Nýjum samfélagsmiðli Ólafs Ragnars ætlað að bjarga heiminum Birgir Olgeirsson skrifar 28. apríl 2017 16:16 Ólafur Ragnar Grímsson vinnur að The Roadmap ásamt ýmsum aðilum, þar á meðal Laureen Powell Jobs, ekkju Steve Jobs stofnanda Apple. Vísir/Getty Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, hefur kynnt til sögunnar nýjan samfélagsmiðil sem á að gefa almenningi færi á að taka loftlagsmálin í eigin hendur. Fjallað er um málið á vef Smithsonian Mag en þar segir að Ólafur sé einn af aðal hvatamönnum þessa verkefnis sem miðast af því að fara framhjá ríkisstjórnum og alþjóðastofnunum. Ólafur var staddur í Washington í Bandaríkjunum í fyrra, rétt fyrir loftlagsráðstefnuna í Marrakesh, þar sem hann ræddi við nokkra aðra, sem sóttu einnig loftslagsráðstefnuna í París árið 2015, um næstu skref. Haft er eftir Ólafi Ragnari í Smithsonian Mag að samræðurnar hefðu tekið nýja og áhugaverða stefnu, „Væri hægt að ná markmiðum Parísar-samkomulagsins án þess að ríkisstjórnir réðu för?“ Á meðal þeirra sem Ólafur ræddi við voru Peter Seligmann stjórnarformaður bandarísku umhverfisverndarsamtakanna Consvervation International, Laurene Powell Jobs formaður góðgerðasamtakanna The Emerson Collective, og Andy Karsner sem vann að orkumálum undir Bandaríkjastjórn George W. Bush. Niðurstaðan var sú að skapa þennan miðil sem á að hjálpa til við að ná markmiðum Parísar-samkomulagsins.Ólafur Ragnar sagði að hann hefði upplifað það í kringum hrunið á Íslandi hve mikil áhrif hinn almenni borgari getur haft með samfélagsmiðlum.Vísir/GettyErfitt að eiga við óvinveittar ríkisstjórnir Ólafur Ragnar hélt erindi á Earth Optimism-ráðstefnunni á vegum bandarísku vísinda- og safnastofnunin um liðna helgi en þar sagði hann sumar ríkisstjórnir á móti baráttu gegn loftslagsbreytingum og jafnvel virkilega harðar í afstöðunni sinni gegn þeim. Ólafur Ragnar segir hópinn sem stendur að þessu verkefni hafa ákveðið að koma saman hugsuðum, vísindamönnum og frumkvöðlum frá ýmsum löndum til að ræða nýjar leiðir til að tryggja framtíð þeirra sem vilja berjast fyrir betri jörð. Hann sagði að með nýrri tækni og samfélagsmiðlum væri ekki lengur þörf fyrir stór samtök eða stofnanir í baráttunni við loftslagsbreytingar. Þannig varð Roadmap að veruleika. Það er aðgengilegt öllum sem vilja leggja sitt af mörkum í þessari baráttu. Eins og Ólafur orðaði það geta allir notað tólið, vísindamenn, stjórnmálamenn, bændur og sjómenn. Með tólinu er hægt að deila þekkingu, hugmyndum, aðferðum og tækni. „Þetta nýja pólitíska módel er mögulegt, þar sem allir geta lagt sitt af mörkum, þar sem ekki er lengur þörf á framtaki öflugra landa eða fyrirtækja til að ná árangri.Hljómar skringilega komandi frá honum Ólafur viðurkenndi að það gæti komið mönnum skringilega fyrir sjónir að maður eins og hann væri að hvetja hinn almenna borgara til að taka völdin af ríkisstjórnum og alþjóðastofnunum. Hann vill þó meina að núverandi valdastrúktúr sé að einhverju leyti úreltur. Og það komi frá honum sem var eitt stjórnmálafræðiprófessor, þingmaður, ráðherra og forseti í tuttugu ár. Hann sagðist hafa fundið fyrir þessum samfélagsbreytingum þegar Ísland gekk í gegnum efnahagshrunið. „Sem leiddi til mikillar efnahagslegrar uppreisnar. Því var hrundið af stað af óþekktu fólki sem tilheyrði ekki stórum stofnunum, sem notaði Facebook og aðra miðla til að koma þúsundum saman á einum degi. Enn sem komið er, er Roadmap heimasíða sem inniheldur háleita stefnuyfirlýsingu en undir hana ritar Ólafur Ragnar sjálfur. Fyrstu orðin eru eftirfarandi: Þetta er einungis upphafið. Textinn er stuttur. Verkefnið er stórt. Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, hefur kynnt til sögunnar nýjan samfélagsmiðil sem á að gefa almenningi færi á að taka loftlagsmálin í eigin hendur. Fjallað er um málið á vef Smithsonian Mag en þar segir að Ólafur sé einn af aðal hvatamönnum þessa verkefnis sem miðast af því að fara framhjá ríkisstjórnum og alþjóðastofnunum. Ólafur var staddur í Washington í Bandaríkjunum í fyrra, rétt fyrir loftlagsráðstefnuna í Marrakesh, þar sem hann ræddi við nokkra aðra, sem sóttu einnig loftslagsráðstefnuna í París árið 2015, um næstu skref. Haft er eftir Ólafi Ragnari í Smithsonian Mag að samræðurnar hefðu tekið nýja og áhugaverða stefnu, „Væri hægt að ná markmiðum Parísar-samkomulagsins án þess að ríkisstjórnir réðu för?“ Á meðal þeirra sem Ólafur ræddi við voru Peter Seligmann stjórnarformaður bandarísku umhverfisverndarsamtakanna Consvervation International, Laurene Powell Jobs formaður góðgerðasamtakanna The Emerson Collective, og Andy Karsner sem vann að orkumálum undir Bandaríkjastjórn George W. Bush. Niðurstaðan var sú að skapa þennan miðil sem á að hjálpa til við að ná markmiðum Parísar-samkomulagsins.Ólafur Ragnar sagði að hann hefði upplifað það í kringum hrunið á Íslandi hve mikil áhrif hinn almenni borgari getur haft með samfélagsmiðlum.Vísir/GettyErfitt að eiga við óvinveittar ríkisstjórnir Ólafur Ragnar hélt erindi á Earth Optimism-ráðstefnunni á vegum bandarísku vísinda- og safnastofnunin um liðna helgi en þar sagði hann sumar ríkisstjórnir á móti baráttu gegn loftslagsbreytingum og jafnvel virkilega harðar í afstöðunni sinni gegn þeim. Ólafur Ragnar segir hópinn sem stendur að þessu verkefni hafa ákveðið að koma saman hugsuðum, vísindamönnum og frumkvöðlum frá ýmsum löndum til að ræða nýjar leiðir til að tryggja framtíð þeirra sem vilja berjast fyrir betri jörð. Hann sagði að með nýrri tækni og samfélagsmiðlum væri ekki lengur þörf fyrir stór samtök eða stofnanir í baráttunni við loftslagsbreytingar. Þannig varð Roadmap að veruleika. Það er aðgengilegt öllum sem vilja leggja sitt af mörkum í þessari baráttu. Eins og Ólafur orðaði það geta allir notað tólið, vísindamenn, stjórnmálamenn, bændur og sjómenn. Með tólinu er hægt að deila þekkingu, hugmyndum, aðferðum og tækni. „Þetta nýja pólitíska módel er mögulegt, þar sem allir geta lagt sitt af mörkum, þar sem ekki er lengur þörf á framtaki öflugra landa eða fyrirtækja til að ná árangri.Hljómar skringilega komandi frá honum Ólafur viðurkenndi að það gæti komið mönnum skringilega fyrir sjónir að maður eins og hann væri að hvetja hinn almenna borgara til að taka völdin af ríkisstjórnum og alþjóðastofnunum. Hann vill þó meina að núverandi valdastrúktúr sé að einhverju leyti úreltur. Og það komi frá honum sem var eitt stjórnmálafræðiprófessor, þingmaður, ráðherra og forseti í tuttugu ár. Hann sagðist hafa fundið fyrir þessum samfélagsbreytingum þegar Ísland gekk í gegnum efnahagshrunið. „Sem leiddi til mikillar efnahagslegrar uppreisnar. Því var hrundið af stað af óþekktu fólki sem tilheyrði ekki stórum stofnunum, sem notaði Facebook og aðra miðla til að koma þúsundum saman á einum degi. Enn sem komið er, er Roadmap heimasíða sem inniheldur háleita stefnuyfirlýsingu en undir hana ritar Ólafur Ragnar sjálfur. Fyrstu orðin eru eftirfarandi: Þetta er einungis upphafið. Textinn er stuttur. Verkefnið er stórt.
Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Sjá meira