Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi þess, aftur á móti að engar upptökur væru til af símtalinu að henni vitandi. Donald Trump Níger Tengdar fréttir Móðir fallins hermanns segir Trump hafa vanvirt hann „Hann mundi ekki einu sinni hvað hann hét.“ 18. október 2017 20:00 Trump við ekkju fallins hermanns: "Hann vissi hvað hann skráði sig í“ "Allir vita að þegar þú ferð í stríð að þá er möguleiki á að þú komir ekki heim á lífi. Þú minnir hins vegar ekki syrgjandi ekkju á það. Það er svo tillitslaust,“ segir þingkona demókrata sem heyrði orð Bandaríkjaforseta til ekkjunnar. 18. október 2017 11:25 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti bauð föður fallins hermanns 25.000 dollara í símtali nokkrum vikum eftir dauða sonar hans. Forsetinn sendi hins vegar ekki féð fyrr en fjölmiðlar gengu á eftir því í vikunni. Auk fjárins sagðist Trump ætla að láta starfslið sitt koma á fót netsöfnun fyrir fjölskyldu hermannsins en ekkert varð heldur af því að sögn Chris Baldrige, föður Dillon Baldridge, liðþjálfa, sem féll í Afganistan í júní. Þegar Washington Post bar frásögn Baldrige undir talsmenn Hvíta hússins í gær neituðu þeir að svara en sendu þess í stað frá sér yfirlýsingu þar sem þeir fordæmdu fjölmiðla. „Ávísunin hefur verið send. Það er ógeðfellt að fjölmiðlar séu að taka eitthvað sem ætti að vera viðurkennt sem örlát og einlægt góðverk sem forsetinn bauð fram í trúnaði og noti það til að styðja hlutdræga stefnu fjölmiðlanna,“ sagði í yfirlýsingu Hvíta hússins. Washington Post tekur fram að það hafi tekið Barack Obama, fyrrverandi forseta eitt og hálft ár að standa við sambærilegt loforð sem hann gaf fjölskyldu hermanns sem féll árið 2015 um að gefa til góðgerðamála í hans nafni. Obama lét féð af hendi rakna eftir að fjölmiðlar fjölluðu um það og sagði að um yfirsjón hefði verið að ræða.Engar „sannanir“ til um símtal Trump við ekkjuna Trump kynti undir mikilli umræðu um samskipti Bandaríkjaforseta við fjölskyldur fallinna hermanna eftir að hann laug því upp á Obama og aðra fyrrverandi forseta að þeir hafi ekki haft samband við fjölskyldur til að votta þeim samúð. Því laug forsetinn þegar hann svaraði gagnrýni á að hann hefði þagað þunnu hljóði um fjóra bandaríska hermenn sem féllu í fyrirsáti í Níger í byrjun október. Politico segir að starfsmenn Hvíta hússins hafi verið búnir að gera drög að yfirlýsingu fyrir hönd Trump sem hafi hins vegar aldrei verið gefin út opinberlega, þrátt fyrir að forsetanum hafi verið sagt frá dauða hermannanna. Til að bæta gráu ofan á svart greindi þingkona demókrata frá því í gær að Trump hefði sagt ekkju eins hermannanna að „hann hafi vitað hvað hann skráði sig í“ í símtali á dögunum. Móðir hermannsins staðfesti frásögn þingkonunnar og sakar Trump um að hafa vanvirt son sinn. Það stöðvaði Trump þó ekki í að saka þingkonuna um að hafa „búið til“ frásögnina af símtalinu frá rótum. Fullyrti hann jafnframt að hann hefði „sannanir“ fyrir því. Á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi viðurkenndi Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi þess, aftur á móti að engar upptökur væru til af símtalinu að henni vitandi.
Donald Trump Níger Tengdar fréttir Móðir fallins hermanns segir Trump hafa vanvirt hann „Hann mundi ekki einu sinni hvað hann hét.“ 18. október 2017 20:00 Trump við ekkju fallins hermanns: "Hann vissi hvað hann skráði sig í“ "Allir vita að þegar þú ferð í stríð að þá er möguleiki á að þú komir ekki heim á lífi. Þú minnir hins vegar ekki syrgjandi ekkju á það. Það er svo tillitslaust,“ segir þingkona demókrata sem heyrði orð Bandaríkjaforseta til ekkjunnar. 18. október 2017 11:25 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé Sjá meira
Móðir fallins hermanns segir Trump hafa vanvirt hann „Hann mundi ekki einu sinni hvað hann hét.“ 18. október 2017 20:00
Trump við ekkju fallins hermanns: "Hann vissi hvað hann skráði sig í“ "Allir vita að þegar þú ferð í stríð að þá er möguleiki á að þú komir ekki heim á lífi. Þú minnir hins vegar ekki syrgjandi ekkju á það. Það er svo tillitslaust,“ segir þingkona demókrata sem heyrði orð Bandaríkjaforseta til ekkjunnar. 18. október 2017 11:25