Stefnir á undanúrslit á EM Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. febrúar 2017 06:00 Arna Stefanía er á hraðri uppleið. fréttablaðið/hanna Hlaupakonan Arna Stefanía Guðmundsdóttir varð um helgina Norðurlandameistari í 400 metra hlaupi en mótið fór fram í Tampere í Finnlandi. „Ég er mjög ánægð að hafa unnið. Þetta var kannski ekki bæting hjá mér en það er kannski ekki hægt að ætlast til þess að maður bæti sig um hverja helgi. Það var samt gaman að fá hlaup og enn skemmtilegra að vinna líka,“ segir Arna Stefanía en hún var þá nýlent frá Finnlandi. Fyrir rúmri viku setti hún mótsmet á Reykjavíkurleikunum og tryggði sér um leið þátttökurétt á EM í Belgrad en það mót fer fram í upphafi næsta mánaðar. Tími hennar í Finnlandi var 54,21 sekúnda en á Reykjavíkurleikunum hljóp hún á 53,92 sekúndum. Það var líka ástæða fyrir því að tíminn var ekki alveg eins góður að þessu sinni. „Það var keppt á 300 metra braut sem margir voru óánægðir með því hún er ólögleg og ef menn setja met á svona braut þá er það ekki löglegt. Ég hafði ekki keppt á svona braut áður og það var svolítið skrítið.“ Þessi magnaða hlaupakona er nú farin að horfa til Belgrad þar sem hún ætlar sér að gera það gott á EM. „Þessi tvö síðustu hlaup hjá mér sýna að formið er gott. Ég er aðeins tæp í lærinu núna en vonandi verður það ekkert vandamál. EM er númer eitt á tímabilinu hjá mér og frábært að hafa náð lágmarkinu í fyrsta hlaupi. Allur undirbúningur snýst um það núna og svo er meistaramót og annað í millitíðinni,“ segir Arna Stefanía en hvert er markmiðið fyrir EM? „Ég ætla að bæta mig vel og held að ég geti það alveg. Auðvitað væri gaman að komast í undanúrslit. Ef ég verð alveg heil og næ að æfa almennilega fram að móti er ég bjartsýn á að það takist. Ég finn að formið er gott og ég finn að ég á nóg inni. Það er gott að ná því besta fram á stóru mótunum.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Leik Lokið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Leik lokið: Haukar - Fram 25-24 | Mörðu spennutrylli Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sjá meira
Hlaupakonan Arna Stefanía Guðmundsdóttir varð um helgina Norðurlandameistari í 400 metra hlaupi en mótið fór fram í Tampere í Finnlandi. „Ég er mjög ánægð að hafa unnið. Þetta var kannski ekki bæting hjá mér en það er kannski ekki hægt að ætlast til þess að maður bæti sig um hverja helgi. Það var samt gaman að fá hlaup og enn skemmtilegra að vinna líka,“ segir Arna Stefanía en hún var þá nýlent frá Finnlandi. Fyrir rúmri viku setti hún mótsmet á Reykjavíkurleikunum og tryggði sér um leið þátttökurétt á EM í Belgrad en það mót fer fram í upphafi næsta mánaðar. Tími hennar í Finnlandi var 54,21 sekúnda en á Reykjavíkurleikunum hljóp hún á 53,92 sekúndum. Það var líka ástæða fyrir því að tíminn var ekki alveg eins góður að þessu sinni. „Það var keppt á 300 metra braut sem margir voru óánægðir með því hún er ólögleg og ef menn setja met á svona braut þá er það ekki löglegt. Ég hafði ekki keppt á svona braut áður og það var svolítið skrítið.“ Þessi magnaða hlaupakona er nú farin að horfa til Belgrad þar sem hún ætlar sér að gera það gott á EM. „Þessi tvö síðustu hlaup hjá mér sýna að formið er gott. Ég er aðeins tæp í lærinu núna en vonandi verður það ekkert vandamál. EM er númer eitt á tímabilinu hjá mér og frábært að hafa náð lágmarkinu í fyrsta hlaupi. Allur undirbúningur snýst um það núna og svo er meistaramót og annað í millitíðinni,“ segir Arna Stefanía en hvert er markmiðið fyrir EM? „Ég ætla að bæta mig vel og held að ég geti það alveg. Auðvitað væri gaman að komast í undanúrslit. Ef ég verð alveg heil og næ að æfa almennilega fram að móti er ég bjartsýn á að það takist. Ég finn að formið er gott og ég finn að ég á nóg inni. Það er gott að ná því besta fram á stóru mótunum.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Leik Lokið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Leik lokið: Haukar - Fram 25-24 | Mörðu spennutrylli Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sjá meira