Erlent

Árásarmaður handtekinn fyrir utan Buckingham-höll

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Buckingham-höll er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna sem sækja London heim.
Buckingham-höll er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna sem sækja London heim. Vísir/Getty
Karlmaður var handtekinn fyrir utan Buckingham-höll í Lundunúm fyrr í kvöld eftir að hann réðist að tveimur lögreglumönnum vopnaður eggvopni. BBC greinir frá.

Lögreglumennirnir tveir slösuðust lítillega er þeir yfirbuguðu manninn. Maðurinn var handtekinn fyrir utan höllina sem er opinbert heimili Elísabetar II Englandsdrottningar.

Svæðinu þar sem árásin átti sér stað hefur verið lokað.

Fyrr í kvöld átti svipuð árás sér stað í Brussel, þar sem karlmaður réðist að tveimur hermönnum í miðborginni. Var hann skotinn af hermönnunum og særður lífshættulega.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×