Minnsta menningarsetur landsins rís í náttborði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. ágúst 2017 20:30 Skakkasafn er skiptibókasafn í náttborði sem eflir nágrannavitund og kærleika. Næsta skref er að opna Gallerý Skúffu í náttborðsskúffunni. Í Smáíbúðahverfinu rís nú menningarsetur með bókasafni og gallerýi. Setrið er mögulega minnst sinnar tegundar en það er hýst í gömlu náttborði við Sogaveginn. Hugmyndin er að færa menninguna út í hverfin og efla nágrannakærleikann. Bókasafnið er að bandarískri fyrirmynd þar sem fólk getur deilt góðum bókum með nágrönnum sínum. „Þetta heitir Skakkasafn. Þetta átti að heita Sogavegssafn en þegar það var komið á staurinn var það svo skakkt, þannig að nafnið kom að sjálfu sér," segir Brynhildur Heiðarsdóttir Ómarsdóttir, bókmenntafræðingur og íbúi í Smáíbúðahverfinu. Skakkasafn var fyrst sett upp fyrir tveimur árum en fauk niður síðustu jól. Nú er búið að endurbyggja safnið úr gömlu náttborði. „Stór hluti af hugmyndafræðinni er að vinna úr endurnýjanlegum hlutum, vinna úr efni sem er þegar til sem færi annars á haugana, og gera eitthvað nýtt til að fegra umhverfið,“ segir Brynhildur sem hefur stóra drauma um framtíð safnsins. Á næstu vikum mun nefnilega Gallerý skúffa opna, við hlið bókasafnsins, þar sem listamenn geta sýnt verk sín í náttborðsskúffunni. Þá mun Skakkasafn verða að sannkölluðu menningarsetri. Brynhildur segir hugmyndafræðina snúast um að efla menninguna úti í hverfunum - en ekki takmarka hana við 101 Reykjavík. „Þetta snýst um að gera almennileg almenningsrými í hverfinu. Gera eitthvað til að auka hverfiskærleikann. Ég þekki nágranna mína betur eftir að ég byggði safnið, við tölum saman um bækur og skiptumst á uppáhalds bókunum okkar." Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Skakkasafn er skiptibókasafn í náttborði sem eflir nágrannavitund og kærleika. Næsta skref er að opna Gallerý Skúffu í náttborðsskúffunni. Í Smáíbúðahverfinu rís nú menningarsetur með bókasafni og gallerýi. Setrið er mögulega minnst sinnar tegundar en það er hýst í gömlu náttborði við Sogaveginn. Hugmyndin er að færa menninguna út í hverfin og efla nágrannakærleikann. Bókasafnið er að bandarískri fyrirmynd þar sem fólk getur deilt góðum bókum með nágrönnum sínum. „Þetta heitir Skakkasafn. Þetta átti að heita Sogavegssafn en þegar það var komið á staurinn var það svo skakkt, þannig að nafnið kom að sjálfu sér," segir Brynhildur Heiðarsdóttir Ómarsdóttir, bókmenntafræðingur og íbúi í Smáíbúðahverfinu. Skakkasafn var fyrst sett upp fyrir tveimur árum en fauk niður síðustu jól. Nú er búið að endurbyggja safnið úr gömlu náttborði. „Stór hluti af hugmyndafræðinni er að vinna úr endurnýjanlegum hlutum, vinna úr efni sem er þegar til sem færi annars á haugana, og gera eitthvað nýtt til að fegra umhverfið,“ segir Brynhildur sem hefur stóra drauma um framtíð safnsins. Á næstu vikum mun nefnilega Gallerý skúffa opna, við hlið bókasafnsins, þar sem listamenn geta sýnt verk sín í náttborðsskúffunni. Þá mun Skakkasafn verða að sannkölluðu menningarsetri. Brynhildur segir hugmyndafræðina snúast um að efla menninguna úti í hverfunum - en ekki takmarka hana við 101 Reykjavík. „Þetta snýst um að gera almennileg almenningsrými í hverfinu. Gera eitthvað til að auka hverfiskærleikann. Ég þekki nágranna mína betur eftir að ég byggði safnið, við tölum saman um bækur og skiptumst á uppáhalds bókunum okkar."
Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira