Hótuðu farþegunum með lögreglu Kjartan Kjartansson skrifar 18. júní 2017 17:15 Merki spænska flugfélagsins Vueling. Vísir/EPA Áhöfn flugvélar spænska flugfélagsins Vueling hótaði tveimur konum, annarri óléttri og hinni með ungbarn, með lögreglu þegar þær vildu fara úr vélinni í Edinborg í nótt, að sögn eins farþeganna. Vélin var að koma frá Barcelona en hafði verið snúið við frá Keflavík vegna skyggnis. Henni verður jafnvel flogið aftur til Barcelona. Eins og fram kom í frétt Vísis í morgun hætti flugstjóri vélarinnar við að lenda í Keflavík þegar skyggni spilltist þar í um klukkustund í kringum miðnætti. Hann sneri vélinni því við og flaug á varaflugvöll í Edinborg. Þar áttu farþegar ekki að fá að fara út heldur ætlaði flugstjórinn að fljúga vélinni aftur til Barcelona. Það var aðeins fyrir mótmæli farþega um borð sem þeim var hleypt út úr vélinni og inn á flugstöðina.Sjá einnig:Farþegar Vueling frá Barcelona skildir eftir í óvissu í Edinborg Agnes Linnet, sem var að ferðast með nítján manna fjölskyldu, þar af sex börnum, segir að tveimur konum sem vildu komast úr vélinni hafi verið hótað með lögreglu. „Fólk sem reyndi að fara frá borði var hótað með lögreglu. Það var sagt í hátalarakerfinu að ef þú vildir fara frá borði yrði það í fylgd lögreglu vegna þess að við erum ekki innan Schengen [svæðisins]. Þetta voru annars vegar bandarísk kona með nýfætt barn og hins vegar ólétt kona,“ segir Agnes.Upplýsingagjöfin mjög slæm Annar farþegi vélarinnar, Elva Björk Ágústsdóttir, lýsti upplausnarástandi á flugvellinum í Edinborg í viðtali við Vísi í morgun. Eftir að í flugstöðina var komið hafi hún og fjöldi annarra farþega ekki vitað hvar áhöfn vélarinnar væri eða hvort vélin sjálf væri farin. Hennar fjölskylda keypti því miða með Wow air til Íslands í hádeginu. Agnes segir lýsingu Elvu Bjarkar geta vel staðist þar sem upplýsingagjöf flugfélagsins hafi verið mjög slæm. Hún viti að margir hafi keypt sér flug með Wow air frá Edinborg og aðrir með Icelandair frá Glasgow. Hennar fjölskylda hafi ekki treyst sér til þess. Þegar farþegarnir hafi komið úr vélinni hafi þeim verið sagt að þeir fengju upplýsingar klukkustund síðar. Að þeim tíma liðnu kom starfsmaður og reynt var að útvega hótelgistingu fyrir farþega og hafa samband við Vueling um vélina. Hún segist hafa reynt ásamt öðrum farþegum að ræða við flugstjóra vélarinnar en hann hafi á endanum skellt hurðinni framan í þau. Þau hafi þurft að treysta á spænskumælandi farþega þar sem upplýsingarnar á spænsku hafi verið betri. „Þannig að það getur vel verið að farþegarnir hafi ekki vitað að flugvélin myndi fara aftur. Við treystum í rauninni bara á réttinn að þeim ber skylda til að koma okkur á áfangastað,“ segir Agnes.Vita enn ekki hvernig þau komast heim Farþegarnir hafa fengið misvísandi upplýsingar um heimförina. Agnes segir að þeim hafi ýmist verið sagt að þeir fljúgi heim kl. 18:20, að þeir fljúgi aftur til Barcelona áður en þeir komist heim til Íslands og að þeir fljúgi kl. 20:20. „Við vitum að það á að sækja okkur á hótelið kl. 17:30. Það er bókstaflega að fara upp á flugvöll og vona það besta. Við erum að ferðast með sex börn þannig að það er enginn sem vill fara til Barcelona,“ segir Agnes. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Áhöfn flugvélar spænska flugfélagsins Vueling hótaði tveimur konum, annarri óléttri og hinni með ungbarn, með lögreglu þegar þær vildu fara úr vélinni í Edinborg í nótt, að sögn eins farþeganna. Vélin var að koma frá Barcelona en hafði verið snúið við frá Keflavík vegna skyggnis. Henni verður jafnvel flogið aftur til Barcelona. Eins og fram kom í frétt Vísis í morgun hætti flugstjóri vélarinnar við að lenda í Keflavík þegar skyggni spilltist þar í um klukkustund í kringum miðnætti. Hann sneri vélinni því við og flaug á varaflugvöll í Edinborg. Þar áttu farþegar ekki að fá að fara út heldur ætlaði flugstjórinn að fljúga vélinni aftur til Barcelona. Það var aðeins fyrir mótmæli farþega um borð sem þeim var hleypt út úr vélinni og inn á flugstöðina.Sjá einnig:Farþegar Vueling frá Barcelona skildir eftir í óvissu í Edinborg Agnes Linnet, sem var að ferðast með nítján manna fjölskyldu, þar af sex börnum, segir að tveimur konum sem vildu komast úr vélinni hafi verið hótað með lögreglu. „Fólk sem reyndi að fara frá borði var hótað með lögreglu. Það var sagt í hátalarakerfinu að ef þú vildir fara frá borði yrði það í fylgd lögreglu vegna þess að við erum ekki innan Schengen [svæðisins]. Þetta voru annars vegar bandarísk kona með nýfætt barn og hins vegar ólétt kona,“ segir Agnes.Upplýsingagjöfin mjög slæm Annar farþegi vélarinnar, Elva Björk Ágústsdóttir, lýsti upplausnarástandi á flugvellinum í Edinborg í viðtali við Vísi í morgun. Eftir að í flugstöðina var komið hafi hún og fjöldi annarra farþega ekki vitað hvar áhöfn vélarinnar væri eða hvort vélin sjálf væri farin. Hennar fjölskylda keypti því miða með Wow air til Íslands í hádeginu. Agnes segir lýsingu Elvu Bjarkar geta vel staðist þar sem upplýsingagjöf flugfélagsins hafi verið mjög slæm. Hún viti að margir hafi keypt sér flug með Wow air frá Edinborg og aðrir með Icelandair frá Glasgow. Hennar fjölskylda hafi ekki treyst sér til þess. Þegar farþegarnir hafi komið úr vélinni hafi þeim verið sagt að þeir fengju upplýsingar klukkustund síðar. Að þeim tíma liðnu kom starfsmaður og reynt var að útvega hótelgistingu fyrir farþega og hafa samband við Vueling um vélina. Hún segist hafa reynt ásamt öðrum farþegum að ræða við flugstjóra vélarinnar en hann hafi á endanum skellt hurðinni framan í þau. Þau hafi þurft að treysta á spænskumælandi farþega þar sem upplýsingarnar á spænsku hafi verið betri. „Þannig að það getur vel verið að farþegarnir hafi ekki vitað að flugvélin myndi fara aftur. Við treystum í rauninni bara á réttinn að þeim ber skylda til að koma okkur á áfangastað,“ segir Agnes.Vita enn ekki hvernig þau komast heim Farþegarnir hafa fengið misvísandi upplýsingar um heimförina. Agnes segir að þeim hafi ýmist verið sagt að þeir fljúgi heim kl. 18:20, að þeir fljúgi aftur til Barcelona áður en þeir komist heim til Íslands og að þeir fljúgi kl. 20:20. „Við vitum að það á að sækja okkur á hótelið kl. 17:30. Það er bókstaflega að fara upp á flugvöll og vona það besta. Við erum að ferðast með sex börn þannig að það er enginn sem vill fara til Barcelona,“ segir Agnes.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira