Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jakob Bjarnar skrifar 2. nóvember 2017 12:37 Ekki vantar alvarlegar ásakanir á hendur nafngreindum dómurum í nýja bók Jóns Steinars. Hvort rökstuddri gagnrýni hans verður eftir sem áður mætt með þegjandi þögninni úr þeim ranni á eftir að koma í ljós. visir/ernir Í dag kom út bókin „Með lognið í fangið – um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ eftir lögmanninn Jón Steinar Gunnlaugsson. Bókin er hrollvekja. Eða ætti í það minnsta að vera það fyrir alla sem telja einhvers um vert að búa í réttarríki. Jón Steinar verður að teljast vita um hvað hann er að tala. Hann starfaði í átta ár sem dómari við Hæstarétt. Hann setur fram alvarlegar ásakanir á hendur dómurum við réttinn; að þeir fari á skjön við lög og rétt í dómum sínum. Jón Steinar sakar þá um klíkuskap, að láta persónulega óvild stjórna niðurstöðum sínum, persónulega hefnd og að láta sig augljóst vanhæfi litlu skipta. Hann nefnir nöfn til dæmis, að þeir Viðar Már Matthíasson og Eiríkur Tómasson hafi dæmt í málum sem snéru að Landsbankanum en þeir áttu hlutafé í honum sem þeir töpuðu við fall bankans. (Bls. 123).Dómarnir sem til dæmis féllu yfir Sigurjóni Árnasyni fyrrverandi bankastjóra og Elínu Sigfúsdóttur, framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans segir Jón Steinar vera ekkert minna en „meiriháttar áfall fyrir alla sem vilja að meginreglum réttarríkisins sé beitt í íslenskri dómsýslu.“ (Bls. 124). Allt þetta og gott betur rekur Jón Steinar fram og til baka, rökstyður og nefnir dæmi máli sínu til stuðnings. Rauði þráður í gagnrýni hans er sú að dómarar stundi hreinlega lýðskrum með dómum sínum, að þeir dæmi ekki samkvæmt lögum heldur fari eftir því hvernig þeir haldi að vindarnir blási – og eftir því hver á í hlut. Að þeir hafi látið refsigleði almennings hvetja sig til „dáða“.Misskilin vinsældakeppni dómara við HæstaréttSlíkar aðfarir ganga augljóslega í berhögg við þá grundvallarhugmynd að gyðja réttlætisins sé blind. Í raun skelfileg tilhugsun. Hann hamrar á þessu atriði og við grípum niður í bókina.Jón Steinar hamrar á því að dómarar stundi lýðskrum, þeir telji það hlutverk sitt að sefa reiði almennings, stundum með ranglátum dómum sem ganga í berhögg við lög.visir/ernir„Það er ekki hlutverk dómstóla að reyna að geðjast almenningi með því að kveða upp dóma sem „falla í kramið“. Dómsýsla er grafalvarlegt mál. Þar mega engin sjónarmið ráða önnur en sjónarmið laganna. Dómarar verða að hafa kjark til að kveða upp „óvinsæla“ dóma. Þeir mega ekki gerast þátttakendur í vinsældakapphlaupi daganna. Dómararnir eru æviskipaðir. Þeir leita ekki eftir endurnýjuðu umboði með því að bera verk sín undir almenning eða stjórnvaldshafa með reglulegu millibili. Ástæðan fyrir þessari réttarstöðu dómaranna er einfaldlega sú, að þeir eiga bara að dæma eftir lögunum. Það á ekki að vera hægt að koma þeim úr embættum sínum fyrir þá sök að dómar þeirra séu ekki til vinsælda fallnir. Stundum getur verið að svo standi á um dómana. Slíku má engu breyta. Skylda dómara er hin sama og áður.“ (Bls. 58-59).Dómstólar í að sefa reiði með ranglátum dómumJón Steinar rekur ýmis dæmi sem hann segir sýna þetta og sanna og finnur þessa sjónarmiðs stað með beinum hætti, til dæmis í athugasemdum með frumvarpi í lögum um sérstakan saksóknara þar sem talað er um að aðgerðir séu réttlættar með „því að umrædd skipan mála væri til þess fallin að „sefa reiði, efla réttlætiskennd og auka trú borgaranna á réttarríkið“. Þetta er frekar hrollvekjandi,“ skrifar Jón Steinar. (Bls. 110). Hann finnur þessa viðhorfs einnig stað í orðum Símonar Sigvaldasonar héraðsdómara og formanni dómstólaráðs sem sagði í viðtali að eðlilegt sé að dómarar „endurspegli samfélagsvitundina“. (Bls. 57-58). Jón Steinar er grimmur, hann segir einsýnt að framið hafi verið réttarmorð á Baldri Guðlaugssyni fyrrverandi ráðuneytisstjóra sem dæmdur var fyrir innherjasvik og fangelsisvistar í kjölfarið. Hann fer í saumana á því máli og í seinni hluta bókarinnar snýr hann sér að hrunmálunum og telur að brotið hafi verið gróflega á réttindum þeirra bankamanna sem dæmdir voru og þeir ranglega dæmdir.Storkar Markúsi og félögumÞetta eru risastórar spurningar sem Jón Steinar fæst við. Og hann krefst svara, hann krefst viðbragða. Ýmislegt sem hann dregur saman í eina samhangandi frásögn í „Með lognið í fangið“ hefur hann sett fram áður en nú herðir hann skrúfurnar. Nánast eins og hann sé að storka þeim sem hann hefur beint spjótum sínum að, svo sem Markúsi Sigurbjörnssyni fyrrum forseta Hæstaréttar. Hann bendir á að það sé almennur misskilningur viðvarandi að dómarar megi ekki tjá sig. Vissulega ekki um einstaka dóma, því þeir ættu að hafa komið sínum sjónarmiðum sínum skilmerkilega á framfæri í dómsorði. En, fráleitt er að ætla að þeir geti í krafti þess þumbast við með þögninni þegar gagnrýnin beinist að vinnubrögðum þeirra.Búnir að ákveða niðurstöðuna fyrirframJón Steinar hefur talað mjög fyrir millidómsstigi sem nú hefur orðið að veruleika. Landsdómur hefur störf á næsta ári. En ekki með þeim hætti sem Jón Steinar telur ákjósanlegt. Hann telur fjölda mála sem dómarar þurfi að afgreiða ávísun á hroðvirkni og hann færir meðal annars rök fyrir því að dómarar séu búnir að ákveða niðurstöðuna samkvæmt ákveðnum aðferðum og dómarar séu í raun búnir að dæma í málum áður en til hins munnlega málflutnings í réttinum kemur. (Bls. 145). Hinn steinrunni og strangi svipur dómaranna sem fólk segir lýsir því ekki hlutleysi heldur leiða. Titillinn er gegnsær. Jóni Steinari gremst þögn og fálæti sem hann telur einkenna viðbrögð við því sem hlýtur að mega heita rökstudd gagnrýni sem hann hefur sett fram. Hann vitnar óspart í bók sína, Í krafti sannfæringar sem kom út árið 2014 en þar gagnrýnir hann Hæstarétt harkalega. Blaðamaður Vísis ræddi við Jón Steinar um bókina og spurði einfaldlega hvort við öðrum viðbrögðum sé að búast nú en þeim sem er hin háværa þögn sem mætt hefur Jóni hingað til? Jón Steinar segist ekki vita það.Gremst þögnin um svo mikilvægt mál„Vonandi vakna menn af svefni sínum. Málið er háalvarlegt,“ segir lögmaðurinn. „Í mínum huga er þetta þýðingarmesta viðfangsefni þjóðmálanna í samtímanum. Allir menn verða að kynna sér málin og hugleiða hvort ástandið sé ásættanlegt. Ég lýsi dæmum og tefli fram röksemdum sem allir ættu að skilja. Menn verða hver og einn að svara því, hvort þeir vilji að mál þeirra sjálfra fái þá huglægu meðferð sem lýst er. Vill sá sem er ranglega sakaður um glæp að dómur sé felldur yfir honum til að þóknast almenningi og án þess að hann fái að njóta þess réttar sem sakborningar eiga að njóta í réttarríkjum? Svari hver fyrir sig og þá helst eftir að hafa lesið bók mína.“Jón Steinar talar um dómaraklíku og það skipti þjóðina öllu máli, vilji hún búa við réttaröryggi, að undið verði ofan af því samansúrraða dæmi, sem hann segir að sé.visir/ernirÞó ekki fari á milli mála að Jóni Steinari gremjist þögnin sem honum hefur mætt hvað varðar gagnrýni hans sem hlýtur að vera grafalvarleg, þá held ég að óhætt sé að segja að hún hafi ekki farið fram hjá fólki. Hún hefur ekki verið þögguð í þeim skilningi að hún hafi ekki verið sett fram opinberlega. En, það er líklega svo að fólk almennt veit ekki hvað skal til bragðs taka.Klíkan í HæstaréttiEn, hvað er það nákvæmlega sem þú vilt að verði gert? „Ég vil að gerðar verði breytingar á lögum um starfsemi dómstóla sem meðal annars lúti að því að upplýsa hvaða fólk þetta er sem fer með dómsvaldið og um þátt hvers og eins í verkum hins fjölskipaða Hæstaréttar,“ segir Jón Steinar. „Í bókinni er að finna tillögur um breytingar í þessa veru. Eitt hið þýðingarmesta er að afnema með öllu áhrif sitjandi dómara á skipun nýrra dómara að réttinum. Nú ráða þeir og vinahópurinn í kringum þá þessu og velja ekki aðra inn í hópinn en þá sem falla í kram þeirra.“Hvað er nýtt í „Með lognið í fangið?“sé til dæmis litið til „Í krafti sannfæringar“ og öðrum áður birtum skrifum þínum? „Dómarnir sem um er fjallað í hinni nýju bók hafa flestir gengið síðustu árin eftir að fyrri bókin var skrifuð. Fyrir augum okkar hefur birst ákveðið mynstur, þar sem viðleitnin lýtur að því að friða almenning í stað þess að beita hinum harða aga réttarríkisins við meðferð dómsmálanna. Fjöldi manna hefur verið dæmdur til þungra fangelsisrefsinga á ófullnægjandi forsendum, svo hrikalegt sem það er. Fyrir þessu leitast ég við að gera grein í bókinni.“Mönnum er velkomið að sækja mig til sakaÞetta eru alvarlegar ásakanir sem þú setur fram á hendur nafngreindum dómurum. Þú kemur inná málarekstur þinn á hendur Þorvaldi Gylfasyni prófessor, sem þú stefndir fyrir meiðyrði. Þú sagðist ekki eiga annars kost því þar væri verið að saka þig um refsiverða háttsemi. Þú sakar dómara um að ganga í berhögg við lög, má gera ráð fyrir því að þagnarmúrinn bresti með hugsanlegri stefnu þeirra á hendur þér? „Það held ég varla enda varla nokkur grundvöllur fyrir slíku. Vilji einhver reyna er hann velkominn,“ segir Jón Steinar og það fer ekkert á milli mála að hann myndi fagna slíkum viðbrögðum. Þegar Fréttablaðið greindi frá því að bankamenn sem dæmdir voru í Al Thani-málinu, sem þú ferð ítarlega yfir í bókinni, vildu leita réttar síns á þeim forsendum að þeir hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð, gaus upp mikil reiði. En, hún beindist að sendiboðanum eins og svo oft áður en sagðar voru fréttir af hugsanlegu vanhæfi Markúsar Sigurbjörnssonar dómara vegna hlutafjáreignar hans í Glitni. Margir töldu að Fréttablaðið væru hreinlega, með því að segja af þessu, að vega að réttarríkinu í þágu auðkýfinga, að grafa undan nauðsynlegri virðingu dómsstóla. Og vinna samfélaginu með þeim hætti stórskaða. Jón Steinar kemur inná þetta mál við lok bókar sinnar.Misgjörðir dómaranna„Mér þótti sem misgjörðir dómaranna, sem fólust í því að hafa setið vanhæfir í málum, án þess að málsaðilar hefðu haft tækifæri til að vita um ástæður fyrir vanhæfi þeirra, væru svo alvarlegar að í verstu tilvikunum bæri þeim að biðjast lausnar,“ segir í bókinni. (Bls. 170.) Alvarlegast segir Jón þetta í tilviki Markúsar og hann er þeirrar skoðunar að innanríkisráðherra bæri að höfða mál á hendur honum til lausnar úr embætti. Þetta eru afdráttarlausar skoðanir en má ekki vænta að þessu verði snúið uppí það að þú sért hreinlega að ganga erinda auðmanna?Þeir sem vilja reiðast mér fyrir að segja sannleikann um meðferð þessara mála verða að fá að njóta reiði sinnar í friði. „Þeir ættu samt að hugleiða hvort þeir telji að reglur réttarríkisins um meðferð mála fyrir dómi hafi ekki átt að gilda í þessum málum og reyna þá að gera sér grein fyrir ástæðunum. Ég er ekki að fjalla um þetta sjálfs mín vegna og á auðvitað enga hagsmuni af þessu. Ég get hins vegar ekki setið þegjandi þegar misfarið er með þjóðfélagslegt vald eins og hér hefur verið gert.“ Að sögn Jóns Steinars hefur til dæmis komið í ljós að sumir dómaranna höfðu á árunum fyrir hrun velt tugum milljóna á hlutabréfamarkaði sem geri þá vanhæfa.Bókin ekki að undirlagi auðkýfingaÍ bókinni greinir Jón Steinar frá því að hann hafi unnið álitsgerð fyrir verjanda Ólafs Ólafssonar sem kenndur hefur verið við Samskip. Þá álitsgerð er að finna í „Með lognið í fangið – um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ í sérstökum viðauka bókarinnar. Einn sakborninga í Al Thani-málinu. Jón Steinar hefur unnið eitt og annað sér til óyndis með gagnrýni sinni á störf dómara sem hefur orðið til þess að honum hefur verið úthýst úr þeim félagsskap. Hann hafi svikið bræðralagið. Svikið sitt lið. Jón Steinar grætur það ekki. Og þessi álitsgerð varð ekki til að kaupa honum vinsældir meðal þeirra sem töldu hann í öðru liði. Menn sem Jón Steinar segir setja vinskap ofar réttlæti, ofar réttmætri dómsmeðferð, ofar lögum og rétti.Jón Steinar á skrifstofu sinni. Ekki fer hjá lesanda bókarinnar hinn storkandi tónn, hann hæðist að dómurum og setur fram á hendur þeim alvarlegar ásakanir.Sko, þú tekur sérstaklega fram í bókinni að langsótt sé að telja þig í liði með Kaupþingsmönnum. Svo ekki sé meira sagt. En, koma bankamenn að einhverju leyti að gerð eða fjármögnun þessarar bókar? „Nei.“ Útgefandi bókarinnar er Almenna bókafélagið, hvar Jónas Sigurgeirsson er eigandi og forstjóri. Jónas var upplýsingafulltrúi Kaupþings. Og Baldur Guðlaugsson er einn eiganda útgáfunnar, má ekki vænta þess að þeir sem vilja grafa undan trúverðugleika þínum muni reyna að setja þetta atriði í tortryggilegt samhengi? „Almenna bókafélagið gefur út bók mína eins og reyndin hefur verið um nær allar fyrri bækur mínar. Svonefndir bankamenn koma þar hvergi nærri. Þó að ég annist ekki bókhald fyrir útgefandann er ég alveg viss um réttmæti þess arna. Allar ályktanir í bókinni eru byggðar á röksemdum sem í henni birtast. Hljóta því að verða metnar á þeim grundvelli. Svo get ég trúað lesandanum fyrir því að það hefur enginn maður haft, eða reynt að hafa, minnstu áhrif á mig við skrif þessarar bókar.“Hanna Birna bakar sér reiði valdamikilla dómarannaÞó bókin sé engin langloka, fer Jón Steinar vítt og breytt um sviðið. Hann segir meðal annars frá því að dómaraklíkunni í Hæstarétti, sem hann kallar svo, hafi mislíkað að hafa ekki fengið neitt um nefnd að segja þá sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, þá innanríkisráðherra, skipaði til að vinna að undirbúningi frumvarps um millidómsstig. Mál sem Jón Steinar hefur barist fyrir meðal annars til að mæta gríðarlegu álagi Hæstaréttar sem hann telur beinlínis skaðlegt þeim sem þurfa að verja hendur sínar fyrir rétti.Þú setur fram þá kenningu að þetta hafi orðið henni að falli – þig grunar dómara um að hafa komið að því með einum hætti eða öðrum að velta henni úr sessi. En, nú held ég að flestir meti það svo að viðbrögð hennar við leka úr innanríkisráðuneytinu hafi orðið til þess að henni var ekki sætt í ráðherrastóli. Hvernig fer þetta tvennt saman? „Svörin við þessum spurningum koma fram í bókinni. Hanna Birna hagaði sér klaufalega, sérstaklega vegna þess að hún mátti vita að eins konar hrægammar sátu um hana. Ekkert annað lekamál úr ráðuneyti hefur fengið sambærilega meðferð og það sem hér um ræðir. Hvergi í frásögn minni er hins vegar að finna réttlætingu fyrir að fara ekki rétt með trúnaðarupplýsingar. Þar er heldur ekki að finna réttlætingu fyrir samtölum við lögreglustjóra meðan á rannsókn stóð, þó að hann hafi sjálfur sagt sig frá öllum afskiptum af henni.“Need I say more?En, ég er nú ekki viss um að margir muni kaupa það sem svo að samantekin ráð dómara hafi þar vegið þyngst á metunum? „Ég veit að þeir Eiríkur Tómasson og Benedikt Bogason mættu á fund þessarar þriggja manna nefndar sem voru að semja frumvarpið. Nefndarmenn hafa lýst því fyrir mér að þeir hafi látið mjög ófriðlega og ósáttir við að réttarfarsnefnd skyldi ekki vera falið að semja þetta frumvarp. Og að þeir myndu beita áhrifum sínum á alþingi að hindra framgang málsins.“ Jón Steinar segist fara ítarlega yfir þetta í bókinni. „Það varð henni að að falli að hún var klaufsk, talaði við Stefán Eiríksson þá lögreglustjóra þegar hún hefði ekki átt að gera það. Stefán hefur hins vegar sagt að hún hafi ekki haft nein afskipti af rannsókninni. Lekinn úr ráðuneytinu fór svo í þennan rannsóknarfarveg og Gísli Valdórsson aðstoðarmaður Hönnu Birnu var svo ákærður og dæmdur fyrir lekann.“ En, á sama tíma og þetta gerist er „þessi dómaraelíta og dómaraklíkan mjög ósátt við Hönnu Birnu hvernig hún stóð að millidómsstiginu. Svo þegar Ólöf Nordal tekur við fól hún Sigurði Tómasi Magnússyni að fara yfir frumvarpsdrögin. Og hafa samráð við dómara eða aðra um það verk. Hann gerði svo þýðingarmikil breytingar á frumvarpinu, þær stærstu og voru að felldar voru út tillögur um að dómarar leggðu nöfn sín við atkvæði sín og svo hvernig skipa ætti nýja dómara. Need I say more?“Að nefna menn með nafniÁður hefur það verið nefnt að svo virðist sem þú sért hreinlega að storka þeim sem þú kallar dómaraelítu eða dómaraklíku. Til að mynda nafngreinir þú nú menn en áður hefur þú fallist á þá meginreglu að þeir séu ekki nefndir sérstaklega til sögunnar með nafni. Er það rétt metið? „Jaaaaá, kannski má segja það. Ljóst er að í þessari bók er sá boðskapur að vænlegast til að fá menn til að bera ábyrgð á gjörðum sínum að við vitum hverjir þeir eru og hvað og einn gerir. Þetta gildir um meðferð á öllu þjóðfélagslegu valdi, við viljum fá að vita, krafa tímans, hver það er sem tekur þær ákvarðanir sem varða okkur. Og hann beri sem persóna ábyrgð á ákvörðunum sínum og takist ekki að fela sig í einhverjum hópi manna. Við verðum að vita hverjir eru á ferð svo meta megi hæfi þeirra,“ segir Jón Steinar. Hann vísar þar til þess að fráleitt sé að hægt sé að meta hæfi manna án þess að fyrir liggi hverjir þar fari. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Í dag kom út bókin „Með lognið í fangið – um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ eftir lögmanninn Jón Steinar Gunnlaugsson. Bókin er hrollvekja. Eða ætti í það minnsta að vera það fyrir alla sem telja einhvers um vert að búa í réttarríki. Jón Steinar verður að teljast vita um hvað hann er að tala. Hann starfaði í átta ár sem dómari við Hæstarétt. Hann setur fram alvarlegar ásakanir á hendur dómurum við réttinn; að þeir fari á skjön við lög og rétt í dómum sínum. Jón Steinar sakar þá um klíkuskap, að láta persónulega óvild stjórna niðurstöðum sínum, persónulega hefnd og að láta sig augljóst vanhæfi litlu skipta. Hann nefnir nöfn til dæmis, að þeir Viðar Már Matthíasson og Eiríkur Tómasson hafi dæmt í málum sem snéru að Landsbankanum en þeir áttu hlutafé í honum sem þeir töpuðu við fall bankans. (Bls. 123).Dómarnir sem til dæmis féllu yfir Sigurjóni Árnasyni fyrrverandi bankastjóra og Elínu Sigfúsdóttur, framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans segir Jón Steinar vera ekkert minna en „meiriháttar áfall fyrir alla sem vilja að meginreglum réttarríkisins sé beitt í íslenskri dómsýslu.“ (Bls. 124). Allt þetta og gott betur rekur Jón Steinar fram og til baka, rökstyður og nefnir dæmi máli sínu til stuðnings. Rauði þráður í gagnrýni hans er sú að dómarar stundi hreinlega lýðskrum með dómum sínum, að þeir dæmi ekki samkvæmt lögum heldur fari eftir því hvernig þeir haldi að vindarnir blási – og eftir því hver á í hlut. Að þeir hafi látið refsigleði almennings hvetja sig til „dáða“.Misskilin vinsældakeppni dómara við HæstaréttSlíkar aðfarir ganga augljóslega í berhögg við þá grundvallarhugmynd að gyðja réttlætisins sé blind. Í raun skelfileg tilhugsun. Hann hamrar á þessu atriði og við grípum niður í bókina.Jón Steinar hamrar á því að dómarar stundi lýðskrum, þeir telji það hlutverk sitt að sefa reiði almennings, stundum með ranglátum dómum sem ganga í berhögg við lög.visir/ernir„Það er ekki hlutverk dómstóla að reyna að geðjast almenningi með því að kveða upp dóma sem „falla í kramið“. Dómsýsla er grafalvarlegt mál. Þar mega engin sjónarmið ráða önnur en sjónarmið laganna. Dómarar verða að hafa kjark til að kveða upp „óvinsæla“ dóma. Þeir mega ekki gerast þátttakendur í vinsældakapphlaupi daganna. Dómararnir eru æviskipaðir. Þeir leita ekki eftir endurnýjuðu umboði með því að bera verk sín undir almenning eða stjórnvaldshafa með reglulegu millibili. Ástæðan fyrir þessari réttarstöðu dómaranna er einfaldlega sú, að þeir eiga bara að dæma eftir lögunum. Það á ekki að vera hægt að koma þeim úr embættum sínum fyrir þá sök að dómar þeirra séu ekki til vinsælda fallnir. Stundum getur verið að svo standi á um dómana. Slíku má engu breyta. Skylda dómara er hin sama og áður.“ (Bls. 58-59).Dómstólar í að sefa reiði með ranglátum dómumJón Steinar rekur ýmis dæmi sem hann segir sýna þetta og sanna og finnur þessa sjónarmiðs stað með beinum hætti, til dæmis í athugasemdum með frumvarpi í lögum um sérstakan saksóknara þar sem talað er um að aðgerðir séu réttlættar með „því að umrædd skipan mála væri til þess fallin að „sefa reiði, efla réttlætiskennd og auka trú borgaranna á réttarríkið“. Þetta er frekar hrollvekjandi,“ skrifar Jón Steinar. (Bls. 110). Hann finnur þessa viðhorfs einnig stað í orðum Símonar Sigvaldasonar héraðsdómara og formanni dómstólaráðs sem sagði í viðtali að eðlilegt sé að dómarar „endurspegli samfélagsvitundina“. (Bls. 57-58). Jón Steinar er grimmur, hann segir einsýnt að framið hafi verið réttarmorð á Baldri Guðlaugssyni fyrrverandi ráðuneytisstjóra sem dæmdur var fyrir innherjasvik og fangelsisvistar í kjölfarið. Hann fer í saumana á því máli og í seinni hluta bókarinnar snýr hann sér að hrunmálunum og telur að brotið hafi verið gróflega á réttindum þeirra bankamanna sem dæmdir voru og þeir ranglega dæmdir.Storkar Markúsi og félögumÞetta eru risastórar spurningar sem Jón Steinar fæst við. Og hann krefst svara, hann krefst viðbragða. Ýmislegt sem hann dregur saman í eina samhangandi frásögn í „Með lognið í fangið“ hefur hann sett fram áður en nú herðir hann skrúfurnar. Nánast eins og hann sé að storka þeim sem hann hefur beint spjótum sínum að, svo sem Markúsi Sigurbjörnssyni fyrrum forseta Hæstaréttar. Hann bendir á að það sé almennur misskilningur viðvarandi að dómarar megi ekki tjá sig. Vissulega ekki um einstaka dóma, því þeir ættu að hafa komið sínum sjónarmiðum sínum skilmerkilega á framfæri í dómsorði. En, fráleitt er að ætla að þeir geti í krafti þess þumbast við með þögninni þegar gagnrýnin beinist að vinnubrögðum þeirra.Búnir að ákveða niðurstöðuna fyrirframJón Steinar hefur talað mjög fyrir millidómsstigi sem nú hefur orðið að veruleika. Landsdómur hefur störf á næsta ári. En ekki með þeim hætti sem Jón Steinar telur ákjósanlegt. Hann telur fjölda mála sem dómarar þurfi að afgreiða ávísun á hroðvirkni og hann færir meðal annars rök fyrir því að dómarar séu búnir að ákveða niðurstöðuna samkvæmt ákveðnum aðferðum og dómarar séu í raun búnir að dæma í málum áður en til hins munnlega málflutnings í réttinum kemur. (Bls. 145). Hinn steinrunni og strangi svipur dómaranna sem fólk segir lýsir því ekki hlutleysi heldur leiða. Titillinn er gegnsær. Jóni Steinari gremst þögn og fálæti sem hann telur einkenna viðbrögð við því sem hlýtur að mega heita rökstudd gagnrýni sem hann hefur sett fram. Hann vitnar óspart í bók sína, Í krafti sannfæringar sem kom út árið 2014 en þar gagnrýnir hann Hæstarétt harkalega. Blaðamaður Vísis ræddi við Jón Steinar um bókina og spurði einfaldlega hvort við öðrum viðbrögðum sé að búast nú en þeim sem er hin háværa þögn sem mætt hefur Jóni hingað til? Jón Steinar segist ekki vita það.Gremst þögnin um svo mikilvægt mál„Vonandi vakna menn af svefni sínum. Málið er háalvarlegt,“ segir lögmaðurinn. „Í mínum huga er þetta þýðingarmesta viðfangsefni þjóðmálanna í samtímanum. Allir menn verða að kynna sér málin og hugleiða hvort ástandið sé ásættanlegt. Ég lýsi dæmum og tefli fram röksemdum sem allir ættu að skilja. Menn verða hver og einn að svara því, hvort þeir vilji að mál þeirra sjálfra fái þá huglægu meðferð sem lýst er. Vill sá sem er ranglega sakaður um glæp að dómur sé felldur yfir honum til að þóknast almenningi og án þess að hann fái að njóta þess réttar sem sakborningar eiga að njóta í réttarríkjum? Svari hver fyrir sig og þá helst eftir að hafa lesið bók mína.“Jón Steinar talar um dómaraklíku og það skipti þjóðina öllu máli, vilji hún búa við réttaröryggi, að undið verði ofan af því samansúrraða dæmi, sem hann segir að sé.visir/ernirÞó ekki fari á milli mála að Jóni Steinari gremjist þögnin sem honum hefur mætt hvað varðar gagnrýni hans sem hlýtur að vera grafalvarleg, þá held ég að óhætt sé að segja að hún hafi ekki farið fram hjá fólki. Hún hefur ekki verið þögguð í þeim skilningi að hún hafi ekki verið sett fram opinberlega. En, það er líklega svo að fólk almennt veit ekki hvað skal til bragðs taka.Klíkan í HæstaréttiEn, hvað er það nákvæmlega sem þú vilt að verði gert? „Ég vil að gerðar verði breytingar á lögum um starfsemi dómstóla sem meðal annars lúti að því að upplýsa hvaða fólk þetta er sem fer með dómsvaldið og um þátt hvers og eins í verkum hins fjölskipaða Hæstaréttar,“ segir Jón Steinar. „Í bókinni er að finna tillögur um breytingar í þessa veru. Eitt hið þýðingarmesta er að afnema með öllu áhrif sitjandi dómara á skipun nýrra dómara að réttinum. Nú ráða þeir og vinahópurinn í kringum þá þessu og velja ekki aðra inn í hópinn en þá sem falla í kram þeirra.“Hvað er nýtt í „Með lognið í fangið?“sé til dæmis litið til „Í krafti sannfæringar“ og öðrum áður birtum skrifum þínum? „Dómarnir sem um er fjallað í hinni nýju bók hafa flestir gengið síðustu árin eftir að fyrri bókin var skrifuð. Fyrir augum okkar hefur birst ákveðið mynstur, þar sem viðleitnin lýtur að því að friða almenning í stað þess að beita hinum harða aga réttarríkisins við meðferð dómsmálanna. Fjöldi manna hefur verið dæmdur til þungra fangelsisrefsinga á ófullnægjandi forsendum, svo hrikalegt sem það er. Fyrir þessu leitast ég við að gera grein í bókinni.“Mönnum er velkomið að sækja mig til sakaÞetta eru alvarlegar ásakanir sem þú setur fram á hendur nafngreindum dómurum. Þú kemur inná málarekstur þinn á hendur Þorvaldi Gylfasyni prófessor, sem þú stefndir fyrir meiðyrði. Þú sagðist ekki eiga annars kost því þar væri verið að saka þig um refsiverða háttsemi. Þú sakar dómara um að ganga í berhögg við lög, má gera ráð fyrir því að þagnarmúrinn bresti með hugsanlegri stefnu þeirra á hendur þér? „Það held ég varla enda varla nokkur grundvöllur fyrir slíku. Vilji einhver reyna er hann velkominn,“ segir Jón Steinar og það fer ekkert á milli mála að hann myndi fagna slíkum viðbrögðum. Þegar Fréttablaðið greindi frá því að bankamenn sem dæmdir voru í Al Thani-málinu, sem þú ferð ítarlega yfir í bókinni, vildu leita réttar síns á þeim forsendum að þeir hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð, gaus upp mikil reiði. En, hún beindist að sendiboðanum eins og svo oft áður en sagðar voru fréttir af hugsanlegu vanhæfi Markúsar Sigurbjörnssonar dómara vegna hlutafjáreignar hans í Glitni. Margir töldu að Fréttablaðið væru hreinlega, með því að segja af þessu, að vega að réttarríkinu í þágu auðkýfinga, að grafa undan nauðsynlegri virðingu dómsstóla. Og vinna samfélaginu með þeim hætti stórskaða. Jón Steinar kemur inná þetta mál við lok bókar sinnar.Misgjörðir dómaranna„Mér þótti sem misgjörðir dómaranna, sem fólust í því að hafa setið vanhæfir í málum, án þess að málsaðilar hefðu haft tækifæri til að vita um ástæður fyrir vanhæfi þeirra, væru svo alvarlegar að í verstu tilvikunum bæri þeim að biðjast lausnar,“ segir í bókinni. (Bls. 170.) Alvarlegast segir Jón þetta í tilviki Markúsar og hann er þeirrar skoðunar að innanríkisráðherra bæri að höfða mál á hendur honum til lausnar úr embætti. Þetta eru afdráttarlausar skoðanir en má ekki vænta að þessu verði snúið uppí það að þú sért hreinlega að ganga erinda auðmanna?Þeir sem vilja reiðast mér fyrir að segja sannleikann um meðferð þessara mála verða að fá að njóta reiði sinnar í friði. „Þeir ættu samt að hugleiða hvort þeir telji að reglur réttarríkisins um meðferð mála fyrir dómi hafi ekki átt að gilda í þessum málum og reyna þá að gera sér grein fyrir ástæðunum. Ég er ekki að fjalla um þetta sjálfs mín vegna og á auðvitað enga hagsmuni af þessu. Ég get hins vegar ekki setið þegjandi þegar misfarið er með þjóðfélagslegt vald eins og hér hefur verið gert.“ Að sögn Jóns Steinars hefur til dæmis komið í ljós að sumir dómaranna höfðu á árunum fyrir hrun velt tugum milljóna á hlutabréfamarkaði sem geri þá vanhæfa.Bókin ekki að undirlagi auðkýfingaÍ bókinni greinir Jón Steinar frá því að hann hafi unnið álitsgerð fyrir verjanda Ólafs Ólafssonar sem kenndur hefur verið við Samskip. Þá álitsgerð er að finna í „Með lognið í fangið – um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ í sérstökum viðauka bókarinnar. Einn sakborninga í Al Thani-málinu. Jón Steinar hefur unnið eitt og annað sér til óyndis með gagnrýni sinni á störf dómara sem hefur orðið til þess að honum hefur verið úthýst úr þeim félagsskap. Hann hafi svikið bræðralagið. Svikið sitt lið. Jón Steinar grætur það ekki. Og þessi álitsgerð varð ekki til að kaupa honum vinsældir meðal þeirra sem töldu hann í öðru liði. Menn sem Jón Steinar segir setja vinskap ofar réttlæti, ofar réttmætri dómsmeðferð, ofar lögum og rétti.Jón Steinar á skrifstofu sinni. Ekki fer hjá lesanda bókarinnar hinn storkandi tónn, hann hæðist að dómurum og setur fram á hendur þeim alvarlegar ásakanir.Sko, þú tekur sérstaklega fram í bókinni að langsótt sé að telja þig í liði með Kaupþingsmönnum. Svo ekki sé meira sagt. En, koma bankamenn að einhverju leyti að gerð eða fjármögnun þessarar bókar? „Nei.“ Útgefandi bókarinnar er Almenna bókafélagið, hvar Jónas Sigurgeirsson er eigandi og forstjóri. Jónas var upplýsingafulltrúi Kaupþings. Og Baldur Guðlaugsson er einn eiganda útgáfunnar, má ekki vænta þess að þeir sem vilja grafa undan trúverðugleika þínum muni reyna að setja þetta atriði í tortryggilegt samhengi? „Almenna bókafélagið gefur út bók mína eins og reyndin hefur verið um nær allar fyrri bækur mínar. Svonefndir bankamenn koma þar hvergi nærri. Þó að ég annist ekki bókhald fyrir útgefandann er ég alveg viss um réttmæti þess arna. Allar ályktanir í bókinni eru byggðar á röksemdum sem í henni birtast. Hljóta því að verða metnar á þeim grundvelli. Svo get ég trúað lesandanum fyrir því að það hefur enginn maður haft, eða reynt að hafa, minnstu áhrif á mig við skrif þessarar bókar.“Hanna Birna bakar sér reiði valdamikilla dómarannaÞó bókin sé engin langloka, fer Jón Steinar vítt og breytt um sviðið. Hann segir meðal annars frá því að dómaraklíkunni í Hæstarétti, sem hann kallar svo, hafi mislíkað að hafa ekki fengið neitt um nefnd að segja þá sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, þá innanríkisráðherra, skipaði til að vinna að undirbúningi frumvarps um millidómsstig. Mál sem Jón Steinar hefur barist fyrir meðal annars til að mæta gríðarlegu álagi Hæstaréttar sem hann telur beinlínis skaðlegt þeim sem þurfa að verja hendur sínar fyrir rétti.Þú setur fram þá kenningu að þetta hafi orðið henni að falli – þig grunar dómara um að hafa komið að því með einum hætti eða öðrum að velta henni úr sessi. En, nú held ég að flestir meti það svo að viðbrögð hennar við leka úr innanríkisráðuneytinu hafi orðið til þess að henni var ekki sætt í ráðherrastóli. Hvernig fer þetta tvennt saman? „Svörin við þessum spurningum koma fram í bókinni. Hanna Birna hagaði sér klaufalega, sérstaklega vegna þess að hún mátti vita að eins konar hrægammar sátu um hana. Ekkert annað lekamál úr ráðuneyti hefur fengið sambærilega meðferð og það sem hér um ræðir. Hvergi í frásögn minni er hins vegar að finna réttlætingu fyrir að fara ekki rétt með trúnaðarupplýsingar. Þar er heldur ekki að finna réttlætingu fyrir samtölum við lögreglustjóra meðan á rannsókn stóð, þó að hann hafi sjálfur sagt sig frá öllum afskiptum af henni.“Need I say more?En, ég er nú ekki viss um að margir muni kaupa það sem svo að samantekin ráð dómara hafi þar vegið þyngst á metunum? „Ég veit að þeir Eiríkur Tómasson og Benedikt Bogason mættu á fund þessarar þriggja manna nefndar sem voru að semja frumvarpið. Nefndarmenn hafa lýst því fyrir mér að þeir hafi látið mjög ófriðlega og ósáttir við að réttarfarsnefnd skyldi ekki vera falið að semja þetta frumvarp. Og að þeir myndu beita áhrifum sínum á alþingi að hindra framgang málsins.“ Jón Steinar segist fara ítarlega yfir þetta í bókinni. „Það varð henni að að falli að hún var klaufsk, talaði við Stefán Eiríksson þá lögreglustjóra þegar hún hefði ekki átt að gera það. Stefán hefur hins vegar sagt að hún hafi ekki haft nein afskipti af rannsókninni. Lekinn úr ráðuneytinu fór svo í þennan rannsóknarfarveg og Gísli Valdórsson aðstoðarmaður Hönnu Birnu var svo ákærður og dæmdur fyrir lekann.“ En, á sama tíma og þetta gerist er „þessi dómaraelíta og dómaraklíkan mjög ósátt við Hönnu Birnu hvernig hún stóð að millidómsstiginu. Svo þegar Ólöf Nordal tekur við fól hún Sigurði Tómasi Magnússyni að fara yfir frumvarpsdrögin. Og hafa samráð við dómara eða aðra um það verk. Hann gerði svo þýðingarmikil breytingar á frumvarpinu, þær stærstu og voru að felldar voru út tillögur um að dómarar leggðu nöfn sín við atkvæði sín og svo hvernig skipa ætti nýja dómara. Need I say more?“Að nefna menn með nafniÁður hefur það verið nefnt að svo virðist sem þú sért hreinlega að storka þeim sem þú kallar dómaraelítu eða dómaraklíku. Til að mynda nafngreinir þú nú menn en áður hefur þú fallist á þá meginreglu að þeir séu ekki nefndir sérstaklega til sögunnar með nafni. Er það rétt metið? „Jaaaaá, kannski má segja það. Ljóst er að í þessari bók er sá boðskapur að vænlegast til að fá menn til að bera ábyrgð á gjörðum sínum að við vitum hverjir þeir eru og hvað og einn gerir. Þetta gildir um meðferð á öllu þjóðfélagslegu valdi, við viljum fá að vita, krafa tímans, hver það er sem tekur þær ákvarðanir sem varða okkur. Og hann beri sem persóna ábyrgð á ákvörðunum sínum og takist ekki að fela sig í einhverjum hópi manna. Við verðum að vita hverjir eru á ferð svo meta megi hæfi þeirra,“ segir Jón Steinar. Hann vísar þar til þess að fráleitt sé að hægt sé að meta hæfi manna án þess að fyrir liggi hverjir þar fari.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira