Kim Wall: Einbeitt, metnaðarfull og hafði dálæti á vinnunni Atli Ísleifsson skrifar 23. ágúst 2017 10:20 Líkið sem fannst í sjónum við Amager var af blaðakonunni Kim Wall. Vísir/EPA Lögregla í Danmörku staðfesti í morgun að búkurinn sem fannst í sjónum suður af Amager á mánudag hafi verið sænska blaðakonan Kim Isabel Fredrika Wall. Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen hafði boðið Wall í ferð í heimasmíðuðum kafbát hans, en Wall hugðist skrifa um eigandann og kafbátinn. Lögregla segir að útlimir líksins hafi meðvitað verið sagaðir af og þá fannst málmstykki bundið við búkinn. Madsen sagðist fyrr í vikunni hafa varpað líki Wall fyrir borð og sagði að hún hafi látið lífið eftir að slys varð um borð í bátnum. Madsen er í gæsluvarðhaldi.Starfaði út um allan heimWall varð einungis þrítug, en starfaði á ferli sínum sem blaðamaður meðal annars í Afríku, Asíu, Bandaríkjunum og í Kyrrahafi. Hún stundaði meðal annars nám í hinum virta Sorbonne-skóla í París og nam alþjóðasamskipti við London School of Economics. Þá lauk hún meistaranámi í blaðamennsku við Columbia University í New York árið 2013.Sjá einnig: Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen„Kim er mjög einbeitt, metnaðarfull og hefur dálæti á vinnu sinni. Hún skrifar oft um félagsleg málefni, alþjóðastjórnmál, dægurmál og jafnréttismál,“ sagði í svari fjölskyldu Wall til Aftonbladet þegar hennar var leitað.Takmarkalaus sorgMóðir Wall, Indrid, birti færstu á Facebook-síðu sinni í morgun, eftir að ljóst varð að dóttir hennar væri látin. „Það er með takmarkalausri sorg og skelfingu sem við höfum fengið þau skilaboð að líkamsleifar dóttur okkar og systur hafa fundist. Umfang hörmunganna eru okkur enn ekki ljós og mörgum spurningum er enn ósvarað,“ segir Ingrid. Móðir Kim segir ennfremur dóttur sína hafa gefið hinum veiku, varnarlausu og jaðarsettu rödd. Sjá einnig: Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingiKim var fædd í Trelleborg á Skáni, syðst í Svíþjóð, og hafði meðal annars skrifað um borgarastyrjöldina á Sri Lanka, og frá hamfarasvæðum jarðskjálftans á Haítí árið 2010. Greinar hennar höfðu meðal annars birst í breska blaðinu Guardian, New York Times og Vice. Hún var með starfsstöðvar bæði í New York og Peking. Árið 2016 hlaut hún Hansen Mieth-verðlaunin fyrir grein sína um loftslagsbreytingar og kjarnorkusprengingar á Marshalleyjunum í Kyrrahafi. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingi Atburðarásin í þessu hörmulega máli hefur um margt verið reyfarakennd. 22. ágúst 2017 12:55 Madsen viðurkennir að hafa varpað líki Kim Wall fyrir borð Danski auðjöfurinn Peter Madsen segir að slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. 21. ágúst 2017 08:20 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira
Lögregla í Danmörku staðfesti í morgun að búkurinn sem fannst í sjónum suður af Amager á mánudag hafi verið sænska blaðakonan Kim Isabel Fredrika Wall. Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen hafði boðið Wall í ferð í heimasmíðuðum kafbát hans, en Wall hugðist skrifa um eigandann og kafbátinn. Lögregla segir að útlimir líksins hafi meðvitað verið sagaðir af og þá fannst málmstykki bundið við búkinn. Madsen sagðist fyrr í vikunni hafa varpað líki Wall fyrir borð og sagði að hún hafi látið lífið eftir að slys varð um borð í bátnum. Madsen er í gæsluvarðhaldi.Starfaði út um allan heimWall varð einungis þrítug, en starfaði á ferli sínum sem blaðamaður meðal annars í Afríku, Asíu, Bandaríkjunum og í Kyrrahafi. Hún stundaði meðal annars nám í hinum virta Sorbonne-skóla í París og nam alþjóðasamskipti við London School of Economics. Þá lauk hún meistaranámi í blaðamennsku við Columbia University í New York árið 2013.Sjá einnig: Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen„Kim er mjög einbeitt, metnaðarfull og hefur dálæti á vinnu sinni. Hún skrifar oft um félagsleg málefni, alþjóðastjórnmál, dægurmál og jafnréttismál,“ sagði í svari fjölskyldu Wall til Aftonbladet þegar hennar var leitað.Takmarkalaus sorgMóðir Wall, Indrid, birti færstu á Facebook-síðu sinni í morgun, eftir að ljóst varð að dóttir hennar væri látin. „Það er með takmarkalausri sorg og skelfingu sem við höfum fengið þau skilaboð að líkamsleifar dóttur okkar og systur hafa fundist. Umfang hörmunganna eru okkur enn ekki ljós og mörgum spurningum er enn ósvarað,“ segir Ingrid. Móðir Kim segir ennfremur dóttur sína hafa gefið hinum veiku, varnarlausu og jaðarsettu rödd. Sjá einnig: Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingiKim var fædd í Trelleborg á Skáni, syðst í Svíþjóð, og hafði meðal annars skrifað um borgarastyrjöldina á Sri Lanka, og frá hamfarasvæðum jarðskjálftans á Haítí árið 2010. Greinar hennar höfðu meðal annars birst í breska blaðinu Guardian, New York Times og Vice. Hún var með starfsstöðvar bæði í New York og Peking. Árið 2016 hlaut hún Hansen Mieth-verðlaunin fyrir grein sína um loftslagsbreytingar og kjarnorkusprengingar á Marshalleyjunum í Kyrrahafi.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingi Atburðarásin í þessu hörmulega máli hefur um margt verið reyfarakennd. 22. ágúst 2017 12:55 Madsen viðurkennir að hafa varpað líki Kim Wall fyrir borð Danski auðjöfurinn Peter Madsen segir að slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. 21. ágúst 2017 08:20 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira
Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingi Atburðarásin í þessu hörmulega máli hefur um margt verið reyfarakennd. 22. ágúst 2017 12:55
Madsen viðurkennir að hafa varpað líki Kim Wall fyrir borð Danski auðjöfurinn Peter Madsen segir að slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. 21. ágúst 2017 08:20