Öll börn í umferðinni eru okkar börn Hildur Guðjónsdóttir skrifar 25. ágúst 2017 07:00 Umferðarfræðsla er órjúfanlegur þáttur í skólastarfi og uppeldi barna. Leik- og grunnskólar landsins sinna þessum þætti vel og starfrækir Samgöngustofa umferðarskóla fyrir elstu leikskólabörnin á hverju vori þar sem kennarar fræða börnin um umferðina og umferðartengda hegðun. Hlutverk foreldra í umferðarfræðslu og forvörnum er mikilvægt því þar er mótunin sterkust. Nú þegar skólar eru að hefjast viljum við benda foreldrum á að kynna vel fyrir barninu hvaða leið er best í skólann. Stysta leiðin er ekki alltaf sú öruggasta og mikilvægt að börnin geri sér grein fyrir hvers eðlis umferðin er svo að þau geti ferðast um á öruggan hátt. Þegar börnum er ekið í skólann eykst umferð í kringum skólasvæði. Nauðsynlegt er að gæta vel að því að barni sé alltaf hleypt út úr bílnum þeim megin sem gangstéttin er, aldrei út á akbraut. Öll börn eiga að vera í bílbelti og börn undir 135 cm á hæð eiga að vera í bílstól. Á heimasíðu Samgöngustofu er að finna ýmsa fræðslu varðandi öryggi barna í umferðinni. Hér eru tíu örugg ráð sem gott er að hafa í huga:1. Æfum leiðina í og úr skóla með barninu.2. Veljum öruggustu leiðina í skólann – það þarf ekki endilega að vera sú stysta.3. Leggjum tímanlega af stað.4. Setjum einfaldar og fáar reglur sem barnið á að fara eftir.5. Kennum barninu að fara yfir götu, með og án gönguljósa.6. Verum sýnileg, notum endurskinsmerki.7. Notum hjólreiðahjálm, bæði börn og fullorðnir.8. Notum viðeigandi öryggisbúnað í bifreið, bæði börn og fullorðnir.9. Tökum tillit til annarra vegfarenda, sérstaklega í nánd við skóla.10. Förum eftir leiðbeiningum skólans um umferð á skólasvæðinu Fullorðnir eru fyrirmyndir barna og þau læra meira af því sem fullorðnir gera en því sem þeir segja. Höfundur er sérfræðingur í öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Umferðarfræðsla er órjúfanlegur þáttur í skólastarfi og uppeldi barna. Leik- og grunnskólar landsins sinna þessum þætti vel og starfrækir Samgöngustofa umferðarskóla fyrir elstu leikskólabörnin á hverju vori þar sem kennarar fræða börnin um umferðina og umferðartengda hegðun. Hlutverk foreldra í umferðarfræðslu og forvörnum er mikilvægt því þar er mótunin sterkust. Nú þegar skólar eru að hefjast viljum við benda foreldrum á að kynna vel fyrir barninu hvaða leið er best í skólann. Stysta leiðin er ekki alltaf sú öruggasta og mikilvægt að börnin geri sér grein fyrir hvers eðlis umferðin er svo að þau geti ferðast um á öruggan hátt. Þegar börnum er ekið í skólann eykst umferð í kringum skólasvæði. Nauðsynlegt er að gæta vel að því að barni sé alltaf hleypt út úr bílnum þeim megin sem gangstéttin er, aldrei út á akbraut. Öll börn eiga að vera í bílbelti og börn undir 135 cm á hæð eiga að vera í bílstól. Á heimasíðu Samgöngustofu er að finna ýmsa fræðslu varðandi öryggi barna í umferðinni. Hér eru tíu örugg ráð sem gott er að hafa í huga:1. Æfum leiðina í og úr skóla með barninu.2. Veljum öruggustu leiðina í skólann – það þarf ekki endilega að vera sú stysta.3. Leggjum tímanlega af stað.4. Setjum einfaldar og fáar reglur sem barnið á að fara eftir.5. Kennum barninu að fara yfir götu, með og án gönguljósa.6. Verum sýnileg, notum endurskinsmerki.7. Notum hjólreiðahjálm, bæði börn og fullorðnir.8. Notum viðeigandi öryggisbúnað í bifreið, bæði börn og fullorðnir.9. Tökum tillit til annarra vegfarenda, sérstaklega í nánd við skóla.10. Förum eftir leiðbeiningum skólans um umferð á skólasvæðinu Fullorðnir eru fyrirmyndir barna og þau læra meira af því sem fullorðnir gera en því sem þeir segja. Höfundur er sérfræðingur í öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar