"Vel yfir 80 prósent Hollendinga hafna málflutningi Wilders“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 15. mars 2017 15:00 Allt stefnir í góða þátttöku í kosningum til neðri deildar hollenska þingsins sem stendur yfir í dag. Um þriðjungur landsmanna hafði kosið skömmu eftir hádegi sem er betri þátttaka á sama tíma í kosningunum árið 2012. Biðraðir eru fyrir utan marga kjörstaði. Útgönguspár eiga að liggja fyrir klukkan níu á hollenskum tíma eða klukkan átta á Íslenskum tíma. Augu heimsins eru á Frelsisflokki Geert Wilders. Flokkurinn var lengi vel efstur í skoðanakönnunum en hefur dalað þegar nær dregur kosningum. Kosningarnar eru að mati margra mælikvarði á það hversu opnir Evrópubúar séu fyrir uppgangi þjóðernishyggju á vesturlöndum.Sjá: „Ólíklegt að „Trumpvæðing“ Evrópu hefjist íHollandi“Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir að þó að Wilders hafi verið áberandi í kosningabaráttunni muni flokkur hans ólíklega fagna fylgi í samræmi við hve áberandi hann hafi verið. „Þessi kosningabarátta í Hollandi hefur að miklu leiti hverfst utan um málflutning Geert Wilders og flokks hans, Frelsisflokksins, sem hefur snúist harkalega gegn innflytjendum í Hollandi,“ segir Eiríkur.Eiríkur Bergmann segir yfirgnæfandi meirihluta Hollendinga hafna stefnu Wilders.VÍSIR/SKJÁSKOT„En hann á nú ekkert sérstöku fylgi að fagna þó að umræðan hefur að miklu leiti snúist um þeirra mál. Skoðanakannanir benda til þess að hann fái nú kannski ekki nema um sextán prósent eða eitthvað þvíumlíkt sem þýðir að vel yfir 80 prósent Hollendinga hafna hans málflutningi og ætla sér að kjósa hefðbundari stjórnmálaflokka sem eru í öllum aðalatriðum stuðningsmenn og fylgismenn hins evrópska frjálslyndis sem Holland hefur nú verið merkisberi fyrir á umliðnum árum þannig að það er líka óþarfi að gera of mikið úr þessum sjónarmiðum [Wilders],“ segir Eiríkur. Hann segir að sigur Wilders sá þá hugsanlega ekki fólginn í fjölda þingsæta heldur þeim miklu áhrifum sem hann hefur haft á umræðuna og stefnu annarra flokka. „Þjóðernispopúlistunum hefur tekist að hrifsa til sín umræðuna og flytja umræðuna um innflytjendur og útlendinga nær sínum eigin sjónarmiðum,“ segir Eiríkur. „Þeim hefur tekist að fá aðra hefðbundna flokka í hollandi til að taka upp á sína arma hluta af þeim málflutningi þjóðernispopúlista upp á sína arma og þóttu áður óboðlegur málflutningur í siðuðu þjóðfélagi,“ segir hann. Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Allt stefnir í góða þátttöku í kosningum til neðri deildar hollenska þingsins sem stendur yfir í dag. Um þriðjungur landsmanna hafði kosið skömmu eftir hádegi sem er betri þátttaka á sama tíma í kosningunum árið 2012. Biðraðir eru fyrir utan marga kjörstaði. Útgönguspár eiga að liggja fyrir klukkan níu á hollenskum tíma eða klukkan átta á Íslenskum tíma. Augu heimsins eru á Frelsisflokki Geert Wilders. Flokkurinn var lengi vel efstur í skoðanakönnunum en hefur dalað þegar nær dregur kosningum. Kosningarnar eru að mati margra mælikvarði á það hversu opnir Evrópubúar séu fyrir uppgangi þjóðernishyggju á vesturlöndum.Sjá: „Ólíklegt að „Trumpvæðing“ Evrópu hefjist íHollandi“Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir að þó að Wilders hafi verið áberandi í kosningabaráttunni muni flokkur hans ólíklega fagna fylgi í samræmi við hve áberandi hann hafi verið. „Þessi kosningabarátta í Hollandi hefur að miklu leiti hverfst utan um málflutning Geert Wilders og flokks hans, Frelsisflokksins, sem hefur snúist harkalega gegn innflytjendum í Hollandi,“ segir Eiríkur.Eiríkur Bergmann segir yfirgnæfandi meirihluta Hollendinga hafna stefnu Wilders.VÍSIR/SKJÁSKOT„En hann á nú ekkert sérstöku fylgi að fagna þó að umræðan hefur að miklu leiti snúist um þeirra mál. Skoðanakannanir benda til þess að hann fái nú kannski ekki nema um sextán prósent eða eitthvað þvíumlíkt sem þýðir að vel yfir 80 prósent Hollendinga hafna hans málflutningi og ætla sér að kjósa hefðbundari stjórnmálaflokka sem eru í öllum aðalatriðum stuðningsmenn og fylgismenn hins evrópska frjálslyndis sem Holland hefur nú verið merkisberi fyrir á umliðnum árum þannig að það er líka óþarfi að gera of mikið úr þessum sjónarmiðum [Wilders],“ segir Eiríkur. Hann segir að sigur Wilders sá þá hugsanlega ekki fólginn í fjölda þingsæta heldur þeim miklu áhrifum sem hann hefur haft á umræðuna og stefnu annarra flokka. „Þjóðernispopúlistunum hefur tekist að hrifsa til sín umræðuna og flytja umræðuna um innflytjendur og útlendinga nær sínum eigin sjónarmiðum,“ segir Eiríkur. „Þeim hefur tekist að fá aðra hefðbundna flokka í hollandi til að taka upp á sína arma hluta af þeim málflutningi þjóðernispopúlista upp á sína arma og þóttu áður óboðlegur málflutningur í siðuðu þjóðfélagi,“ segir hann.
Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira