Harpa Þórsdóttir nýr safnstjóri Listasafns Íslands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. febrúar 2017 16:30 Harpa Þórsdóttir. Kristján Þór Júlíusson, mennta-og menningarmálaráðherra, hefur skipað Hörpu Þórsdóttur í embætti safnstjóra Listasafns Íslands til fimm ára, frá 1. mars 2017. Harpa Þórsdóttir er fædd árið 1972. Að loknu stúdentsprófi nam hún við Sorbonne háskólann í París og lauk þaðan Maí'trise-prófi í listasögu árið 1998. Hún starfaði við safna- og fornleifafræðideild Bouloqne-sur-Mer borgar og sem verkefnisstjóri í Charente-Maritime héraði til ársins 2002 er hún var ráðin deildarstjóri sýningardeildar Listasafns Íslands. Harpa hefur verið forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands síðan haustið 2008. Á liðnu ári lauk hún sérhæfðu námi fyrir stjórnendur safna á vegum Getty Leadership Institute í Claremont Graduate University í Kaliforníu. Valnefnd á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis mat Hörpu Þórsdóttur hæfasta til að gegna embætti safnstjóra Listasafns Íslands og í umsögn hennar til ráðherra segir meðal annars: „... Harpa hefur náð miklum árangri sem forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands en þar hefur hún starfað í tæp níu ár. Þar áður starfaði hún um sex ára tímabil hjá Listasafni Íslands sem deildarstjóri sýningadeildar. Þar öðlaðist hún yfirgripsmikla þekkingu á formgerð, hlutverki og starfsumhverfi safnsins.“ Umsækjendur um embætti safnstjóra Listasafns Íslands voru 20, átta karlar og tólf konur. Mest lesið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, mennta-og menningarmálaráðherra, hefur skipað Hörpu Þórsdóttur í embætti safnstjóra Listasafns Íslands til fimm ára, frá 1. mars 2017. Harpa Þórsdóttir er fædd árið 1972. Að loknu stúdentsprófi nam hún við Sorbonne háskólann í París og lauk þaðan Maí'trise-prófi í listasögu árið 1998. Hún starfaði við safna- og fornleifafræðideild Bouloqne-sur-Mer borgar og sem verkefnisstjóri í Charente-Maritime héraði til ársins 2002 er hún var ráðin deildarstjóri sýningardeildar Listasafns Íslands. Harpa hefur verið forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands síðan haustið 2008. Á liðnu ári lauk hún sérhæfðu námi fyrir stjórnendur safna á vegum Getty Leadership Institute í Claremont Graduate University í Kaliforníu. Valnefnd á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis mat Hörpu Þórsdóttur hæfasta til að gegna embætti safnstjóra Listasafns Íslands og í umsögn hennar til ráðherra segir meðal annars: „... Harpa hefur náð miklum árangri sem forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands en þar hefur hún starfað í tæp níu ár. Þar áður starfaði hún um sex ára tímabil hjá Listasafni Íslands sem deildarstjóri sýningadeildar. Þar öðlaðist hún yfirgripsmikla þekkingu á formgerð, hlutverki og starfsumhverfi safnsins.“ Umsækjendur um embætti safnstjóra Listasafns Íslands voru 20, átta karlar og tólf konur.
Mest lesið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira