Framkvæmdir á flugbrautum höfðu áhrif á að vélum var lent á Egilsstöðum Atli Ísleifsson skrifar 18. júní 2017 21:45 Fyrri hluta sumars hafa farið í framkvæmdir á brautarmótum N/S og A/V-brautar og þegar þeim lýkur verður farið í framkvæmdir á A/V-brautinni. Þá verður N/S-brautin opin í fullri lengd. Vísir/Vilhelm Hluti af ástæðu þess nokkrum flugvélum á leið til Keflavíkur var beint til Egilsstaðaflugvallar og einni var flogið til Edinborgar í gærkvöldi er að framkvæmdir standa nú yfir á flugbrautum Keflavíkurflugvallar. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að það hafi verið skýjahæðin sem var þess valdandi að ákvörðun var tekið að vélunum var ekki lent í Keflavík í gærkvöldi. Hins vegar standi nú yfir framkvæmdir á flugbrautum þar sem verið sé að lagfæra blindaðflugsbúnað. Hefði hann verið tengdur hefði mögulega verið hægt að lenda vélunum í gær. „Það eru framkvæmdir í gangi við brautarmótin – nyrðri enda N/S -brautarinnar og austasta enda A/V-brautarinnar. Þær snúa að þessum blindaðflugsbúnaði, svokölluðum ILS eða aðflugshallageisla sem er búnaður sem vélin tengir sig við og getur þá lent í minna skyggni. Þessi búnaður er ekki í gangi þar sem búið er að færa brautarendann innar á brautina á meðan á framkvæmdum stendur við þennan enda. Búnaðurinn ekki réttur, ef brautarendinn færist. Notast er við GPS-aðflug og þá lenda þeir ekki þegar skýjahæð er eins lág og hún var í gær,“ segir Guðni.En ef þessi búnaður hefði verið tengdur, þá hefðu þeir mögulega lent þarna í gær?„Þá hefðu þeir mögulega lent. Það fer auðvitað eftir flugfélögum og aðstæðum hverju sinni hvað þeir gera. En búnaðurinn býður upp á lendingu við mun lægri skýjahæð en var þarna í gær.“Ráðist í framkvæmdir á sumrin Guðni segir að ráðist sé í framkvæmdir sem þessar á sumrin þar sem skyggni sé best á þeim árstíma. Hann segir að framkvæmdum á N/S-braut muni ljúka á næstu dögum og verði hún þá opnuð aftur í fullri lengd. „Þetta eru framkvæmdir sem hófust síðasta sumar og verða í þetta sumar líka. Það er gert í samráði við flugfélögin, nákvæmlega hvert framkvæmdaplanið sé og hvaða takmarkanir eru á þjónustu á meðan. Það er samt mismunandi á framkvæmdatímanum hvernig þjónustan takmarkast.“ Hann segir að framkvæmdirnar hafi í raun haft muni minni áhrif ef fyrirfram var talið. Mat hafi verið gert á áhrifum framkvæmdanna þar sem fram kom að það gætu komið dagar þar sem vélar gætu ekki lent á Keflavíkurflugvelli yfir einhver ákveðin tímabil. „Þetta hefur verið minna en það mat gerði ráð fyrir. En svo hafa komið tímar, eins og í gær, þá var það í um klukkutíma þar sem skýjahæðin var of lág.“ Fyrri hluta sumars hafa farið í framkvæmdir á brautarmótum N/S og A/V-brautar og þegar þeim lýkur verður farið í framkvæmdir á A/V-brautinni. Þá verður N/S-brautin opin í fullri lengd. „Verið er að malbika brautirnar og skipta út rafmagninu, úr bandaríska kerfinu í það evrópska. Framkvæmdir sem þessar eru gerðar á um tuttugu ára fresti. Það er vandað mjög til malbiksframkvæmda á flugbrautum til að ekki þurfi að gera það jafnoft eins og til dæmis á Miklubrautinni,“ segir Guðni. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hótuðu farþegunum með lögreglu Óléttri konu og konu með ungbarn var hótað lögreglu þegar þær báðu um að komast úr vél Vueling sem var snúið frá Keflavík og lent í Edinborg í nótt, að sögn farþega sem var um borð. Farþegarnir vita enn ekki hvernig og hvenær þeir komast heim til Íslands. 18. júní 2017 17:15 Farþegar Vueling frá Barcelona skildir eftir í óvissu í Edinborg Hópur íslenskra farþega spænska flugfélagsins Vueling var skilinn eftir í reiðileysi á flugvellinum í Edinborg eftir að hætt var við lendingu í Keflavík í gærkvöldi. Hluti fólksins hefur keypt sér miða með öðru félagi heim og hefur engar upplýsingar fengið frá spænska félaginu. 18. júní 2017 10:51 Vélum WOW á leið frá Amsterdam og Gatwick lent á Egilsstöðum Vélar WOW gátu ekki lent í Keflavík vegna slæms skyggis. 17. júní 2017 23:47 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Hluti af ástæðu þess nokkrum flugvélum á leið til Keflavíkur var beint til Egilsstaðaflugvallar og einni var flogið til Edinborgar í gærkvöldi er að framkvæmdir standa nú yfir á flugbrautum Keflavíkurflugvallar. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að það hafi verið skýjahæðin sem var þess valdandi að ákvörðun var tekið að vélunum var ekki lent í Keflavík í gærkvöldi. Hins vegar standi nú yfir framkvæmdir á flugbrautum þar sem verið sé að lagfæra blindaðflugsbúnað. Hefði hann verið tengdur hefði mögulega verið hægt að lenda vélunum í gær. „Það eru framkvæmdir í gangi við brautarmótin – nyrðri enda N/S -brautarinnar og austasta enda A/V-brautarinnar. Þær snúa að þessum blindaðflugsbúnaði, svokölluðum ILS eða aðflugshallageisla sem er búnaður sem vélin tengir sig við og getur þá lent í minna skyggni. Þessi búnaður er ekki í gangi þar sem búið er að færa brautarendann innar á brautina á meðan á framkvæmdum stendur við þennan enda. Búnaðurinn ekki réttur, ef brautarendinn færist. Notast er við GPS-aðflug og þá lenda þeir ekki þegar skýjahæð er eins lág og hún var í gær,“ segir Guðni.En ef þessi búnaður hefði verið tengdur, þá hefðu þeir mögulega lent þarna í gær?„Þá hefðu þeir mögulega lent. Það fer auðvitað eftir flugfélögum og aðstæðum hverju sinni hvað þeir gera. En búnaðurinn býður upp á lendingu við mun lægri skýjahæð en var þarna í gær.“Ráðist í framkvæmdir á sumrin Guðni segir að ráðist sé í framkvæmdir sem þessar á sumrin þar sem skyggni sé best á þeim árstíma. Hann segir að framkvæmdum á N/S-braut muni ljúka á næstu dögum og verði hún þá opnuð aftur í fullri lengd. „Þetta eru framkvæmdir sem hófust síðasta sumar og verða í þetta sumar líka. Það er gert í samráði við flugfélögin, nákvæmlega hvert framkvæmdaplanið sé og hvaða takmarkanir eru á þjónustu á meðan. Það er samt mismunandi á framkvæmdatímanum hvernig þjónustan takmarkast.“ Hann segir að framkvæmdirnar hafi í raun haft muni minni áhrif ef fyrirfram var talið. Mat hafi verið gert á áhrifum framkvæmdanna þar sem fram kom að það gætu komið dagar þar sem vélar gætu ekki lent á Keflavíkurflugvelli yfir einhver ákveðin tímabil. „Þetta hefur verið minna en það mat gerði ráð fyrir. En svo hafa komið tímar, eins og í gær, þá var það í um klukkutíma þar sem skýjahæðin var of lág.“ Fyrri hluta sumars hafa farið í framkvæmdir á brautarmótum N/S og A/V-brautar og þegar þeim lýkur verður farið í framkvæmdir á A/V-brautinni. Þá verður N/S-brautin opin í fullri lengd. „Verið er að malbika brautirnar og skipta út rafmagninu, úr bandaríska kerfinu í það evrópska. Framkvæmdir sem þessar eru gerðar á um tuttugu ára fresti. Það er vandað mjög til malbiksframkvæmda á flugbrautum til að ekki þurfi að gera það jafnoft eins og til dæmis á Miklubrautinni,“ segir Guðni.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hótuðu farþegunum með lögreglu Óléttri konu og konu með ungbarn var hótað lögreglu þegar þær báðu um að komast úr vél Vueling sem var snúið frá Keflavík og lent í Edinborg í nótt, að sögn farþega sem var um borð. Farþegarnir vita enn ekki hvernig og hvenær þeir komast heim til Íslands. 18. júní 2017 17:15 Farþegar Vueling frá Barcelona skildir eftir í óvissu í Edinborg Hópur íslenskra farþega spænska flugfélagsins Vueling var skilinn eftir í reiðileysi á flugvellinum í Edinborg eftir að hætt var við lendingu í Keflavík í gærkvöldi. Hluti fólksins hefur keypt sér miða með öðru félagi heim og hefur engar upplýsingar fengið frá spænska félaginu. 18. júní 2017 10:51 Vélum WOW á leið frá Amsterdam og Gatwick lent á Egilsstöðum Vélar WOW gátu ekki lent í Keflavík vegna slæms skyggis. 17. júní 2017 23:47 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Hótuðu farþegunum með lögreglu Óléttri konu og konu með ungbarn var hótað lögreglu þegar þær báðu um að komast úr vél Vueling sem var snúið frá Keflavík og lent í Edinborg í nótt, að sögn farþega sem var um borð. Farþegarnir vita enn ekki hvernig og hvenær þeir komast heim til Íslands. 18. júní 2017 17:15
Farþegar Vueling frá Barcelona skildir eftir í óvissu í Edinborg Hópur íslenskra farþega spænska flugfélagsins Vueling var skilinn eftir í reiðileysi á flugvellinum í Edinborg eftir að hætt var við lendingu í Keflavík í gærkvöldi. Hluti fólksins hefur keypt sér miða með öðru félagi heim og hefur engar upplýsingar fengið frá spænska félaginu. 18. júní 2017 10:51
Vélum WOW á leið frá Amsterdam og Gatwick lent á Egilsstöðum Vélar WOW gátu ekki lent í Keflavík vegna slæms skyggis. 17. júní 2017 23:47