Flugmenn WOW í klandri eftir daður í háloftunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. mars 2017 16:15 Fjör í fluginu. Mynd/ Penelope Louis Flugmenn í flugi WOW-air frá San Francisco til Keflavíkur þann 23. febrúar eiga von á tiltali eftir að þeir skiptust á myndum við tvo farþega vélarinnar meðan á fluginu stóð. WOW segir að ekki hafi verið mikil hætta á ferðum en að hegðun flugmannanna hafi þó ekki verið til eftirbreytni. Farþegarnir, hin breska Penelope Louis og Bandaríkjamaðurinn Nicole Villagran, ákváðu að stytta sér stundir í fluginu langa með því að taka af sér sjálfsmynd á síma annarrar þeirra og deila henni áfram með svokölluðu „Airdrop“ sem reiðir sig á Bluetooth-tækni símans. Þar sem ekki er boðið upp á þráðlaust net í vélum WOW gátu einungis þeir sem einnig höfðu kveikt á Bluetooth í símum sínum nálgast myndina. Í þessu tilfelli voru það flugmenn vélarinnar sem svöruðu þeim Louise og Villagran með sjálfsmynd úr flugstjórnarklefanum.„Alltaf fjör frammí,“ skrifuðu flugmennirnir með myndinni sem reyndist upphafið á fjörugu samtali þeirra á milli sem netverjar hafa sett stórt spurningarmerki við. „Ættu flugmennirnir ekki að fylgjast með því sem þeir eru að gera?“ spyr einn við færslu Louise sem heldur úti ferðabloggsíðunni Flyaway Girl á meðan einn kaldhæðinn segir að „augljóst sé að það að fljúga vélinni sé ekkert sérstaklega mikilvægt.“ Einn óhress á Facebook bætir við: „Það veitir mér mikla öryggistilfinningu að vita til þess að áhöfnin sé að taka sjálfsmyndir í flugstjórnarklefanum. Fjandinn hafi það!“ Flestir þeirra sem bregðast við færslunni eru þó á því að lítil hætta hafi verið á ferðum og að uppátæki flugmannanna hafi verið saklaust og skemmtilegt. Þeirra á meðal er flugfélagið sjálft sem deildi færslu Louise á síðum sínum á Twitter á Facebook. WOW hefur nú hins vegar fjarlægt færslurnar.WOW air deildi færslu Nicole en hefur nú eytt deilingunni.Sjálfstýringin sá um málið Í svari við fyrirspurn Vísis segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air, að flugfélagið telji að öryggi farþega hafi ekki verið ógnað í þessu flugi. „Flugvélar nú til dags eru búnar háþróuðum sjálfstýringum (auto pilot) sem leyfa það að flugmenn þurfa ekki að halda um stýri og handfljúga langar leiðir á meðan vélin er í flughæð. Sem dæmi tala bæði ICAO og EASA um „Controlled Rest“ sem leið fyrir flugmenn (einn hvílist í einu) til að leggja sig þurfi flugmenn á því að halda. Í þessu tilfelli áttu þessi samskipti sér stað í hvíld á flugi frá San Francisco á leið til Keflavíkur.“ WOW air mæli þó ekki með því að flugmenn séu í samskiptum við farþega með „AirDrop" í gegnum farsíma eða önnur tæki á meðan á flugi stendur. Notkun raftækja svo sem Ipad í stjórnklefa er mjög algeng hjá flugfélögum að sögn Svanhvítar þar sem að flest flugfélög vilja síður nota kort og pappír eins og áður fyrr en það sparar til dæmis eldsneyti og pappír. Málið verði rannsakað nánar og rætt verður við flugstjórana. WOW Air Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Flugmenn í flugi WOW-air frá San Francisco til Keflavíkur þann 23. febrúar eiga von á tiltali eftir að þeir skiptust á myndum við tvo farþega vélarinnar meðan á fluginu stóð. WOW segir að ekki hafi verið mikil hætta á ferðum en að hegðun flugmannanna hafi þó ekki verið til eftirbreytni. Farþegarnir, hin breska Penelope Louis og Bandaríkjamaðurinn Nicole Villagran, ákváðu að stytta sér stundir í fluginu langa með því að taka af sér sjálfsmynd á síma annarrar þeirra og deila henni áfram með svokölluðu „Airdrop“ sem reiðir sig á Bluetooth-tækni símans. Þar sem ekki er boðið upp á þráðlaust net í vélum WOW gátu einungis þeir sem einnig höfðu kveikt á Bluetooth í símum sínum nálgast myndina. Í þessu tilfelli voru það flugmenn vélarinnar sem svöruðu þeim Louise og Villagran með sjálfsmynd úr flugstjórnarklefanum.„Alltaf fjör frammí,“ skrifuðu flugmennirnir með myndinni sem reyndist upphafið á fjörugu samtali þeirra á milli sem netverjar hafa sett stórt spurningarmerki við. „Ættu flugmennirnir ekki að fylgjast með því sem þeir eru að gera?“ spyr einn við færslu Louise sem heldur úti ferðabloggsíðunni Flyaway Girl á meðan einn kaldhæðinn segir að „augljóst sé að það að fljúga vélinni sé ekkert sérstaklega mikilvægt.“ Einn óhress á Facebook bætir við: „Það veitir mér mikla öryggistilfinningu að vita til þess að áhöfnin sé að taka sjálfsmyndir í flugstjórnarklefanum. Fjandinn hafi það!“ Flestir þeirra sem bregðast við færslunni eru þó á því að lítil hætta hafi verið á ferðum og að uppátæki flugmannanna hafi verið saklaust og skemmtilegt. Þeirra á meðal er flugfélagið sjálft sem deildi færslu Louise á síðum sínum á Twitter á Facebook. WOW hefur nú hins vegar fjarlægt færslurnar.WOW air deildi færslu Nicole en hefur nú eytt deilingunni.Sjálfstýringin sá um málið Í svari við fyrirspurn Vísis segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air, að flugfélagið telji að öryggi farþega hafi ekki verið ógnað í þessu flugi. „Flugvélar nú til dags eru búnar háþróuðum sjálfstýringum (auto pilot) sem leyfa það að flugmenn þurfa ekki að halda um stýri og handfljúga langar leiðir á meðan vélin er í flughæð. Sem dæmi tala bæði ICAO og EASA um „Controlled Rest“ sem leið fyrir flugmenn (einn hvílist í einu) til að leggja sig þurfi flugmenn á því að halda. Í þessu tilfelli áttu þessi samskipti sér stað í hvíld á flugi frá San Francisco á leið til Keflavíkur.“ WOW air mæli þó ekki með því að flugmenn séu í samskiptum við farþega með „AirDrop" í gegnum farsíma eða önnur tæki á meðan á flugi stendur. Notkun raftækja svo sem Ipad í stjórnklefa er mjög algeng hjá flugfélögum að sögn Svanhvítar þar sem að flest flugfélög vilja síður nota kort og pappír eins og áður fyrr en það sparar til dæmis eldsneyti og pappír. Málið verði rannsakað nánar og rætt verður við flugstjórana.
WOW Air Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira