Við leitum svara með þér og Bleiku slaufunni Ásgeir R. Helgason skrifar 19. október 2017 07:00 Til að að efla stuðning og ráðgjöf við þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra hefur Krabbameinsfélagið ákveðið að helga Bleiku slaufuna 2017 Ráðgjafarþjónustu félagsins. Mikil fjölgun hefur orðið á tíðni krabbameina undanfarin ár meðal annars vegna aukins mannfjölda og hærri meðalaldurs. Sífellt fleiri læknast hins vegar vegna skilvirkari greininga og bættra meðferðarúrræða. Árið 1976 voru 2.298 Íslendingar á lífi sem höfðu fengið krabbamein. Árið 2016 voru þeir 13.983 og áætlað er að þeir verði um 18.300 árið 2026. Ljóst er að efla þarf ráðgjöf og stuðning til að mæta auknum fjölda.Stuðningi og ráðgjöf ábótavant Í nýrri könnun sem Maskína vann fyrir Krabbameinsfélagið meðal 1.500 einstaklinga á aldrinum 18-75 ára (valdir af handahófi úr Þjóðskrá) kom fram að rúmlega helmingur svarenda átti náinn ættingja sem greinst hafði með krabbamein og enn fleiri þekktu einhvern sem greinst hafði með sjúkdóminn. Þá höfðu 5% greinst sjálf með krabbamein. Almennt töldu 80% svarenda að stuðningur vegna réttindamála þeirra sem greinst höfðu með krabbamein væri ófullnægjandi, en næstum 90% þeirra sem sjálfir höfðu greinst voru þeirrar skoðunar. Alls töldu 80% að sálrænum einkennum væri ekki sinnt nægilega vel og 70% þeirra sem greinst höfðu með krabbamein voru sömu skoðunar. Stuðningur við aðstandendur á meðan á meðferð stóð var talinn ófullnægjandi af um það bil 70% þátttakenda og 60% þeirra sem höfðu greinst með krabbamein voru sömu skoðunar. Þegar svör aðstandenda krabbameinssjúklinga voru skoðuð sérstaklega kom fram að 70% töldu stuðninginn ófullnægjandi. Helmingur allra svarenda taldi stuðning við aðstandendur þeirra sem greinast með krabbamein ófullnægjandi að lokinni meðferð, en 30% þeirra sem greinst höfðu með krabbamein töldu sig ekki hafa fengið fullnægjandi stuðning að meðferð lokinni.Ráðgjafarþjónusta án endurgjalds Þrátt fyrir að umönnun og meðferð þeirra sem greinast með krabbamein sé á margan hátt til fyrirmyndar er ljóst að mikið svigrúm er til að efla þjónustuna, ekki síst varðandi réttindamál, sálrænan stuðning og stuðning við aðstandendur. Hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins er boðið upp á þjónustu hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjöf og sálfræðiþjónustu. Alla virka daga er boðið upp á viðtöl og einstaklingsráðgjöf, símaráðgjöf, slökun og fyrirlestra auk starfsemi stuðningshópa félagsins. Einnig er fjöldi námskeiða og fyrirlestra í boði sem hafa að markmiði að mæta þörfum þess breiða hóps sem til Ráðgjafarþjónustunnar leitar. Þjónustan er fólki að kostnaðarlausu. Á landsbyggðinni er hægt að sækja stuðning og ráðgjöf hjá átta þjónustuskrifstofum sem starfa í nánu samstarfi við Ráðgjafarþjónustuna auk þess sem mörg svæðafélaganna eru dyggur bakhjarl á sínu svæði. Bleika slaufan er árveknis- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins. Í ár er safnað fyrir Ráðgjafarþjónustunni í þágu þeirra sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra. Nánari upplýsingar er að finna á www.bleikaslaufan.is. Höfundur er fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Göngum í takt Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Til að að efla stuðning og ráðgjöf við þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra hefur Krabbameinsfélagið ákveðið að helga Bleiku slaufuna 2017 Ráðgjafarþjónustu félagsins. Mikil fjölgun hefur orðið á tíðni krabbameina undanfarin ár meðal annars vegna aukins mannfjölda og hærri meðalaldurs. Sífellt fleiri læknast hins vegar vegna skilvirkari greininga og bættra meðferðarúrræða. Árið 1976 voru 2.298 Íslendingar á lífi sem höfðu fengið krabbamein. Árið 2016 voru þeir 13.983 og áætlað er að þeir verði um 18.300 árið 2026. Ljóst er að efla þarf ráðgjöf og stuðning til að mæta auknum fjölda.Stuðningi og ráðgjöf ábótavant Í nýrri könnun sem Maskína vann fyrir Krabbameinsfélagið meðal 1.500 einstaklinga á aldrinum 18-75 ára (valdir af handahófi úr Þjóðskrá) kom fram að rúmlega helmingur svarenda átti náinn ættingja sem greinst hafði með krabbamein og enn fleiri þekktu einhvern sem greinst hafði með sjúkdóminn. Þá höfðu 5% greinst sjálf með krabbamein. Almennt töldu 80% svarenda að stuðningur vegna réttindamála þeirra sem greinst höfðu með krabbamein væri ófullnægjandi, en næstum 90% þeirra sem sjálfir höfðu greinst voru þeirrar skoðunar. Alls töldu 80% að sálrænum einkennum væri ekki sinnt nægilega vel og 70% þeirra sem greinst höfðu með krabbamein voru sömu skoðunar. Stuðningur við aðstandendur á meðan á meðferð stóð var talinn ófullnægjandi af um það bil 70% þátttakenda og 60% þeirra sem höfðu greinst með krabbamein voru sömu skoðunar. Þegar svör aðstandenda krabbameinssjúklinga voru skoðuð sérstaklega kom fram að 70% töldu stuðninginn ófullnægjandi. Helmingur allra svarenda taldi stuðning við aðstandendur þeirra sem greinast með krabbamein ófullnægjandi að lokinni meðferð, en 30% þeirra sem greinst höfðu með krabbamein töldu sig ekki hafa fengið fullnægjandi stuðning að meðferð lokinni.Ráðgjafarþjónusta án endurgjalds Þrátt fyrir að umönnun og meðferð þeirra sem greinast með krabbamein sé á margan hátt til fyrirmyndar er ljóst að mikið svigrúm er til að efla þjónustuna, ekki síst varðandi réttindamál, sálrænan stuðning og stuðning við aðstandendur. Hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins er boðið upp á þjónustu hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjöf og sálfræðiþjónustu. Alla virka daga er boðið upp á viðtöl og einstaklingsráðgjöf, símaráðgjöf, slökun og fyrirlestra auk starfsemi stuðningshópa félagsins. Einnig er fjöldi námskeiða og fyrirlestra í boði sem hafa að markmiði að mæta þörfum þess breiða hóps sem til Ráðgjafarþjónustunnar leitar. Þjónustan er fólki að kostnaðarlausu. Á landsbyggðinni er hægt að sækja stuðning og ráðgjöf hjá átta þjónustuskrifstofum sem starfa í nánu samstarfi við Ráðgjafarþjónustuna auk þess sem mörg svæðafélaganna eru dyggur bakhjarl á sínu svæði. Bleika slaufan er árveknis- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins. Í ár er safnað fyrir Ráðgjafarþjónustunni í þágu þeirra sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra. Nánari upplýsingar er að finna á www.bleikaslaufan.is. Höfundur er fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Íslands.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun