Lífshættuleg flóð gætu fylgt fellibylnum Harvey Kjartan Kjartansson skrifar 25. ágúst 2017 10:31 Hillur matvöruverslana í Houston hafa tæmst þegar íbúar þar birgja sig upp fyrir komu Harvey. Vísir/AFP Íbúar í Texas búa sig nú undir að fellibylurinn Harvey gangi þar á land síðar í dag. Gríðarleg úrkoma er sögð fylgja fellibylnum, allt að 50 sentímetrar. Fólk hefur verið beðið um að rýma strandsvæði við Mexíkóflóa þar sem hætta er á sjávar- og skyndiflóðum. Búist er við að Harvey gangi fyrst á land nærri borginni Corpus Christi seint í dag að staðartíma. Hann verði þá fellibylur af styrknum þrír, að því er segir í frétt Washington Post. Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna segir að vöxtur Harvey síðustu sólahringana sé undraverður. Harvey var flokkaður sem hitabeltislægð fram á fimmtudagskvöld en þá hafði hann magnast upp yfir sérlega hlýjum sjó í Mexíkóflóa. Veðurfræðingar vara við að fellibylurinn og leifar hans gætu haldið kyrru yfir Texas í fjóra til sex daga. Auk úrhellis sem gæti valdið lífshættulegum flóðum verður vindstyrkur fellibylsins mikill.I don't think I have ever seen a heavier rain forecast from @NWSWPC in my life- the size of the 20+ inches of rain area is staggering pic.twitter.com/QonAlflQkz— Eric Blake (@EricBlake12) August 25, 2017 Joe McComb, borgarstjóri Corpus Christi, hvatti íbúa þar til að taka viðvaranir alvarlega og að yfirgefa láglend svæði, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Um 360.000 manns búa í og við borgina en þar eru mörg láglend svæði og sandrifseyjar. Borgaryfirvöld ákváðu hins vegar ekki að skylda íbúa ekki til að rýma svæðið heldur hvöttu þau fólk aðeins til að koma sér burt sjálfviljugt. „Ég vona að fólk hlusti á veðurfræðinga þegar þeir vara við skyndiflóðum. Skyndiflóð geta borið hratt að og þau geta verið banvæn,“ segir McComb. Harvey er stærsti fellibylur sem gengur á land í Bandaríkjunum í tólf ár. Mannskaði varð þegar fellibylurinn Wilma gekk á land í Flórída í október árið 2005.Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá fellibylinn Harvey úr myndavél um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni á braut um jörðu. Tengdar fréttir Vaxandi hitabeltislægð stefnir á strendur Texas Lægðin gæti breyst í fyrsta stóra fellibylinn sem gengur á land í Bandaríkjunum í tólf ár. 24. ágúst 2017 16:20 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Íbúar í Texas búa sig nú undir að fellibylurinn Harvey gangi þar á land síðar í dag. Gríðarleg úrkoma er sögð fylgja fellibylnum, allt að 50 sentímetrar. Fólk hefur verið beðið um að rýma strandsvæði við Mexíkóflóa þar sem hætta er á sjávar- og skyndiflóðum. Búist er við að Harvey gangi fyrst á land nærri borginni Corpus Christi seint í dag að staðartíma. Hann verði þá fellibylur af styrknum þrír, að því er segir í frétt Washington Post. Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna segir að vöxtur Harvey síðustu sólahringana sé undraverður. Harvey var flokkaður sem hitabeltislægð fram á fimmtudagskvöld en þá hafði hann magnast upp yfir sérlega hlýjum sjó í Mexíkóflóa. Veðurfræðingar vara við að fellibylurinn og leifar hans gætu haldið kyrru yfir Texas í fjóra til sex daga. Auk úrhellis sem gæti valdið lífshættulegum flóðum verður vindstyrkur fellibylsins mikill.I don't think I have ever seen a heavier rain forecast from @NWSWPC in my life- the size of the 20+ inches of rain area is staggering pic.twitter.com/QonAlflQkz— Eric Blake (@EricBlake12) August 25, 2017 Joe McComb, borgarstjóri Corpus Christi, hvatti íbúa þar til að taka viðvaranir alvarlega og að yfirgefa láglend svæði, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Um 360.000 manns búa í og við borgina en þar eru mörg láglend svæði og sandrifseyjar. Borgaryfirvöld ákváðu hins vegar ekki að skylda íbúa ekki til að rýma svæðið heldur hvöttu þau fólk aðeins til að koma sér burt sjálfviljugt. „Ég vona að fólk hlusti á veðurfræðinga þegar þeir vara við skyndiflóðum. Skyndiflóð geta borið hratt að og þau geta verið banvæn,“ segir McComb. Harvey er stærsti fellibylur sem gengur á land í Bandaríkjunum í tólf ár. Mannskaði varð þegar fellibylurinn Wilma gekk á land í Flórída í október árið 2005.Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá fellibylinn Harvey úr myndavél um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni á braut um jörðu.
Tengdar fréttir Vaxandi hitabeltislægð stefnir á strendur Texas Lægðin gæti breyst í fyrsta stóra fellibylinn sem gengur á land í Bandaríkjunum í tólf ár. 24. ágúst 2017 16:20 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Vaxandi hitabeltislægð stefnir á strendur Texas Lægðin gæti breyst í fyrsta stóra fellibylinn sem gengur á land í Bandaríkjunum í tólf ár. 24. ágúst 2017 16:20