Landgræðslustjóri fer fram á hamfarastyrki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. desember 2017 22:40 Landgræðslustjóri fer fram á það við ríkisvaldið að það greiði kornbændum hamfarastyrki vegna uppskerubrests síðustu ár. Formaður kornbænda stappar stálið í sína menn og hvetur bændur til að efla kornrækt í landinu. Boðað var til fundar með kornbændum í höfuðstöðvum Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti þar sem sérfræðingar á sviði kornræktar fóru upp í pontu og héldu fyrirlestra um stöðu kornræktar í landinu. Fram kom að kornrækt hefur dregist mikið saman síðustu ár vegna óhagstæðs veðurs. Þegar mest var 2009 var korn ræktað á fimm þúsund hekturum en á síðasta ári var ræktunin innan við þrjú þúsund hektara. Árni Bragason landgræðslustjóri skorar því á stjórnvöld að taka upp hamfarastyrki. „Það brást uppskera og þá fara menn að hugsa, það er viss áhætta og kostnaður við að koma þessu af stað, og þess vegna hugsa menn sig um tvisvar. Við ætlum að ræða meðal annarsþá möguleika hvort hægt væri að hafa einhvers konar hamfarastyrki eða eitthvað slíkt og skora á stjórnvöld að hugleiða það að taka upp eitthvað slíkt frekar heldur en að vera með einhverja fasta styrki.“ Árni segir að hamfarastyrkir myndu létta mikið undir hjá kornbændum. „Þá geta menn gert áætlanir til lengri tíma, þá geta menn fjárfest í tækjum og ef að það bregst þá uppskeran þá fara menn ekki á hausinn.“ Ólafur Eggertsson, kornbóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, er einn öflugasti ræktandi á korni og formaður Félags kornbænda. „Nú það er bara bjartsýni í mönnum að halda kornræktinni áfram og hún á eftir að sýna mikla möguleika. Við höfum hérna öll skilyrði til þess og batnandi jafnvel. Menn eru bara bjartsýnir á að það verði aukið við á næstu árum og ekki síst að menn þurfi að hugsa núna sem aldrei fyrr um meiri innlenda verðmætasköpun, að rækta kornið hér heima á Íslandi frekar en að flytja það erlendis frá með tilheyrandi kolefnisspori,“ segir Ólafur. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Landgræðslustjóri fer fram á það við ríkisvaldið að það greiði kornbændum hamfarastyrki vegna uppskerubrests síðustu ár. Formaður kornbænda stappar stálið í sína menn og hvetur bændur til að efla kornrækt í landinu. Boðað var til fundar með kornbændum í höfuðstöðvum Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti þar sem sérfræðingar á sviði kornræktar fóru upp í pontu og héldu fyrirlestra um stöðu kornræktar í landinu. Fram kom að kornrækt hefur dregist mikið saman síðustu ár vegna óhagstæðs veðurs. Þegar mest var 2009 var korn ræktað á fimm þúsund hekturum en á síðasta ári var ræktunin innan við þrjú þúsund hektara. Árni Bragason landgræðslustjóri skorar því á stjórnvöld að taka upp hamfarastyrki. „Það brást uppskera og þá fara menn að hugsa, það er viss áhætta og kostnaður við að koma þessu af stað, og þess vegna hugsa menn sig um tvisvar. Við ætlum að ræða meðal annarsþá möguleika hvort hægt væri að hafa einhvers konar hamfarastyrki eða eitthvað slíkt og skora á stjórnvöld að hugleiða það að taka upp eitthvað slíkt frekar heldur en að vera með einhverja fasta styrki.“ Árni segir að hamfarastyrkir myndu létta mikið undir hjá kornbændum. „Þá geta menn gert áætlanir til lengri tíma, þá geta menn fjárfest í tækjum og ef að það bregst þá uppskeran þá fara menn ekki á hausinn.“ Ólafur Eggertsson, kornbóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, er einn öflugasti ræktandi á korni og formaður Félags kornbænda. „Nú það er bara bjartsýni í mönnum að halda kornræktinni áfram og hún á eftir að sýna mikla möguleika. Við höfum hérna öll skilyrði til þess og batnandi jafnvel. Menn eru bara bjartsýnir á að það verði aukið við á næstu árum og ekki síst að menn þurfi að hugsa núna sem aldrei fyrr um meiri innlenda verðmætasköpun, að rækta kornið hér heima á Íslandi frekar en að flytja það erlendis frá með tilheyrandi kolefnisspori,“ segir Ólafur.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira