Viktor Bjarki Arnarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við HK. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.
Viktor Bjarki kemur til HK frá Víkingi R. Hann kemur með mikla reynslu inn í ungt og efnilegt lið HK auk þess sem hann verður hluti af þjálfarateymi meistaraflokks undir stjórn Brynjars Björns Gunnarssonar.
Viktor Bjarki spilaði 13 leiki fyrir Víking í Pepsi-deild karla á síðasta tímabili. Hann hefur alls leikið 210 leiki í efstu deild og skorað 26 mörk.
Hinn 34 ára gamli Viktor Bjarki, sem var valinn leikmaður ársins í efstu deild árið 2006, hefur leikið með Víkingi, Fylki, KR og Fram hér á landi. Þá lék hann bæði í Noregi og Hollandi á sínum tíma.
HK endaði í 4. sæti Inkasso-deildarinnar á síðasta tímabili. Í síðasta mánuði hætti Jóhannes Karl Guðjónsson sem þjálfari HK og tók við ÍA. Við starfi hans hjá Kópavogsliðinu tók áðurnefndur Brynjar Björn.
Viktor Bjarki til HK
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn


FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn



Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna
Enski boltinn

Valur tímabundið á toppinn
Handbolti


Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn