120 manns sóttu um stöðu markaðsfulltrúa H&M á Íslandi en starfið færist til Osló Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. febrúar 2017 11:31 Margir bíða eflaust spenntir eftir því að H&M opni á Íslandi. vísir/getty Eins og kunnugt er mun sænska verslunarkeðjan H&M opna þrjár verslanir hér á landi á árinu og því næsta. Í upphafi árs var því auglýst eftir starfsfólki en fyrirtækið var í samstarfi við Capacent á Íslandi vegna ráðningaferlisins. Meðal annars var auglýst eftir verslunarstjórum, útstillingarfólki og svo markaðsfulltrúa en umsækjendur um það starf fengu tölvupóst frá Capacent á dögunum þar sem greint var frá því að forsendur starfsins hefðu breyst töluvert frá því þegar það var auglýst. Alls sóttu 120 manns um starf markaðsfulltrúa H&M á Íslandi en í póstinum sem Capacent voru umsækjendur látnir vita af því að forsendur starfsins hefðu breyst á þann veg að nú er gert ráð fyrir því að starfsmaðurinn sé staðsettur í Noregi í eitt ár og vinni þar með markaðsteymi H&M. Voru umsækjendur beðnir um að staðfesta að þeir hefðu enn áhuga á starfinu og vildu þar með halda áfram í umsóknarferlinu en Vísir hefur ekki upplýsingar um hvort og þá hversu margir drógu umsókn sína til baka í kjölfar þess að forsendur starfsins breyttust. Skrifstofan er í Osló og eru launin um 500 þúsund norskar krónur fyrir árið eða um 6,7 milljónir króna á gengi dagsins í dag. Deilt niður á tólf mánuði gera það um 550 þúsund krónur í mánaðarlaun. Í tölvupóstinum til umsækjenda kemur fram að einhver aðstoð verði veitt í upphafi við að koma sér fyrir en starfsmaðurinn þurfi síðan sjálfur að standa straum af kostnaði við húsnæði. Tengdar fréttir H&M á Íslandi byrjar að ráða fólk Sænska verslunarkeðjan H&M sem mun opna tvær verslanir hér á landi á þessu ári annars vegar og hins vegar á því næsta hefur samið við ráðningarfyrirtækið Capacent um ráðningar starfsfólks. 5. janúar 2017 16:58 H&M kemur í stað verslunar Hagkaupa Ráðgert er að H&M verslun opni seinnihluta árs 2017 í Kringlunni. 16. desember 2016 10:29 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Sjá meira
Eins og kunnugt er mun sænska verslunarkeðjan H&M opna þrjár verslanir hér á landi á árinu og því næsta. Í upphafi árs var því auglýst eftir starfsfólki en fyrirtækið var í samstarfi við Capacent á Íslandi vegna ráðningaferlisins. Meðal annars var auglýst eftir verslunarstjórum, útstillingarfólki og svo markaðsfulltrúa en umsækjendur um það starf fengu tölvupóst frá Capacent á dögunum þar sem greint var frá því að forsendur starfsins hefðu breyst töluvert frá því þegar það var auglýst. Alls sóttu 120 manns um starf markaðsfulltrúa H&M á Íslandi en í póstinum sem Capacent voru umsækjendur látnir vita af því að forsendur starfsins hefðu breyst á þann veg að nú er gert ráð fyrir því að starfsmaðurinn sé staðsettur í Noregi í eitt ár og vinni þar með markaðsteymi H&M. Voru umsækjendur beðnir um að staðfesta að þeir hefðu enn áhuga á starfinu og vildu þar með halda áfram í umsóknarferlinu en Vísir hefur ekki upplýsingar um hvort og þá hversu margir drógu umsókn sína til baka í kjölfar þess að forsendur starfsins breyttust. Skrifstofan er í Osló og eru launin um 500 þúsund norskar krónur fyrir árið eða um 6,7 milljónir króna á gengi dagsins í dag. Deilt niður á tólf mánuði gera það um 550 þúsund krónur í mánaðarlaun. Í tölvupóstinum til umsækjenda kemur fram að einhver aðstoð verði veitt í upphafi við að koma sér fyrir en starfsmaðurinn þurfi síðan sjálfur að standa straum af kostnaði við húsnæði.
Tengdar fréttir H&M á Íslandi byrjar að ráða fólk Sænska verslunarkeðjan H&M sem mun opna tvær verslanir hér á landi á þessu ári annars vegar og hins vegar á því næsta hefur samið við ráðningarfyrirtækið Capacent um ráðningar starfsfólks. 5. janúar 2017 16:58 H&M kemur í stað verslunar Hagkaupa Ráðgert er að H&M verslun opni seinnihluta árs 2017 í Kringlunni. 16. desember 2016 10:29 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Sjá meira
H&M á Íslandi byrjar að ráða fólk Sænska verslunarkeðjan H&M sem mun opna tvær verslanir hér á landi á þessu ári annars vegar og hins vegar á því næsta hefur samið við ráðningarfyrirtækið Capacent um ráðningar starfsfólks. 5. janúar 2017 16:58
H&M kemur í stað verslunar Hagkaupa Ráðgert er að H&M verslun opni seinnihluta árs 2017 í Kringlunni. 16. desember 2016 10:29