Sendingar með dróna: Sushi flýgur bráðum yfir höfuðborginni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. ágúst 2017 14:15 AHA og drónatæknifyrirtækið Flytrex tilkynntu í dag formlega opnun á sendingaþjónustu með drónum á höfuðborgarsvæðinu, en þjónustan er sögð fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Í fréttatilkynningu um þessa nýjung kemur fram að kerfinu sé ætlað í framtíðinni að auka skilvirkni í sendingaþjónustu, stytta sendingatímann og draga úr orkunotkun. „Við erum lengi búin að fylgjast vel með tækni fyrir sendingar og skoða nýjungar um allan heim. Þessi lausn hefur forskot á sínu sviði með skjótri, afkastamikilli og viðskiptalega raunhæfri lausn. Við vonumst til að samstarf okkar við Flytrex nái ekki bara yfir Ísland heldur einnig yfir lausnir okkar fyrir verslunarmiðstöðvar erlendis,“ segir Maron Kristófersson annar stofnandi og eigandi AHA. AHA hefur nú fengið leyfi frá Samgöngustofu til þess að hefja flug með drónum eftir einni flugleið í höfuðborginni. Drónarnir munu lenda í Skemmtigarðinum í Grafarvogi og býðst fólki að velja sækja mat og vörur þangað. AHA notar þetta einnig til þess að auðvelda hluta af sínu heimsendingarferli, bílstjórar AHA munu sækja einhverjar sendingar í Skemmtigarðinn og keyra þær áfram heim að dyrum hjá fólki.Mikilvægt að kynna tæknina „Markmiðið er að nota þessa flugleið til þess að kynna tæknina fyrir almenningi og leyfa fólki að panta og sækja þangað. Það er svo mikilvægt að fólk skilji öryggishliðina á tækninni áður en við förum að fljúga lengra,“ sagði Maron í samtali við Vísi. Starfsmaður tekur á móti drónunum í Skemmtigarðinum og útskýrir drónana fyrir fólki þegar það sækir vöruna eða matinn sem það pantaði. „Það er líka mikið atriði í þessu að búa til flugreynslu þannig að ef að við náum að fljúga nokkur þúsund flug áður en við förum að fljúga nær heimilum fólks þá líður okkur og öllum öðrum mun betur með ferlið. Þetta er allt háð því að við fáum leyfi fyrir slíku flugi í framtíðinni, það er lykilatriðið að byrja.“Maron Kristófersson og Helgi Már Þórðarson eigendur AHAJóhann K. JóhannssonEins og áður sagði geta viðskiptavinir valið að sækja sendinguna í Skemmtigarðinn. „Fyrsta skrefið er að kynna tæknina fyrir fólki. Ég held að fólk myndi frekar vilja sjá drónann lenda í skemmtigarðinum í Grafarvogi áður en það sér hann lenda í garðinum heima,“ útskýrir Maron.Léttir á samgöngum „Drónarnir koma til með að létta á samgöngum og gera þannig vegakerfið okkar öruggara. Svo má auðvitað líka horfa til þess að borgarbúar fá betri og hraðari heimsendingaþjónustu og það getur ekki verið neitt nema gott mál,“ segir Þórólfur Árnason forstjóri samgöngustofu um drónasendingarnar. „Drónatæknin er sífellt að þróast og komast á enn meira flug og nú er Ísland að taka forskot á þessu sviði,“ segir Yariv Bash, forstjóri og meðstofnandi Flytrex. Hann vonar að fyrirtækið geti í framtíðinni gert heimsendingarþjónustu með drónum að veruleika í Reykjavík og um allan heim. Sendingarkerfið stýrir flugi drónans á milli tveggja svæða sem skilin eru að af Elliðaárvogi. Eftir ákveðinn reynslutíma og prófanir stefna AHA og Flytrex að því að senda vörur og veitingar með drónum eftir fleiri flugleiðum og að lokum beint í garðinn hjá neytendum. Fyrst þarf sú þjónusta að fara í umsóknarferli hjá Samgöngustofu. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
AHA og drónatæknifyrirtækið Flytrex tilkynntu í dag formlega opnun á sendingaþjónustu með drónum á höfuðborgarsvæðinu, en þjónustan er sögð fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Í fréttatilkynningu um þessa nýjung kemur fram að kerfinu sé ætlað í framtíðinni að auka skilvirkni í sendingaþjónustu, stytta sendingatímann og draga úr orkunotkun. „Við erum lengi búin að fylgjast vel með tækni fyrir sendingar og skoða nýjungar um allan heim. Þessi lausn hefur forskot á sínu sviði með skjótri, afkastamikilli og viðskiptalega raunhæfri lausn. Við vonumst til að samstarf okkar við Flytrex nái ekki bara yfir Ísland heldur einnig yfir lausnir okkar fyrir verslunarmiðstöðvar erlendis,“ segir Maron Kristófersson annar stofnandi og eigandi AHA. AHA hefur nú fengið leyfi frá Samgöngustofu til þess að hefja flug með drónum eftir einni flugleið í höfuðborginni. Drónarnir munu lenda í Skemmtigarðinum í Grafarvogi og býðst fólki að velja sækja mat og vörur þangað. AHA notar þetta einnig til þess að auðvelda hluta af sínu heimsendingarferli, bílstjórar AHA munu sækja einhverjar sendingar í Skemmtigarðinn og keyra þær áfram heim að dyrum hjá fólki.Mikilvægt að kynna tæknina „Markmiðið er að nota þessa flugleið til þess að kynna tæknina fyrir almenningi og leyfa fólki að panta og sækja þangað. Það er svo mikilvægt að fólk skilji öryggishliðina á tækninni áður en við förum að fljúga lengra,“ sagði Maron í samtali við Vísi. Starfsmaður tekur á móti drónunum í Skemmtigarðinum og útskýrir drónana fyrir fólki þegar það sækir vöruna eða matinn sem það pantaði. „Það er líka mikið atriði í þessu að búa til flugreynslu þannig að ef að við náum að fljúga nokkur þúsund flug áður en við förum að fljúga nær heimilum fólks þá líður okkur og öllum öðrum mun betur með ferlið. Þetta er allt háð því að við fáum leyfi fyrir slíku flugi í framtíðinni, það er lykilatriðið að byrja.“Maron Kristófersson og Helgi Már Þórðarson eigendur AHAJóhann K. JóhannssonEins og áður sagði geta viðskiptavinir valið að sækja sendinguna í Skemmtigarðinn. „Fyrsta skrefið er að kynna tæknina fyrir fólki. Ég held að fólk myndi frekar vilja sjá drónann lenda í skemmtigarðinum í Grafarvogi áður en það sér hann lenda í garðinum heima,“ útskýrir Maron.Léttir á samgöngum „Drónarnir koma til með að létta á samgöngum og gera þannig vegakerfið okkar öruggara. Svo má auðvitað líka horfa til þess að borgarbúar fá betri og hraðari heimsendingaþjónustu og það getur ekki verið neitt nema gott mál,“ segir Þórólfur Árnason forstjóri samgöngustofu um drónasendingarnar. „Drónatæknin er sífellt að þróast og komast á enn meira flug og nú er Ísland að taka forskot á þessu sviði,“ segir Yariv Bash, forstjóri og meðstofnandi Flytrex. Hann vonar að fyrirtækið geti í framtíðinni gert heimsendingarþjónustu með drónum að veruleika í Reykjavík og um allan heim. Sendingarkerfið stýrir flugi drónans á milli tveggja svæða sem skilin eru að af Elliðaárvogi. Eftir ákveðinn reynslutíma og prófanir stefna AHA og Flytrex að því að senda vörur og veitingar með drónum eftir fleiri flugleiðum og að lokum beint í garðinn hjá neytendum. Fyrst þarf sú þjónusta að fara í umsóknarferli hjá Samgöngustofu.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira