Hefur skoðað hvort mögulegt sé að breyta frá áratuga framkvæmd á reglum um uppreist æru Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. júní 2017 09:15 Dómsmálaráðherra hefur að undanförnu skoðað hvort mögulegt sé að breyta frááratuga framkvæmd á reglum um uppreist æru – um að menn fái sjálfkrafa uppreist æru uppfylli þeir skilyrði laganna. Henni finnst aðþað ekki sjálfgefið að kynferðisbrotamenn hafi lögmannsréttindi. Í vikunni komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að veita skyldi Robert Downey, áður Róberti Árna Hreiðarssyni, lögmannréttindi sín á ný en hann missti þau eftir dóm fyrir kynferðisofbeldi gegn fjórum stúlkum árið 2008. Robert fékk uppreist æru í september í fyrra. Sigríður Á Anderssen, dómsmálaráðherra, segir að hún hefði skoðað umsókn Roberts sérstaklega. Hún hafi hafið skoðun á svipuðu máli fyrir nokkru. „ Það er að segja hvernig þessum málum er háttað. Það er auðvitað tvennt í þessari stöðu. Menn auðvitað eru að sækja um uppreist æru til þess að geta notið tiltekinna borgaralegra réttinda. Það er kveðið um það í lögum að menn þurfi að hafa óflekkað mannorð til að geta gengt tilteknum störfum og menn fá það ekki með uppreist æru. Mér finnst koma til greina að skoða þessi mál frá ýmsum sjónarhólum. Hvort ástæða sé til að breyta ákvæðum um óflekkað mannorð og svo hins vegar mögulega hvort þurfi að endurskoða framkvæmdina er varðar uppreist æru.“ Hún er með svipað mál á sínu borði. „Maður sem hefur afplánað dóm fyrir kynferðisafbrot og þá velti ég því fyrir mér hvaða reglur giltu um þetta fyrir utan lögin sem eru býsna skýr. Það þarf að líta til fleiri ákvæða en bara lagaákvæðanna og það þarf að líta líka til framkvæmdarinnar sem er áratug venja í ráðuneytinu að veita mönnum uppreist æru að gefnum uppfylltum skilyrðum. Fannst mér ekki ástæða til þess að afgreiða þessa umsögn sjálfkrafa.“ Sigríður segir að ekki sé sjálfgefið að menn sem brjóti kynferðislega gegn börnum hafi lögmannsréttindi. „Mér finnst alveg sjálfsagt að til dæmis lögmannafélagið fjalli sérstaklega um þessi mál og löggjafinn. Ef vilji manna stendur til þess að takmarka uppreist æru við tiltekin brot og útiloka tiltekin brot þá finnst mér sjálfsagt að löggjafinn komi að því,“ segir Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Dómsmálaráðherra hefur að undanförnu skoðað hvort mögulegt sé að breyta frááratuga framkvæmd á reglum um uppreist æru – um að menn fái sjálfkrafa uppreist æru uppfylli þeir skilyrði laganna. Henni finnst aðþað ekki sjálfgefið að kynferðisbrotamenn hafi lögmannsréttindi. Í vikunni komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að veita skyldi Robert Downey, áður Róberti Árna Hreiðarssyni, lögmannréttindi sín á ný en hann missti þau eftir dóm fyrir kynferðisofbeldi gegn fjórum stúlkum árið 2008. Robert fékk uppreist æru í september í fyrra. Sigríður Á Anderssen, dómsmálaráðherra, segir að hún hefði skoðað umsókn Roberts sérstaklega. Hún hafi hafið skoðun á svipuðu máli fyrir nokkru. „ Það er að segja hvernig þessum málum er háttað. Það er auðvitað tvennt í þessari stöðu. Menn auðvitað eru að sækja um uppreist æru til þess að geta notið tiltekinna borgaralegra réttinda. Það er kveðið um það í lögum að menn þurfi að hafa óflekkað mannorð til að geta gengt tilteknum störfum og menn fá það ekki með uppreist æru. Mér finnst koma til greina að skoða þessi mál frá ýmsum sjónarhólum. Hvort ástæða sé til að breyta ákvæðum um óflekkað mannorð og svo hins vegar mögulega hvort þurfi að endurskoða framkvæmdina er varðar uppreist æru.“ Hún er með svipað mál á sínu borði. „Maður sem hefur afplánað dóm fyrir kynferðisafbrot og þá velti ég því fyrir mér hvaða reglur giltu um þetta fyrir utan lögin sem eru býsna skýr. Það þarf að líta til fleiri ákvæða en bara lagaákvæðanna og það þarf að líta líka til framkvæmdarinnar sem er áratug venja í ráðuneytinu að veita mönnum uppreist æru að gefnum uppfylltum skilyrðum. Fannst mér ekki ástæða til þess að afgreiða þessa umsögn sjálfkrafa.“ Sigríður segir að ekki sé sjálfgefið að menn sem brjóti kynferðislega gegn börnum hafi lögmannsréttindi. „Mér finnst alveg sjálfsagt að til dæmis lögmannafélagið fjalli sérstaklega um þessi mál og löggjafinn. Ef vilji manna stendur til þess að takmarka uppreist æru við tiltekin brot og útiloka tiltekin brot þá finnst mér sjálfsagt að löggjafinn komi að því,“ segir Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira