Sport

Spá blaðamanns Sports Illustrated gekk eftir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alex Bregman, leikmaður Houston, fagnar í leikslok.
Alex Bregman, leikmaður Houston, fagnar í leikslok. vísir/getty
Fyrir þremur árum og fjórum mánuðum síðan spáði blaðamaður Sports Illustrated því að Houston Astros yrði meistari í bandaríska hafnaboltanum. Sú spá gekk eftir í nótt er Astros tryggði sér sinn fyrsta titil í oddaleik gegn LA Dodgers sem fór 5-1.

Það sem meira er að þá var maðurinn á forsíðu tímaritsins fyrir þremur árum síðan, George Springer, valinn verðmætasti leikmaður einvígisins. Algjörlega magnað.





Þetta magnaða afrek liðsins gefur mörgum borgarbúum eflaust kraft eftir að hafa þurft að ganga í gegnum mikið út af flóðunum í borginni.

„Fólkið í Houston var aldrei fjarri huga okkar. Stuðningsmenn okkar hafa þurft að ganga í gegnum mikið og við komum heim sem meistarar,“ sagði Springer eftir leikinn.

Astros er 56 ára gamalt félag og hafði aðeins einu sinni áður komist í úrslitaeinvígi MLB-deildarinnar sem er kallað World Series. Það var árið 2005 og þá tapaði liðið 4-0 gegn Chicago White Sox.

Hér að neðan má sjá leikinn frá því í nótt sem og fagnaðarlætin í leikslok.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×