Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. mars 2025 22:32 Bruno fagnar með samlanda sínum Diogo Dalot. James Holyoak/Getty Images Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, hefur heldur betur svarað gagnrýnendum sínum með frábærri frammistöðu á vellinum. Hann segist gera hlutina eftir sínu höfði. Bruno kórónaði góðan leik sinn og liðsfélaga sinna gegn Leicester City með góðu marki undir lok leiks í 3-0 sigri Rauðu djöflanna. Var það fimmta mark fyrirliðans á tæpri viku. Ekki nóg með það heldur hafði hann lagt upp fyrstu tvö mörk Man United gegn Refunum. Frammistaðan gegn Leicester kom í kjölfar þrennunnar sem Bruno skoraði gegn Orra Steini Óskarssyni og félögum í Real Sociedad þegar liðin mættust í Evrópudeildinni. Þar var Portúgalinn helsta ástæða þess að Man United er komið í 8-liða úrslit keppninnar. „Ég geri hlutina á minn hátt. Augljóslega er ekki gaman að heyra slæma hluti um mann sjálfan en þeir veita innblástur þar sem það er ljóst að fólk telur að maður þurfi að bæta margt og mikið,“ sagði hinn þrítugi Bruno í viðtali eftir sigurinn á Leicester. Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Man United, er einn þeirra sem hefur lengi gagnrýnt Fernandes. Það breytir því ekki að Portúgalinn ber mikla virðingu fyrir írska miðjumanninum fyrrverandi. „Eðlilega mun ekki öllum líka það sem maður gerir en ég virði skoðanir annarra og virði álit Roy Keane. Ég veit að það er margt sem má laga í mínum leik og hvernig ég leiði lið mitt.“ Miðjumaðurinn hefur nú skorað 16 mörk og gefið 15 stoðsendingar á leiktíðinni. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði fyrirliða liðsins, Bruno Fernandes, í hástert eftir að hann skoraði þrennu í 4-1 sigri á Real Sociedad í gær. Hann segir þó að Fernandes hafi einn galla í leik sínum. 14. mars 2025 10:32 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Sjá meira
Bruno kórónaði góðan leik sinn og liðsfélaga sinna gegn Leicester City með góðu marki undir lok leiks í 3-0 sigri Rauðu djöflanna. Var það fimmta mark fyrirliðans á tæpri viku. Ekki nóg með það heldur hafði hann lagt upp fyrstu tvö mörk Man United gegn Refunum. Frammistaðan gegn Leicester kom í kjölfar þrennunnar sem Bruno skoraði gegn Orra Steini Óskarssyni og félögum í Real Sociedad þegar liðin mættust í Evrópudeildinni. Þar var Portúgalinn helsta ástæða þess að Man United er komið í 8-liða úrslit keppninnar. „Ég geri hlutina á minn hátt. Augljóslega er ekki gaman að heyra slæma hluti um mann sjálfan en þeir veita innblástur þar sem það er ljóst að fólk telur að maður þurfi að bæta margt og mikið,“ sagði hinn þrítugi Bruno í viðtali eftir sigurinn á Leicester. Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Man United, er einn þeirra sem hefur lengi gagnrýnt Fernandes. Það breytir því ekki að Portúgalinn ber mikla virðingu fyrir írska miðjumanninum fyrrverandi. „Eðlilega mun ekki öllum líka það sem maður gerir en ég virði skoðanir annarra og virði álit Roy Keane. Ég veit að það er margt sem má laga í mínum leik og hvernig ég leiði lið mitt.“ Miðjumaðurinn hefur nú skorað 16 mörk og gefið 15 stoðsendingar á leiktíðinni.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði fyrirliða liðsins, Bruno Fernandes, í hástert eftir að hann skoraði þrennu í 4-1 sigri á Real Sociedad í gær. Hann segir þó að Fernandes hafi einn galla í leik sínum. 14. mars 2025 10:32 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Sjá meira
Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði fyrirliða liðsins, Bruno Fernandes, í hástert eftir að hann skoraði þrennu í 4-1 sigri á Real Sociedad í gær. Hann segir þó að Fernandes hafi einn galla í leik sínum. 14. mars 2025 10:32