Innlent

Reyndi að smygla 78 kartonum af sígarettum til landsins

Atli Ísleifsson skrifar
Verðmæti smyglvarningsins er talinn nema nærri einni milljón króna.
Verðmæti smyglvarningsins er talinn nema nærri einni milljón króna. Tollstjóri
Tollverðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar lögðu hald á 78 kartonum af sígarettum sem karlmaður á þrítugsaldri reyndi að smygla inn í landið fyrr í mánuðinum.

Í tilkynningu frá tollstjóra segir að maðurinn hafi verið að koma frá Kaunas í Litháen þegar hann var stöðvaður við hefðbundið eftirlit.

„Sé miðað við meðalútsöluverð á sígarettum í dag nemur verðmæti smyglvarningsins nærri einni milljón króna.

Fimm flugfarþegar til viðbótar hafa orðið uppvísir að því að reyna að smygla tóbaki inn í landið á undanförnum vikum en ekki í nándar nærri eins miklum mæli og fyrrgreindi einstaklingurinn,“ segir í tilkynningunni.

Tollstjóri



Fleiri fréttir

Sjá meira


×