Æfðu árásir á herstöðvar Bandaríkjanna í Japan Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2017 11:45 Kim Jong Un fylgdist með skotunum. Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu, KCNA, segir tilraunaskot fjögurra eldflauga í átt að Japan um helgina hafa verið æfingu fyrir árás á bandarískar herstöðvar í Japan. Þrjár af fjórum eldflaugum lentu í sjónum um 300 kílómetra frá ströndum Japan. Kim Jong Un, einræðisherra landsins, fylgdist með skotunum. Yfirvöld í Japan og í Bandaríkjunum hafa kallað eftir fundi öryggsiráðs Sameinuðu þjóðanna, en eldflaugaskot Norður-Kóreu eru brot á ályktunum ráðsins. Samkvæmt Sky News er reiknað með því að fundað verði á morgun. Norður-Kórea hefur á undanförnum árum unnið hörðum höndum að því að þróa kjarnorkuvopn og eldflaugar sem geta borið slík vopn um langar vegalengdir. Fjölmörgum og umfangsmiklum viðskiptaþvingunum hefur verið beitt gegn ríkinu til að hægja á tilraununum.Vísir/GraphicNewsÞrátt fyrir það virðist ríkið hafa náð árangri í vopnaáætlun sinni.Sjá einnig: Skutu fjórum eldflaugum langleiðina til Japan Í kjölfar tilraunaskotanna um helgina hafa Bandaríkin flýtt uppsetningu háþróaðs eldflaugavarnakerfis í Suður-Kóreu. Um er að ræða svokallað Thaad-kerfi en stjórnvöld Kína hafa mótmælt þeim ætlunum harðlega. Kínverjar segja varnarkerfið ná langt inn á svæði þeirra og að það muni gjörbylta jafnvægi svæðisins. Samkvæmt frétt BBC er uppsetning Thaad-kerfisins þegar hafin og vonast er til þess að vinnunni verði lokið í apríl. Ekki væri hægt að nota Thaad-kerfið til að skjóta niður eldflaugar sem skotið væri frá Kína til Bandaríkjanna, ef ríkin stæðu í hernaði. Hins vegar myndi kerfið mögulega veita Bandaríkjamönnum mikinn fyrirvara um eldflaugaskot Kínverja. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Sjá meira
Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu, KCNA, segir tilraunaskot fjögurra eldflauga í átt að Japan um helgina hafa verið æfingu fyrir árás á bandarískar herstöðvar í Japan. Þrjár af fjórum eldflaugum lentu í sjónum um 300 kílómetra frá ströndum Japan. Kim Jong Un, einræðisherra landsins, fylgdist með skotunum. Yfirvöld í Japan og í Bandaríkjunum hafa kallað eftir fundi öryggsiráðs Sameinuðu þjóðanna, en eldflaugaskot Norður-Kóreu eru brot á ályktunum ráðsins. Samkvæmt Sky News er reiknað með því að fundað verði á morgun. Norður-Kórea hefur á undanförnum árum unnið hörðum höndum að því að þróa kjarnorkuvopn og eldflaugar sem geta borið slík vopn um langar vegalengdir. Fjölmörgum og umfangsmiklum viðskiptaþvingunum hefur verið beitt gegn ríkinu til að hægja á tilraununum.Vísir/GraphicNewsÞrátt fyrir það virðist ríkið hafa náð árangri í vopnaáætlun sinni.Sjá einnig: Skutu fjórum eldflaugum langleiðina til Japan Í kjölfar tilraunaskotanna um helgina hafa Bandaríkin flýtt uppsetningu háþróaðs eldflaugavarnakerfis í Suður-Kóreu. Um er að ræða svokallað Thaad-kerfi en stjórnvöld Kína hafa mótmælt þeim ætlunum harðlega. Kínverjar segja varnarkerfið ná langt inn á svæði þeirra og að það muni gjörbylta jafnvægi svæðisins. Samkvæmt frétt BBC er uppsetning Thaad-kerfisins þegar hafin og vonast er til þess að vinnunni verði lokið í apríl. Ekki væri hægt að nota Thaad-kerfið til að skjóta niður eldflaugar sem skotið væri frá Kína til Bandaríkjanna, ef ríkin stæðu í hernaði. Hins vegar myndi kerfið mögulega veita Bandaríkjamönnum mikinn fyrirvara um eldflaugaskot Kínverja.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Sjá meira