Við leitum svara með þér og Bleiku slaufunni Ásgeir R. Helgason skrifar 19. október 2017 07:00 Til að að efla stuðning og ráðgjöf við þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra hefur Krabbameinsfélagið ákveðið að helga Bleiku slaufuna 2017 Ráðgjafarþjónustu félagsins. Mikil fjölgun hefur orðið á tíðni krabbameina undanfarin ár meðal annars vegna aukins mannfjölda og hærri meðalaldurs. Sífellt fleiri læknast hins vegar vegna skilvirkari greininga og bættra meðferðarúrræða. Árið 1976 voru 2.298 Íslendingar á lífi sem höfðu fengið krabbamein. Árið 2016 voru þeir 13.983 og áætlað er að þeir verði um 18.300 árið 2026. Ljóst er að efla þarf ráðgjöf og stuðning til að mæta auknum fjölda.Stuðningi og ráðgjöf ábótavant Í nýrri könnun sem Maskína vann fyrir Krabbameinsfélagið meðal 1.500 einstaklinga á aldrinum 18-75 ára (valdir af handahófi úr Þjóðskrá) kom fram að rúmlega helmingur svarenda átti náinn ættingja sem greinst hafði með krabbamein og enn fleiri þekktu einhvern sem greinst hafði með sjúkdóminn. Þá höfðu 5% greinst sjálf með krabbamein. Almennt töldu 80% svarenda að stuðningur vegna réttindamála þeirra sem greinst höfðu með krabbamein væri ófullnægjandi, en næstum 90% þeirra sem sjálfir höfðu greinst voru þeirrar skoðunar. Alls töldu 80% að sálrænum einkennum væri ekki sinnt nægilega vel og 70% þeirra sem greinst höfðu með krabbamein voru sömu skoðunar. Stuðningur við aðstandendur á meðan á meðferð stóð var talinn ófullnægjandi af um það bil 70% þátttakenda og 60% þeirra sem höfðu greinst með krabbamein voru sömu skoðunar. Þegar svör aðstandenda krabbameinssjúklinga voru skoðuð sérstaklega kom fram að 70% töldu stuðninginn ófullnægjandi. Helmingur allra svarenda taldi stuðning við aðstandendur þeirra sem greinast með krabbamein ófullnægjandi að lokinni meðferð, en 30% þeirra sem greinst höfðu með krabbamein töldu sig ekki hafa fengið fullnægjandi stuðning að meðferð lokinni.Ráðgjafarþjónusta án endurgjalds Þrátt fyrir að umönnun og meðferð þeirra sem greinast með krabbamein sé á margan hátt til fyrirmyndar er ljóst að mikið svigrúm er til að efla þjónustuna, ekki síst varðandi réttindamál, sálrænan stuðning og stuðning við aðstandendur. Hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins er boðið upp á þjónustu hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjöf og sálfræðiþjónustu. Alla virka daga er boðið upp á viðtöl og einstaklingsráðgjöf, símaráðgjöf, slökun og fyrirlestra auk starfsemi stuðningshópa félagsins. Einnig er fjöldi námskeiða og fyrirlestra í boði sem hafa að markmiði að mæta þörfum þess breiða hóps sem til Ráðgjafarþjónustunnar leitar. Þjónustan er fólki að kostnaðarlausu. Á landsbyggðinni er hægt að sækja stuðning og ráðgjöf hjá átta þjónustuskrifstofum sem starfa í nánu samstarfi við Ráðgjafarþjónustuna auk þess sem mörg svæðafélaganna eru dyggur bakhjarl á sínu svæði. Bleika slaufan er árveknis- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins. Í ár er safnað fyrir Ráðgjafarþjónustunni í þágu þeirra sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra. Nánari upplýsingar er að finna á www.bleikaslaufan.is. Höfundur er fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Til að að efla stuðning og ráðgjöf við þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra hefur Krabbameinsfélagið ákveðið að helga Bleiku slaufuna 2017 Ráðgjafarþjónustu félagsins. Mikil fjölgun hefur orðið á tíðni krabbameina undanfarin ár meðal annars vegna aukins mannfjölda og hærri meðalaldurs. Sífellt fleiri læknast hins vegar vegna skilvirkari greininga og bættra meðferðarúrræða. Árið 1976 voru 2.298 Íslendingar á lífi sem höfðu fengið krabbamein. Árið 2016 voru þeir 13.983 og áætlað er að þeir verði um 18.300 árið 2026. Ljóst er að efla þarf ráðgjöf og stuðning til að mæta auknum fjölda.Stuðningi og ráðgjöf ábótavant Í nýrri könnun sem Maskína vann fyrir Krabbameinsfélagið meðal 1.500 einstaklinga á aldrinum 18-75 ára (valdir af handahófi úr Þjóðskrá) kom fram að rúmlega helmingur svarenda átti náinn ættingja sem greinst hafði með krabbamein og enn fleiri þekktu einhvern sem greinst hafði með sjúkdóminn. Þá höfðu 5% greinst sjálf með krabbamein. Almennt töldu 80% svarenda að stuðningur vegna réttindamála þeirra sem greinst höfðu með krabbamein væri ófullnægjandi, en næstum 90% þeirra sem sjálfir höfðu greinst voru þeirrar skoðunar. Alls töldu 80% að sálrænum einkennum væri ekki sinnt nægilega vel og 70% þeirra sem greinst höfðu með krabbamein voru sömu skoðunar. Stuðningur við aðstandendur á meðan á meðferð stóð var talinn ófullnægjandi af um það bil 70% þátttakenda og 60% þeirra sem höfðu greinst með krabbamein voru sömu skoðunar. Þegar svör aðstandenda krabbameinssjúklinga voru skoðuð sérstaklega kom fram að 70% töldu stuðninginn ófullnægjandi. Helmingur allra svarenda taldi stuðning við aðstandendur þeirra sem greinast með krabbamein ófullnægjandi að lokinni meðferð, en 30% þeirra sem greinst höfðu með krabbamein töldu sig ekki hafa fengið fullnægjandi stuðning að meðferð lokinni.Ráðgjafarþjónusta án endurgjalds Þrátt fyrir að umönnun og meðferð þeirra sem greinast með krabbamein sé á margan hátt til fyrirmyndar er ljóst að mikið svigrúm er til að efla þjónustuna, ekki síst varðandi réttindamál, sálrænan stuðning og stuðning við aðstandendur. Hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins er boðið upp á þjónustu hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjöf og sálfræðiþjónustu. Alla virka daga er boðið upp á viðtöl og einstaklingsráðgjöf, símaráðgjöf, slökun og fyrirlestra auk starfsemi stuðningshópa félagsins. Einnig er fjöldi námskeiða og fyrirlestra í boði sem hafa að markmiði að mæta þörfum þess breiða hóps sem til Ráðgjafarþjónustunnar leitar. Þjónustan er fólki að kostnaðarlausu. Á landsbyggðinni er hægt að sækja stuðning og ráðgjöf hjá átta þjónustuskrifstofum sem starfa í nánu samstarfi við Ráðgjafarþjónustuna auk þess sem mörg svæðafélaganna eru dyggur bakhjarl á sínu svæði. Bleika slaufan er árveknis- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins. Í ár er safnað fyrir Ráðgjafarþjónustunni í þágu þeirra sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra. Nánari upplýsingar er að finna á www.bleikaslaufan.is. Höfundur er fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Íslands.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar