Nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að mæta markmiðum Parísarsamkomulagsins Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 13. febrúar 2017 20:54 Líkur eru á að losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi muni aukast um 50-100% á næstu árum. Að óbreyttu munu stjórnvöld ekki getað staðið við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamningnum. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands kynnti í dag skýrslu um þær fjölbreyttu leiðir sem stjórnvöld geta farið til að ná markmiðunum. Útstreymi gróðurhúsalofttegunda jókst um 26% frá 1990 og til 2014 ef nettóbinding vegna landgræðslu og skógræktar er ekki tekin með. Að óbreyttu stefnir í að Íslandi standi ekki við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamningnum til 2030. Samkvæmt Hagfræðistofnun blasa meiriháttar áskoranir við. Niðurstöður sviðsmynda sem fjallað er um í skýrslunni sýna að mögulegt er að aukning verði í losun miðað við útstreymi ársins 1990 í öllum geirum nema sjávarútvegi. Mest gæti aukningin orðið vegna aukinna umsvifa í stóriðju frá rúmlega 160% í grunntilviki upp í um 290% í hátilviki. Hafa ber í huga að stóriðja fellur innan viðskiptakerfis Evrópusambandsins um losunarheimildir. „Það sem kom mér helst á óvart er hin gríðarlega mikla útstreymisaukning sem við erum mögulega að horfa á þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi. Það er það sem vakti athygli mína,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands. Hagfræðistofnun leggur til ýmsar mótvægisaðgerðir, allt frá bindingu basalts og föngun eldsneytis í orkuframleiðslu, rafvæðingu bílaflotans, til bættrar nýtingar búfjáráburðar og meðhöndlun mykju. Í heildina eru þetta 30 mótvægisaðgerðir, misdýrar og mis umfangsmiklar, sem stuðla að minni nettó losun. „Það sem við gerðum er að við greindum aðgerðir fyrir alla geira íslensks samfélags u sem hægt er að ráðast í í dag, til þess að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Við erum í raun og veru ekki að leggja fram hvað stjórnvöld ættu að gera heldur erum við einungis að sýna fram á að hvað er hægt að gera,“ segir Brynhildur. Sé það raunverulegur vilji stjórnvalda að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamningnum er ljóst að þörf er á aðgerðum hið snarasta, enda taka þessar breytingar oft langan tíma. Umhverfisráðherra segir þörf á samstilltu átaki í losunarmálum. „Það kom mér á óvart hve staðan er vond. Og það liggur alveg fyrir að ef ekkert verður gert þá munum við ekki ná að uppfylla Parísarsamkomulagið. Það er alveg á hreinu,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra. Björt segir það blasa við að hægt sé að ráðast í orkuskipti í samgöngum og rafbílavæðingu, og um leið efla flutningskerfi raforku. Verkefnin í þessari baráttu við losun liggja hjá mismunandi ráðuneytum, Björt segir hvert og eitt ráðuneyti nú vera að skoða hvað hægt sé að gera til að minnka losunina. „Við verðum að vera samstillt og ég á ekki von á öðru en að Alþingi verði mjög jákvætt gagnvart því að stefna að því að hafa landið byggilegt um ókomna tíð.“ Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Líkur eru á að losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi muni aukast um 50-100% á næstu árum. Að óbreyttu munu stjórnvöld ekki getað staðið við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamningnum. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands kynnti í dag skýrslu um þær fjölbreyttu leiðir sem stjórnvöld geta farið til að ná markmiðunum. Útstreymi gróðurhúsalofttegunda jókst um 26% frá 1990 og til 2014 ef nettóbinding vegna landgræðslu og skógræktar er ekki tekin með. Að óbreyttu stefnir í að Íslandi standi ekki við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamningnum til 2030. Samkvæmt Hagfræðistofnun blasa meiriháttar áskoranir við. Niðurstöður sviðsmynda sem fjallað er um í skýrslunni sýna að mögulegt er að aukning verði í losun miðað við útstreymi ársins 1990 í öllum geirum nema sjávarútvegi. Mest gæti aukningin orðið vegna aukinna umsvifa í stóriðju frá rúmlega 160% í grunntilviki upp í um 290% í hátilviki. Hafa ber í huga að stóriðja fellur innan viðskiptakerfis Evrópusambandsins um losunarheimildir. „Það sem kom mér helst á óvart er hin gríðarlega mikla útstreymisaukning sem við erum mögulega að horfa á þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi. Það er það sem vakti athygli mína,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands. Hagfræðistofnun leggur til ýmsar mótvægisaðgerðir, allt frá bindingu basalts og föngun eldsneytis í orkuframleiðslu, rafvæðingu bílaflotans, til bættrar nýtingar búfjáráburðar og meðhöndlun mykju. Í heildina eru þetta 30 mótvægisaðgerðir, misdýrar og mis umfangsmiklar, sem stuðla að minni nettó losun. „Það sem við gerðum er að við greindum aðgerðir fyrir alla geira íslensks samfélags u sem hægt er að ráðast í í dag, til þess að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Við erum í raun og veru ekki að leggja fram hvað stjórnvöld ættu að gera heldur erum við einungis að sýna fram á að hvað er hægt að gera,“ segir Brynhildur. Sé það raunverulegur vilji stjórnvalda að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamningnum er ljóst að þörf er á aðgerðum hið snarasta, enda taka þessar breytingar oft langan tíma. Umhverfisráðherra segir þörf á samstilltu átaki í losunarmálum. „Það kom mér á óvart hve staðan er vond. Og það liggur alveg fyrir að ef ekkert verður gert þá munum við ekki ná að uppfylla Parísarsamkomulagið. Það er alveg á hreinu,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra. Björt segir það blasa við að hægt sé að ráðast í orkuskipti í samgöngum og rafbílavæðingu, og um leið efla flutningskerfi raforku. Verkefnin í þessari baráttu við losun liggja hjá mismunandi ráðuneytum, Björt segir hvert og eitt ráðuneyti nú vera að skoða hvað hægt sé að gera til að minnka losunina. „Við verðum að vera samstillt og ég á ekki von á öðru en að Alþingi verði mjög jákvætt gagnvart því að stefna að því að hafa landið byggilegt um ókomna tíð.“
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira