Enski boltinn

Nýtt risatilboð á leiðinni í Coutinho

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Coutinho í leik með Liverpool.
Coutinho í leik með Liverpool. vísir/getty
Það hefur á ýmsu gengið í málum Philippe Coutinho í sumar en lið hans, Liverpool, hefur nú þegar hafnað þremur tilboðum frá Barcelona í Brasilíumanninn öfluga.

Coutinho hefur ekkert spilað með Liverpool til þessa vegna meintra bakmeiðsla en í gær var staðfest að hann muni ekki spila með Liverpool gegn Hoffenheim í kvöld, í síðari viðureign liðanna í umspilsumferð Meistaradeildar Evrópu.

Nýtt tilboð frá Barcelona er sagt vera í burðarliðnum samkvæmt fréttavef Sky og er það upp á 150 milljónir evra, jafnvirði 18,7 milljarða króna.

110 milljónir evra yrðu greiddar strax við félagaskiptin en 40 milljónir evra í árangurstengdum greiðslum.

Hingað til hefur Liverpool umsvifalaust hafnað tilboðum Barcelona og ítrekað sagt að leikmaðurinn sé ekki til sölu. Hins vegar sé Coutinho sjálfur harðákveðinn í því að spila aldrei aftur með Liverpool, ef marka má fréttir enskra miðla.

Sky Sports segir enn fremur að Barcelona hafi aldrei íhugað að gefast upp á Coutinho og ætli sér að reyna að fá Brasilíumanninn áður en lokað verður á félagaskipti um mánaðamótin.

Fullyrt er að aukagreiðslurnar tengist fjölda leikja sem hann spilar í Meistaradeild Evrópu og sé vel innan raunhæfra marka fyrir Coutinho.


Tengdar fréttir

Carragher: Mané er mikilvægari en Coutinho

Sadio Mané er mikilvægari fyrir Liverpool en Philippe Coutinho. Þetta segir Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky Sports og fyrrverandi leikmaður Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×