Sendingar með dróna: Sushi flýgur bráðum yfir höfuðborginni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. ágúst 2017 14:15 AHA og drónatæknifyrirtækið Flytrex tilkynntu í dag formlega opnun á sendingaþjónustu með drónum á höfuðborgarsvæðinu, en þjónustan er sögð fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Í fréttatilkynningu um þessa nýjung kemur fram að kerfinu sé ætlað í framtíðinni að auka skilvirkni í sendingaþjónustu, stytta sendingatímann og draga úr orkunotkun. „Við erum lengi búin að fylgjast vel með tækni fyrir sendingar og skoða nýjungar um allan heim. Þessi lausn hefur forskot á sínu sviði með skjótri, afkastamikilli og viðskiptalega raunhæfri lausn. Við vonumst til að samstarf okkar við Flytrex nái ekki bara yfir Ísland heldur einnig yfir lausnir okkar fyrir verslunarmiðstöðvar erlendis,“ segir Maron Kristófersson annar stofnandi og eigandi AHA. AHA hefur nú fengið leyfi frá Samgöngustofu til þess að hefja flug með drónum eftir einni flugleið í höfuðborginni. Drónarnir munu lenda í Skemmtigarðinum í Grafarvogi og býðst fólki að velja sækja mat og vörur þangað. AHA notar þetta einnig til þess að auðvelda hluta af sínu heimsendingarferli, bílstjórar AHA munu sækja einhverjar sendingar í Skemmtigarðinn og keyra þær áfram heim að dyrum hjá fólki.Mikilvægt að kynna tæknina „Markmiðið er að nota þessa flugleið til þess að kynna tæknina fyrir almenningi og leyfa fólki að panta og sækja þangað. Það er svo mikilvægt að fólk skilji öryggishliðina á tækninni áður en við förum að fljúga lengra,“ sagði Maron í samtali við Vísi. Starfsmaður tekur á móti drónunum í Skemmtigarðinum og útskýrir drónana fyrir fólki þegar það sækir vöruna eða matinn sem það pantaði. „Það er líka mikið atriði í þessu að búa til flugreynslu þannig að ef að við náum að fljúga nokkur þúsund flug áður en við förum að fljúga nær heimilum fólks þá líður okkur og öllum öðrum mun betur með ferlið. Þetta er allt háð því að við fáum leyfi fyrir slíku flugi í framtíðinni, það er lykilatriðið að byrja.“Maron Kristófersson og Helgi Már Þórðarson eigendur AHAJóhann K. JóhannssonEins og áður sagði geta viðskiptavinir valið að sækja sendinguna í Skemmtigarðinn. „Fyrsta skrefið er að kynna tæknina fyrir fólki. Ég held að fólk myndi frekar vilja sjá drónann lenda í skemmtigarðinum í Grafarvogi áður en það sér hann lenda í garðinum heima,“ útskýrir Maron.Léttir á samgöngum „Drónarnir koma til með að létta á samgöngum og gera þannig vegakerfið okkar öruggara. Svo má auðvitað líka horfa til þess að borgarbúar fá betri og hraðari heimsendingaþjónustu og það getur ekki verið neitt nema gott mál,“ segir Þórólfur Árnason forstjóri samgöngustofu um drónasendingarnar. „Drónatæknin er sífellt að þróast og komast á enn meira flug og nú er Ísland að taka forskot á þessu sviði,“ segir Yariv Bash, forstjóri og meðstofnandi Flytrex. Hann vonar að fyrirtækið geti í framtíðinni gert heimsendingarþjónustu með drónum að veruleika í Reykjavík og um allan heim. Sendingarkerfið stýrir flugi drónans á milli tveggja svæða sem skilin eru að af Elliðaárvogi. Eftir ákveðinn reynslutíma og prófanir stefna AHA og Flytrex að því að senda vörur og veitingar með drónum eftir fleiri flugleiðum og að lokum beint í garðinn hjá neytendum. Fyrst þarf sú þjónusta að fara í umsóknarferli hjá Samgöngustofu. Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira
AHA og drónatæknifyrirtækið Flytrex tilkynntu í dag formlega opnun á sendingaþjónustu með drónum á höfuðborgarsvæðinu, en þjónustan er sögð fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Í fréttatilkynningu um þessa nýjung kemur fram að kerfinu sé ætlað í framtíðinni að auka skilvirkni í sendingaþjónustu, stytta sendingatímann og draga úr orkunotkun. „Við erum lengi búin að fylgjast vel með tækni fyrir sendingar og skoða nýjungar um allan heim. Þessi lausn hefur forskot á sínu sviði með skjótri, afkastamikilli og viðskiptalega raunhæfri lausn. Við vonumst til að samstarf okkar við Flytrex nái ekki bara yfir Ísland heldur einnig yfir lausnir okkar fyrir verslunarmiðstöðvar erlendis,“ segir Maron Kristófersson annar stofnandi og eigandi AHA. AHA hefur nú fengið leyfi frá Samgöngustofu til þess að hefja flug með drónum eftir einni flugleið í höfuðborginni. Drónarnir munu lenda í Skemmtigarðinum í Grafarvogi og býðst fólki að velja sækja mat og vörur þangað. AHA notar þetta einnig til þess að auðvelda hluta af sínu heimsendingarferli, bílstjórar AHA munu sækja einhverjar sendingar í Skemmtigarðinn og keyra þær áfram heim að dyrum hjá fólki.Mikilvægt að kynna tæknina „Markmiðið er að nota þessa flugleið til þess að kynna tæknina fyrir almenningi og leyfa fólki að panta og sækja þangað. Það er svo mikilvægt að fólk skilji öryggishliðina á tækninni áður en við förum að fljúga lengra,“ sagði Maron í samtali við Vísi. Starfsmaður tekur á móti drónunum í Skemmtigarðinum og útskýrir drónana fyrir fólki þegar það sækir vöruna eða matinn sem það pantaði. „Það er líka mikið atriði í þessu að búa til flugreynslu þannig að ef að við náum að fljúga nokkur þúsund flug áður en við förum að fljúga nær heimilum fólks þá líður okkur og öllum öðrum mun betur með ferlið. Þetta er allt háð því að við fáum leyfi fyrir slíku flugi í framtíðinni, það er lykilatriðið að byrja.“Maron Kristófersson og Helgi Már Þórðarson eigendur AHAJóhann K. JóhannssonEins og áður sagði geta viðskiptavinir valið að sækja sendinguna í Skemmtigarðinn. „Fyrsta skrefið er að kynna tæknina fyrir fólki. Ég held að fólk myndi frekar vilja sjá drónann lenda í skemmtigarðinum í Grafarvogi áður en það sér hann lenda í garðinum heima,“ útskýrir Maron.Léttir á samgöngum „Drónarnir koma til með að létta á samgöngum og gera þannig vegakerfið okkar öruggara. Svo má auðvitað líka horfa til þess að borgarbúar fá betri og hraðari heimsendingaþjónustu og það getur ekki verið neitt nema gott mál,“ segir Þórólfur Árnason forstjóri samgöngustofu um drónasendingarnar. „Drónatæknin er sífellt að þróast og komast á enn meira flug og nú er Ísland að taka forskot á þessu sviði,“ segir Yariv Bash, forstjóri og meðstofnandi Flytrex. Hann vonar að fyrirtækið geti í framtíðinni gert heimsendingarþjónustu með drónum að veruleika í Reykjavík og um allan heim. Sendingarkerfið stýrir flugi drónans á milli tveggja svæða sem skilin eru að af Elliðaárvogi. Eftir ákveðinn reynslutíma og prófanir stefna AHA og Flytrex að því að senda vörur og veitingar með drónum eftir fleiri flugleiðum og að lokum beint í garðinn hjá neytendum. Fyrst þarf sú þjónusta að fara í umsóknarferli hjá Samgöngustofu.
Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira