Fjármálaráðuneytið telur að Þingvallagrunnurinn sé of dýr Garðar Örn Úlfarsson skrifar 25. ágúst 2017 06:00 Steypti grunnurinn sem kom í stað eldri sumarbústaðar við Þingvallavatn. Hjónin Bogi Pálsson og Sólveig Dóra Magnúsdóttir fengu 70 milljóna króna kauptilboð frá Gísla Haukssyni í GAMMA. vísir/garðar Fyrirhuguð kaup ríkisins á umtöluðum húsgrunni í þjóðgarðinum á Þingvöllum virðast úr sögunni miðað við afstöðu fjármálaráðuneytisins sem nefnir verðið sem ásteytingarstein í málinu. „Ráðuneytið hefur farið yfir forsögu málsins og telur ekki að fullnægjandi forsendur séu til staðar til að hefja viðræður um kaup á umræddum lóðarréttindum og húsgrunni miðað við það verð sem lagt hefur verið til grundvallar í máli þessu,“ segir fjármálaráðuneytið í svari til umhverfisráðuneytisins 9. maí síðastliðinn.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvöðrur.vísir/gvaUmhverfisráðuneytið, sem tók við málefnum Þingvallaþjóðgarðs af forsætisráðuneytinu við síðustu ríkisstjórnarskipti, sendi í lok mars fjármálaráðuneytinu bréf þar sem óskað var eftir að hafnar yrðu viðræður um kaup á húsgrunninum Valhallarstíg 7. Grunnurinn var steyptur upp skömmu fyrir hrun. Í fyrra var hann auglýstur til sölu og barst 70 milljóna króna tilboð sem Þingvallanefnd ákvað eftir nokkrar sviptingar að gengið yrði inn í með því að neyta forkaupsréttar. Lóðin, sem er leigulóð í eigu ríkisins, var sögð geta opnað fólki aðgang að vatninu og að til dæmis mætti nýta grunninn sem nestispall. Óljóst er hvort þessi afstaða fjármálaráðuneytisins þýðir að kaup ríkisins séu algerlega úr sögunni og hvað verður um húsgrunninn þar sem svör þar um fengust hvorki frá ráðuneytinu né þjóðgarðsverði í gær. Sömuleiðis fengust ekki nánari skýringar á því hvernig fjármálaráðuneytið komst að niðurstöðu. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi umhverfisráðuneytis, segir ráðuneytið ekki hafa aðhafst frekar í málinu. Þingvallanefnd hafi fengið afrit af bréfi fjármálaráðuneytisins og ekki hafi borist bréf frá nefndinni til umhverfisráðuneytisins vegna málsins. Þegar Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður var spurður að því fyrir hálfum mánuði hvernig hefði farið með forkaupsréttinn sem Þingvallanefnd vildi nýta á Valhallarstíg 7 svaraði hann því hins vegar til að hann vissi ekki um stöðu málsins. „Ég veit ekki hvar málefni varðandi Valhallarstíg nr. 7 stendur. Þingvallanefnd hefur lagt fram sín sjónarmið sem þú þekkir og málið fór til ráðuneyta,“ sagði þjóðgarðsvörður í skriflegu svari. Daginn eftir voru honum sendar nýjar spurningar frá Fréttablaðinu. „Er ekki verið að skoða ofan í kjölinn hvort lögum og reglum hafi verið fylgt við framkvæmdir á Valhallarstíg 7 eins og fram hefur komið að áhöld séu um?“ var Ólafur Örn meðal annars spurður. Með spurningunni er vísað til þess að í október 2016 lýsti þjóðgarðsvörður því í bréfi til forsætisráðuneytisins, sem Þingvallaþjóðgarður heyrði þá undir, að Þingvallanefnd teldi „að þar sem sumarhúsin voru rifin og steyptur var í stað þeirra grunnur á stöplum ásamt kjallara séu hugsanlega í reynd brostnar forsendur fyrir því að endurbygging sumarhúsanna teljist til þeirra lagfæringa eða breytinga sem þegar var búið að samþykkja.“ Enn hafa ekki borist svör frá þjóðgarðsverði varðandi þessa síðari spurningu. „Verði mannvirki byggt á grunninum er ljóst að það verður stærsta mannvirki innan þjóðgarðsins í eigu einstaklinga,“ sagði hann hins vegar í fyrrgreindu bréfi til forsætisráðuneytisins. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ríkið greiddi 19 milljónir fyrir ónýtt hús á eigin Þingvallalóð Þingvallanefnd keypti ónýtt sumarhús við Þingvallavatn af þrotabúi fyrir rúmar 19 milljónir króna. Lóðin er í eigu ríkisins sjálfs sem framlengdi lóðarleigusamning til tíu ára rétt fyrir viðskiptin. 9. ágúst 2017 06:00 Ríkið vann dómsmál um kauprétt að bústað í þjóðgarðinum á Þingvöllum Maður sem átti samþykkt tilboð í sumarhús á Valhallarstíg tapaði dómsmáli er hann höfðaði eftir að ríkið gekk inn í kaupin. Húsið var talið ónýtt og þjóðgarðsvörður lét rífa það áður en dómur féll. Óljóst er með 14. ágúst 2017 09:15 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Fyrirhuguð kaup ríkisins á umtöluðum húsgrunni í þjóðgarðinum á Þingvöllum virðast úr sögunni miðað við afstöðu fjármálaráðuneytisins sem nefnir verðið sem ásteytingarstein í málinu. „Ráðuneytið hefur farið yfir forsögu málsins og telur ekki að fullnægjandi forsendur séu til staðar til að hefja viðræður um kaup á umræddum lóðarréttindum og húsgrunni miðað við það verð sem lagt hefur verið til grundvallar í máli þessu,“ segir fjármálaráðuneytið í svari til umhverfisráðuneytisins 9. maí síðastliðinn.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvöðrur.vísir/gvaUmhverfisráðuneytið, sem tók við málefnum Þingvallaþjóðgarðs af forsætisráðuneytinu við síðustu ríkisstjórnarskipti, sendi í lok mars fjármálaráðuneytinu bréf þar sem óskað var eftir að hafnar yrðu viðræður um kaup á húsgrunninum Valhallarstíg 7. Grunnurinn var steyptur upp skömmu fyrir hrun. Í fyrra var hann auglýstur til sölu og barst 70 milljóna króna tilboð sem Þingvallanefnd ákvað eftir nokkrar sviptingar að gengið yrði inn í með því að neyta forkaupsréttar. Lóðin, sem er leigulóð í eigu ríkisins, var sögð geta opnað fólki aðgang að vatninu og að til dæmis mætti nýta grunninn sem nestispall. Óljóst er hvort þessi afstaða fjármálaráðuneytisins þýðir að kaup ríkisins séu algerlega úr sögunni og hvað verður um húsgrunninn þar sem svör þar um fengust hvorki frá ráðuneytinu né þjóðgarðsverði í gær. Sömuleiðis fengust ekki nánari skýringar á því hvernig fjármálaráðuneytið komst að niðurstöðu. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi umhverfisráðuneytis, segir ráðuneytið ekki hafa aðhafst frekar í málinu. Þingvallanefnd hafi fengið afrit af bréfi fjármálaráðuneytisins og ekki hafi borist bréf frá nefndinni til umhverfisráðuneytisins vegna málsins. Þegar Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður var spurður að því fyrir hálfum mánuði hvernig hefði farið með forkaupsréttinn sem Þingvallanefnd vildi nýta á Valhallarstíg 7 svaraði hann því hins vegar til að hann vissi ekki um stöðu málsins. „Ég veit ekki hvar málefni varðandi Valhallarstíg nr. 7 stendur. Þingvallanefnd hefur lagt fram sín sjónarmið sem þú þekkir og málið fór til ráðuneyta,“ sagði þjóðgarðsvörður í skriflegu svari. Daginn eftir voru honum sendar nýjar spurningar frá Fréttablaðinu. „Er ekki verið að skoða ofan í kjölinn hvort lögum og reglum hafi verið fylgt við framkvæmdir á Valhallarstíg 7 eins og fram hefur komið að áhöld séu um?“ var Ólafur Örn meðal annars spurður. Með spurningunni er vísað til þess að í október 2016 lýsti þjóðgarðsvörður því í bréfi til forsætisráðuneytisins, sem Þingvallaþjóðgarður heyrði þá undir, að Þingvallanefnd teldi „að þar sem sumarhúsin voru rifin og steyptur var í stað þeirra grunnur á stöplum ásamt kjallara séu hugsanlega í reynd brostnar forsendur fyrir því að endurbygging sumarhúsanna teljist til þeirra lagfæringa eða breytinga sem þegar var búið að samþykkja.“ Enn hafa ekki borist svör frá þjóðgarðsverði varðandi þessa síðari spurningu. „Verði mannvirki byggt á grunninum er ljóst að það verður stærsta mannvirki innan þjóðgarðsins í eigu einstaklinga,“ sagði hann hins vegar í fyrrgreindu bréfi til forsætisráðuneytisins.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ríkið greiddi 19 milljónir fyrir ónýtt hús á eigin Þingvallalóð Þingvallanefnd keypti ónýtt sumarhús við Þingvallavatn af þrotabúi fyrir rúmar 19 milljónir króna. Lóðin er í eigu ríkisins sjálfs sem framlengdi lóðarleigusamning til tíu ára rétt fyrir viðskiptin. 9. ágúst 2017 06:00 Ríkið vann dómsmál um kauprétt að bústað í þjóðgarðinum á Þingvöllum Maður sem átti samþykkt tilboð í sumarhús á Valhallarstíg tapaði dómsmáli er hann höfðaði eftir að ríkið gekk inn í kaupin. Húsið var talið ónýtt og þjóðgarðsvörður lét rífa það áður en dómur féll. Óljóst er með 14. ágúst 2017 09:15 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Ríkið greiddi 19 milljónir fyrir ónýtt hús á eigin Þingvallalóð Þingvallanefnd keypti ónýtt sumarhús við Þingvallavatn af þrotabúi fyrir rúmar 19 milljónir króna. Lóðin er í eigu ríkisins sjálfs sem framlengdi lóðarleigusamning til tíu ára rétt fyrir viðskiptin. 9. ágúst 2017 06:00
Ríkið vann dómsmál um kauprétt að bústað í þjóðgarðinum á Þingvöllum Maður sem átti samþykkt tilboð í sumarhús á Valhallarstíg tapaði dómsmáli er hann höfðaði eftir að ríkið gekk inn í kaupin. Húsið var talið ónýtt og þjóðgarðsvörður lét rífa það áður en dómur féll. Óljóst er með 14. ágúst 2017 09:15