Yfir 100 prósent verðmunur á þjónustu við dekkjaskipti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. apríl 2017 15:00 Það er vissara fyrir bílaeigendur að kanna verðið við dekkjaskipti hjá dekkjaverkstæðum landsins. vísir/ernir Allt að 158 prósenta verðmunur getur verið á þjónustu við dekkjaskipti á jeppa af stærri gerðinni með dekkjastærð 265/60R18 samkvæmt verðkönnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Í tilkynningu frá ASÍ kemur fram að verðlagseftirlitið hafi gert verðkönnun á dekkjaverkstæðum víða um land þann 26. apríl síðastliðinn en Hjólbarðaverkstæði Kaldasels, Dekkjahöllin, Gúmmívinnustofan SP dekk, N1, Hjólbarðaverkstæði Grafarvogs, Barðinn, Kraftbílar og Hjólbarða og smurþjónustan Klöpp neituðu að upplýsa fulltrúa verðlagseftirlitsins um verð á þeirri þjónustu sem þeir selja neytendum. „Fulltrúum verðlagseftirlitsins var hins vegar vel tekið hjá flestum dekkjaverkstæðum og hvetur verðlagseftirlitið neytendur til að beina viðskiptum sínum til þeirra aðila sem virða sjálfsögð réttindi neytenda á samkeppnismarkaði til að fá verðupplýsingar og gera verðsamanburð,“ segir í tilkynningu. Verðlagseftirlitið skoðaði verð á þjónustu við umfelgun, skiptingu og jafnvægisstillingu á ákveðnum dekkjaverkstæðum fyrir nokkrar tegundir bíla. Verðkönnunin leiddi í ljós að Titancar var í öllum tilfellum með lægsta verðið en Höldur með hæsta verðið í öllum tilfellum. „Munurinn á lægsta og hæsta verði var mestur á þjónustu við dekkjaskipti á jeppa af stærri gerðinni (t.d. Mitshubishi Pajero instyle dekkjastærð 265/60R18) sem var ódýrust á 6.000 kr hjá Titancar en dýrust 15.497 kr. hjá Höldur sem gerir 158% verðmun. Allt að 81% verðmunur var á dekkjaskiptum á smábílum (t.d. Toyota Yaris Terra), minni meðalbíl (t.d. Ford Focus Trend) og meðalbíl (t.d. Subaru Legacy station) með 14“ – 16“ stálfelgur. Lægsta verðið fyrir þessa þjónustu var 5.000 kr. hjá Titancar og hæsta verðið 9.045 kr. hjá Höldur með. Titancar var einnig með lægsta verðið fyrir dekkjaskipti á dekkjum sömu stærðar á álfelgum eða 5.000 kr en Max1 með hæsta verðið, 9.121 kr. sem er 82% verðmunur. Þjónusta við dekkjaskipti fyrir jeppling t.d Toyota Rave (225/70/R16) kostaði 6.000 kr hjá Titancar sem var með lægsta verðið en hæsta verðið 10.999 kr hjá Höldur þar sem verðið var hæst, það gera 4.999 króna verðmun eða 83%.“ Fram kemur í tilkynningu ASÍ að aðeins hafi verið um beinan verðsamanburð á þjónustu að ræða en ekki var lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. Tengdar fréttir Mæta samkeppni frá netinu og komu Costco með allt að 40 prósent verðlækkunum Sólning ætlar að lækka verð á dekkjum um allt að 40 prósent. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að hagstæðara gengi, niðurfellingar á tollum og lægra innkaupsverð spili þar stóran þátt en fyrirtækið sé einnig að mæta breyttum aðstæðum á markaði. 11. apríl 2017 13:12 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Allt að 158 prósenta verðmunur getur verið á þjónustu við dekkjaskipti á jeppa af stærri gerðinni með dekkjastærð 265/60R18 samkvæmt verðkönnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Í tilkynningu frá ASÍ kemur fram að verðlagseftirlitið hafi gert verðkönnun á dekkjaverkstæðum víða um land þann 26. apríl síðastliðinn en Hjólbarðaverkstæði Kaldasels, Dekkjahöllin, Gúmmívinnustofan SP dekk, N1, Hjólbarðaverkstæði Grafarvogs, Barðinn, Kraftbílar og Hjólbarða og smurþjónustan Klöpp neituðu að upplýsa fulltrúa verðlagseftirlitsins um verð á þeirri þjónustu sem þeir selja neytendum. „Fulltrúum verðlagseftirlitsins var hins vegar vel tekið hjá flestum dekkjaverkstæðum og hvetur verðlagseftirlitið neytendur til að beina viðskiptum sínum til þeirra aðila sem virða sjálfsögð réttindi neytenda á samkeppnismarkaði til að fá verðupplýsingar og gera verðsamanburð,“ segir í tilkynningu. Verðlagseftirlitið skoðaði verð á þjónustu við umfelgun, skiptingu og jafnvægisstillingu á ákveðnum dekkjaverkstæðum fyrir nokkrar tegundir bíla. Verðkönnunin leiddi í ljós að Titancar var í öllum tilfellum með lægsta verðið en Höldur með hæsta verðið í öllum tilfellum. „Munurinn á lægsta og hæsta verði var mestur á þjónustu við dekkjaskipti á jeppa af stærri gerðinni (t.d. Mitshubishi Pajero instyle dekkjastærð 265/60R18) sem var ódýrust á 6.000 kr hjá Titancar en dýrust 15.497 kr. hjá Höldur sem gerir 158% verðmun. Allt að 81% verðmunur var á dekkjaskiptum á smábílum (t.d. Toyota Yaris Terra), minni meðalbíl (t.d. Ford Focus Trend) og meðalbíl (t.d. Subaru Legacy station) með 14“ – 16“ stálfelgur. Lægsta verðið fyrir þessa þjónustu var 5.000 kr. hjá Titancar og hæsta verðið 9.045 kr. hjá Höldur með. Titancar var einnig með lægsta verðið fyrir dekkjaskipti á dekkjum sömu stærðar á álfelgum eða 5.000 kr en Max1 með hæsta verðið, 9.121 kr. sem er 82% verðmunur. Þjónusta við dekkjaskipti fyrir jeppling t.d Toyota Rave (225/70/R16) kostaði 6.000 kr hjá Titancar sem var með lægsta verðið en hæsta verðið 10.999 kr hjá Höldur þar sem verðið var hæst, það gera 4.999 króna verðmun eða 83%.“ Fram kemur í tilkynningu ASÍ að aðeins hafi verið um beinan verðsamanburð á þjónustu að ræða en ekki var lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.
Tengdar fréttir Mæta samkeppni frá netinu og komu Costco með allt að 40 prósent verðlækkunum Sólning ætlar að lækka verð á dekkjum um allt að 40 prósent. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að hagstæðara gengi, niðurfellingar á tollum og lægra innkaupsverð spili þar stóran þátt en fyrirtækið sé einnig að mæta breyttum aðstæðum á markaði. 11. apríl 2017 13:12 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Mæta samkeppni frá netinu og komu Costco með allt að 40 prósent verðlækkunum Sólning ætlar að lækka verð á dekkjum um allt að 40 prósent. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að hagstæðara gengi, niðurfellingar á tollum og lægra innkaupsverð spili þar stóran þátt en fyrirtækið sé einnig að mæta breyttum aðstæðum á markaði. 11. apríl 2017 13:12