Vilja funda með Ólafi fyrir luktum dyrum Haraldur Guðmundsson skrifar 28. apríl 2017 07:00 Ólafur Ólafsson hefur óskað eftir fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þar sem þeir Njáll Trausti Friðbertsson og Brynjar Níelsson sitja. vísir/anton brink Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, telur að fundur nefndarinnar með athafnamanninum Ólafi Ólafssyni, um þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupunum á Búnaðarbankanum, eigi ekki að vera opinn fjölmiðlum og almenningi. Slíkt geti reynst óskynsamlegt. „Ég er ekki viss um að hann eigi að vera í beinni útsendingu ef hann á að nýtast okkur eitthvað. Þá er þetta allt komið á þvæling á meðan við erum á viðkvæmum stað í skoðuninni. Þá er hætt við að þessi umræða fari út og suður áður en við ljúkum okkar vinnu. Það getur verið óþægilegt fyrir okkur en það er mitt mat. Við munum svo ræða það nánar í nefndinni,“ segir Brynjar. Ólafur sendi frá sér yfirlýsingu þann 12. apríl þar sem hann óskaði eftir því að fá að mæta á fund nefndarinnar og tjá sig þar um einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. Rannsóknarnefnd Alþingis kynnti niðurstöðu sína um þátttöku Hauck & Aufhäuser í henni í lok mars en hún var sú að Ólafur hefði vísvitandi blekkt stjórnvöld, fjölmiðla og almenning. Þýski bankinn hafi aldrei í reynd verið þar fjárfestir. Niðurstaðan var afdráttarlaus, og kynnt í beinni útsendingu, en Ólafur sagðist í yfirlýsingunni vilja á fundi nefndarinnar„varpa þar ljósi á atburðarásina og svara spurningum“.Það má segja að hann sé í aðalhlutverki í rannsóknarskýrslunni þannig að það er eðlilegt að aðalleikendur komi fyrstir inn á sviðiðÓlafur Ólafsson„Ég myndi vilja fá hann á fund sem fyrst og helst í maí. En við munum ekki klára málið fyrr en í haust. Það má segja að hann sé í aðalhlutverki í rannsóknarskýrslunni þannig að það er eðlilegt að aðalleikendur komi fyrstir inn á sviðið, er það ekki?“ segir Brynjar. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og 2. varaformaður nefndarinnar, tekur í samtali við Fréttablaðið undir með Brynjari um að óskynsamlegt geti verið að senda fundinn út í beinni útsendingu. „Við erum nú að móta skoðun okkar á þessu í nefndinni og hvernig við ætlum að takast á við þetta,“ segir Njáll Trausti. Brynjar segist hafa rætt við Ólaf á miðvikudag og þá ítrekað ósk nefndarinnar um greinargerð frá þeim síðarnefnda þar sem hann rökstyður beiðni sína um fund og hvaða nýju upplýsingar hann ætli að leggja þar fram. Engin formleg beiðni um fund hafi þó borist og nefndin því ekki tekið afstöðu til þess hvort athafnamaðurinn fái að mæta. Ekki náðist í Ólaf við vinnslu fréttarinnar né Jón Steindór Valdimarsson, varaformann nefndarinnar. Jón fer fyrir nefndinni í málinu eftir að Brynjar ákvað að víkja frá vegna tengsla sinna við Bjarka Diego sem kom að gerð leynilegra baksamninga í Búnaðarbankafléttunni. Brynjar var verjandi Bjarka áður en hann settist á þing. Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, telur að fundur nefndarinnar með athafnamanninum Ólafi Ólafssyni, um þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupunum á Búnaðarbankanum, eigi ekki að vera opinn fjölmiðlum og almenningi. Slíkt geti reynst óskynsamlegt. „Ég er ekki viss um að hann eigi að vera í beinni útsendingu ef hann á að nýtast okkur eitthvað. Þá er þetta allt komið á þvæling á meðan við erum á viðkvæmum stað í skoðuninni. Þá er hætt við að þessi umræða fari út og suður áður en við ljúkum okkar vinnu. Það getur verið óþægilegt fyrir okkur en það er mitt mat. Við munum svo ræða það nánar í nefndinni,“ segir Brynjar. Ólafur sendi frá sér yfirlýsingu þann 12. apríl þar sem hann óskaði eftir því að fá að mæta á fund nefndarinnar og tjá sig þar um einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. Rannsóknarnefnd Alþingis kynnti niðurstöðu sína um þátttöku Hauck & Aufhäuser í henni í lok mars en hún var sú að Ólafur hefði vísvitandi blekkt stjórnvöld, fjölmiðla og almenning. Þýski bankinn hafi aldrei í reynd verið þar fjárfestir. Niðurstaðan var afdráttarlaus, og kynnt í beinni útsendingu, en Ólafur sagðist í yfirlýsingunni vilja á fundi nefndarinnar„varpa þar ljósi á atburðarásina og svara spurningum“.Það má segja að hann sé í aðalhlutverki í rannsóknarskýrslunni þannig að það er eðlilegt að aðalleikendur komi fyrstir inn á sviðiðÓlafur Ólafsson„Ég myndi vilja fá hann á fund sem fyrst og helst í maí. En við munum ekki klára málið fyrr en í haust. Það má segja að hann sé í aðalhlutverki í rannsóknarskýrslunni þannig að það er eðlilegt að aðalleikendur komi fyrstir inn á sviðið, er það ekki?“ segir Brynjar. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og 2. varaformaður nefndarinnar, tekur í samtali við Fréttablaðið undir með Brynjari um að óskynsamlegt geti verið að senda fundinn út í beinni útsendingu. „Við erum nú að móta skoðun okkar á þessu í nefndinni og hvernig við ætlum að takast á við þetta,“ segir Njáll Trausti. Brynjar segist hafa rætt við Ólaf á miðvikudag og þá ítrekað ósk nefndarinnar um greinargerð frá þeim síðarnefnda þar sem hann rökstyður beiðni sína um fund og hvaða nýju upplýsingar hann ætli að leggja þar fram. Engin formleg beiðni um fund hafi þó borist og nefndin því ekki tekið afstöðu til þess hvort athafnamaðurinn fái að mæta. Ekki náðist í Ólaf við vinnslu fréttarinnar né Jón Steindór Valdimarsson, varaformann nefndarinnar. Jón fer fyrir nefndinni í málinu eftir að Brynjar ákvað að víkja frá vegna tengsla sinna við Bjarka Diego sem kom að gerð leynilegra baksamninga í Búnaðarbankafléttunni. Brynjar var verjandi Bjarka áður en hann settist á þing.
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Sjá meira