Sonur Michael Schumacher keyrir gamla bíl pabba síns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2017 23:00 Mick og Michael Schumacher. Mynd/Samsett/Getty Táningssonur Michaels Schumacher verður sviðsljósinu um helgina þegar formúlan fer fram í Belgíu. Ástæðan er að hann mun þá hjálpa til að minnast 25 ára afmælis fyrsta sigurs föður síns með sérstökum hætti. Mick Schumacher er átján ára gamall og að feta sig upp metorðalistann sem ökumaður. Hann keppir nú í formúlu þrjú eftir að hafa byrjað í formúlu fjögur. Mick mun setjast upp í Benetton-bílinn sem föður hans varð heimsmeistari á árið 1994 og mun fara á honum nokkra hringi til að minnast fyrsta sigurs Michaels Schumacher fyrir 25 árum. Það var ekki hægt að nota bílinn sem Michaels Schumacher notaði til að vinna belgíska kappaksturinn 1992 þar sem hann er ekki í ökuhæfu ástandi. Sabine Kehm, umboðsmaður feðganna, staðfesti þetta við Reuters, en faðirinn er enn að glíma við eftirmála þess að hafa dottið illa á höfuðið á skíðum árið 2013. Hann hefur ekki sést opinberlega síðan. Michael Schumacher varð sjö sinnum heimsmeistari á sínum tíma en fyrsti sigur hans í formúlu eitt kom í belgíska kappakstrinum 30. ágúst 1992. Michael Schumacher var þá 23 ára gamall en á sínu öðru tímabili í Formúlu eitt. Schumacher vann 90 formúlu eitt keppnir til viðbótar sem er met. Schumacher varð fyrst heimsmeistari 1994 með Benetton. Hann var einnig árið eftir og svo fimm ár í röð með Ferrari frá 2000 til 2003. Schumacher hætti árið 2006 en snéri síðan aftur og keppti fyrir Mercedes frá 2010 til 2012. Michael Schumacher var aldrei betri en í belgíska kappakstrinum sem hann vann alls sex sinnum á ferlinum. Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Táningssonur Michaels Schumacher verður sviðsljósinu um helgina þegar formúlan fer fram í Belgíu. Ástæðan er að hann mun þá hjálpa til að minnast 25 ára afmælis fyrsta sigurs föður síns með sérstökum hætti. Mick Schumacher er átján ára gamall og að feta sig upp metorðalistann sem ökumaður. Hann keppir nú í formúlu þrjú eftir að hafa byrjað í formúlu fjögur. Mick mun setjast upp í Benetton-bílinn sem föður hans varð heimsmeistari á árið 1994 og mun fara á honum nokkra hringi til að minnast fyrsta sigurs Michaels Schumacher fyrir 25 árum. Það var ekki hægt að nota bílinn sem Michaels Schumacher notaði til að vinna belgíska kappaksturinn 1992 þar sem hann er ekki í ökuhæfu ástandi. Sabine Kehm, umboðsmaður feðganna, staðfesti þetta við Reuters, en faðirinn er enn að glíma við eftirmála þess að hafa dottið illa á höfuðið á skíðum árið 2013. Hann hefur ekki sést opinberlega síðan. Michael Schumacher varð sjö sinnum heimsmeistari á sínum tíma en fyrsti sigur hans í formúlu eitt kom í belgíska kappakstrinum 30. ágúst 1992. Michael Schumacher var þá 23 ára gamall en á sínu öðru tímabili í Formúlu eitt. Schumacher vann 90 formúlu eitt keppnir til viðbótar sem er met. Schumacher varð fyrst heimsmeistari 1994 með Benetton. Hann var einnig árið eftir og svo fimm ár í röð með Ferrari frá 2000 til 2003. Schumacher hætti árið 2006 en snéri síðan aftur og keppti fyrir Mercedes frá 2010 til 2012. Michael Schumacher var aldrei betri en í belgíska kappakstrinum sem hann vann alls sex sinnum á ferlinum.
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira