Jón Ásgeir opnar nýjan vef þar sem hann bregst við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu Birgir Olgeirsson skrifar 18. maí 2017 13:31 Jón Ásgeir Jóhannesson í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/GVA „Ég velti fyrir mér hvernig stjórnvöld ætla að bregðast við þessum dómi,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson í yfirlýsingu, sem hann birtir á nýjum vef sínum, vegna dóms Mannréttindadómstóls Evópu sem komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn honum og Tryggva Jónssyni fyrir íslenskum dómstólum. Um var að ræða málaferli tengdum skattalagabrotum í rekstri Baugs og fjárfestingafélags Gaums. Þeir Jón Ásgeir og Tryggvi hlutu ásamt Kristínu Jóhannesdóttur skilorðsbundinn dóm árið 2013 fyrir skattalagabrot, en þeir kærðu dóminn til Mannréttindadómstólsins þar sem þeir sögðu málið brjóta gegn meginreglunni um bann við endurtekinni málsmeðferð. Áður höfðu þeir verið dæmdir til greiðslu sektar fyrir sömu brot. Á vef sínum veltir Jón Ásgeir fyrir sér hver ætli að axla ábyrgð á síendurteknum mannréttindabrotum íslenskra yfirvalda. „Ég hef ekki kynnt mér efni dómsins til hlítar en þetta eru virkilega góðar fréttir. Niðurstaðan kemur mér ekki á óvart enda er hún í samræmi við fyrri dóma mannréttindadómstólsins sem kveðnir hafa verið upp allt frá árinu 2009. Mér finnst umhugsunarefni að hér á landi var engu breytt í refsimeðferð skattamála þótt mál mitt hefði verið tekið til efnismeðferðar hjá mannréttindadómstólnum og fyrir lægju fordæmi um að íslenska kerfið stæðist ekki. Ríkin í kringum okkur brugðust allt öðru vísi við og reyndi að aðlaga sína framkvæmd niðurstöðum mannréttindadómstólsins. Ég hef barist gegn hinum ýmsu öngum stjórnvalda í réttarsölum landsins undanfarin fimmtán ár og haft það oftar en ekki á tilfinningunni að pottur væri brotin í íslensku réttarkerfi. Niðurstaðan staðfestir þennan grun minn og staðfestir líka sem betur fer að íslenska réttarkerfið er ekki, eitt réttarkerfa í Evrópu, undanþegið Mannréttindasáttamála Evrópu,“ segir Jón. Hann spyr hvort fyrrverandi eða núverandi ráðherrar og stjórnmálamenn, héraðsdómarar eða hæstaréttardómarar, fyrrverandi og núverandi, muni sæta ábyrgð. „Ef enginn ber ábyrgð á rangindunum er ég hræddur um að ekkert breytist. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenska ríkið er dæmt fyrir brot á mannréttindum fólks að mati Mannréttindadómsstólsins. Og ef enginn axlar ábyrgð þá verður þetta ekki í síðasta skiptið. Nú tekur við hjá mér að skoða dóminn frá öllum hliðum áður en næstu skref í málinu verða ákveðin.“ Tengdar fréttir Íslenska ríkið braut gegn Jóni Ásgeiri og Tryggva Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt í máli þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar sem sneri að málarekstri fyrir íslenskum dómstólum tengdum skattalagabrotum í rekstri Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. 18. maí 2017 08:47 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
„Ég velti fyrir mér hvernig stjórnvöld ætla að bregðast við þessum dómi,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson í yfirlýsingu, sem hann birtir á nýjum vef sínum, vegna dóms Mannréttindadómstóls Evópu sem komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn honum og Tryggva Jónssyni fyrir íslenskum dómstólum. Um var að ræða málaferli tengdum skattalagabrotum í rekstri Baugs og fjárfestingafélags Gaums. Þeir Jón Ásgeir og Tryggvi hlutu ásamt Kristínu Jóhannesdóttur skilorðsbundinn dóm árið 2013 fyrir skattalagabrot, en þeir kærðu dóminn til Mannréttindadómstólsins þar sem þeir sögðu málið brjóta gegn meginreglunni um bann við endurtekinni málsmeðferð. Áður höfðu þeir verið dæmdir til greiðslu sektar fyrir sömu brot. Á vef sínum veltir Jón Ásgeir fyrir sér hver ætli að axla ábyrgð á síendurteknum mannréttindabrotum íslenskra yfirvalda. „Ég hef ekki kynnt mér efni dómsins til hlítar en þetta eru virkilega góðar fréttir. Niðurstaðan kemur mér ekki á óvart enda er hún í samræmi við fyrri dóma mannréttindadómstólsins sem kveðnir hafa verið upp allt frá árinu 2009. Mér finnst umhugsunarefni að hér á landi var engu breytt í refsimeðferð skattamála þótt mál mitt hefði verið tekið til efnismeðferðar hjá mannréttindadómstólnum og fyrir lægju fordæmi um að íslenska kerfið stæðist ekki. Ríkin í kringum okkur brugðust allt öðru vísi við og reyndi að aðlaga sína framkvæmd niðurstöðum mannréttindadómstólsins. Ég hef barist gegn hinum ýmsu öngum stjórnvalda í réttarsölum landsins undanfarin fimmtán ár og haft það oftar en ekki á tilfinningunni að pottur væri brotin í íslensku réttarkerfi. Niðurstaðan staðfestir þennan grun minn og staðfestir líka sem betur fer að íslenska réttarkerfið er ekki, eitt réttarkerfa í Evrópu, undanþegið Mannréttindasáttamála Evrópu,“ segir Jón. Hann spyr hvort fyrrverandi eða núverandi ráðherrar og stjórnmálamenn, héraðsdómarar eða hæstaréttardómarar, fyrrverandi og núverandi, muni sæta ábyrgð. „Ef enginn ber ábyrgð á rangindunum er ég hræddur um að ekkert breytist. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenska ríkið er dæmt fyrir brot á mannréttindum fólks að mati Mannréttindadómsstólsins. Og ef enginn axlar ábyrgð þá verður þetta ekki í síðasta skiptið. Nú tekur við hjá mér að skoða dóminn frá öllum hliðum áður en næstu skref í málinu verða ákveðin.“
Tengdar fréttir Íslenska ríkið braut gegn Jóni Ásgeiri og Tryggva Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt í máli þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar sem sneri að málarekstri fyrir íslenskum dómstólum tengdum skattalagabrotum í rekstri Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. 18. maí 2017 08:47 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Íslenska ríkið braut gegn Jóni Ásgeiri og Tryggva Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt í máli þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar sem sneri að málarekstri fyrir íslenskum dómstólum tengdum skattalagabrotum í rekstri Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. 18. maí 2017 08:47