Öll börn í umferðinni eru okkar börn Hildur Guðjónsdóttir skrifar 25. ágúst 2017 07:00 Umferðarfræðsla er órjúfanlegur þáttur í skólastarfi og uppeldi barna. Leik- og grunnskólar landsins sinna þessum þætti vel og starfrækir Samgöngustofa umferðarskóla fyrir elstu leikskólabörnin á hverju vori þar sem kennarar fræða börnin um umferðina og umferðartengda hegðun. Hlutverk foreldra í umferðarfræðslu og forvörnum er mikilvægt því þar er mótunin sterkust. Nú þegar skólar eru að hefjast viljum við benda foreldrum á að kynna vel fyrir barninu hvaða leið er best í skólann. Stysta leiðin er ekki alltaf sú öruggasta og mikilvægt að börnin geri sér grein fyrir hvers eðlis umferðin er svo að þau geti ferðast um á öruggan hátt. Þegar börnum er ekið í skólann eykst umferð í kringum skólasvæði. Nauðsynlegt er að gæta vel að því að barni sé alltaf hleypt út úr bílnum þeim megin sem gangstéttin er, aldrei út á akbraut. Öll börn eiga að vera í bílbelti og börn undir 135 cm á hæð eiga að vera í bílstól. Á heimasíðu Samgöngustofu er að finna ýmsa fræðslu varðandi öryggi barna í umferðinni. Hér eru tíu örugg ráð sem gott er að hafa í huga:1. Æfum leiðina í og úr skóla með barninu.2. Veljum öruggustu leiðina í skólann – það þarf ekki endilega að vera sú stysta.3. Leggjum tímanlega af stað.4. Setjum einfaldar og fáar reglur sem barnið á að fara eftir.5. Kennum barninu að fara yfir götu, með og án gönguljósa.6. Verum sýnileg, notum endurskinsmerki.7. Notum hjólreiðahjálm, bæði börn og fullorðnir.8. Notum viðeigandi öryggisbúnað í bifreið, bæði börn og fullorðnir.9. Tökum tillit til annarra vegfarenda, sérstaklega í nánd við skóla.10. Förum eftir leiðbeiningum skólans um umferð á skólasvæðinu Fullorðnir eru fyrirmyndir barna og þau læra meira af því sem fullorðnir gera en því sem þeir segja. Höfundur er sérfræðingur í öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Umferðarfræðsla er órjúfanlegur þáttur í skólastarfi og uppeldi barna. Leik- og grunnskólar landsins sinna þessum þætti vel og starfrækir Samgöngustofa umferðarskóla fyrir elstu leikskólabörnin á hverju vori þar sem kennarar fræða börnin um umferðina og umferðartengda hegðun. Hlutverk foreldra í umferðarfræðslu og forvörnum er mikilvægt því þar er mótunin sterkust. Nú þegar skólar eru að hefjast viljum við benda foreldrum á að kynna vel fyrir barninu hvaða leið er best í skólann. Stysta leiðin er ekki alltaf sú öruggasta og mikilvægt að börnin geri sér grein fyrir hvers eðlis umferðin er svo að þau geti ferðast um á öruggan hátt. Þegar börnum er ekið í skólann eykst umferð í kringum skólasvæði. Nauðsynlegt er að gæta vel að því að barni sé alltaf hleypt út úr bílnum þeim megin sem gangstéttin er, aldrei út á akbraut. Öll börn eiga að vera í bílbelti og börn undir 135 cm á hæð eiga að vera í bílstól. Á heimasíðu Samgöngustofu er að finna ýmsa fræðslu varðandi öryggi barna í umferðinni. Hér eru tíu örugg ráð sem gott er að hafa í huga:1. Æfum leiðina í og úr skóla með barninu.2. Veljum öruggustu leiðina í skólann – það þarf ekki endilega að vera sú stysta.3. Leggjum tímanlega af stað.4. Setjum einfaldar og fáar reglur sem barnið á að fara eftir.5. Kennum barninu að fara yfir götu, með og án gönguljósa.6. Verum sýnileg, notum endurskinsmerki.7. Notum hjólreiðahjálm, bæði börn og fullorðnir.8. Notum viðeigandi öryggisbúnað í bifreið, bæði börn og fullorðnir.9. Tökum tillit til annarra vegfarenda, sérstaklega í nánd við skóla.10. Förum eftir leiðbeiningum skólans um umferð á skólasvæðinu Fullorðnir eru fyrirmyndir barna og þau læra meira af því sem fullorðnir gera en því sem þeir segja. Höfundur er sérfræðingur í öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar