Farþegar Vueling frá Barcelona skildir eftir í óvissu í Edinborg Kjartan Kjartansson skrifar 18. júní 2017 10:51 Vél spænska félagsins Vueling átti að lenda í Keflavík í gærkvöldi en var snúið við til Edinborgar. Vísir/EPA Farþegar flugvélar spænska flugfélagsins Vueling frá Barcelona bíða nú í óvissu í Edinborg eftir að flugmaður vélarinnar hætti við lendingu í Keflavík á síðustu stundu í gærkvöldi. Um tíma stóð til að fljúga vélinni alla leið aftur til Barcelona áður en til uppreisnar farþega kom, að sögn eins farþegans. Þrjár aðrar vélar gátu ekki lent í Keflavík á sama tíma en þær lentu á Egilsstöðum. Elva Björk Ágústsdóttir var að koma úr fjölskylduferð á Spáni með vél Vueling sem lagði af stað frá Barcelona kl. 17 að íslenskum tíma í gær. Hún var með tveimur ungum sonum sínum og átta öðrum fjölskyldumeðlimum. Þegar vélin var hins vegar við það að snerta flugbrautina í Keflavík reif flugmaðurinn hana upp aftur og sagði farþegum að rigning og ský kæmu í veg fyrir lendingu. Reyndi hann ekki aftur að lenda í Keflavík. Vélinni var því flogið til Edinborgar sem Elva segir að hafi ekki komið farþegum það mikið á óvart þar sem vitað væri að sum félög notuðu Skotland sem varaflugvöll. Fólk hafi því verið byrjað að búa sig undir að gista þar yfir nóttina.Farþegar kröfðust þess að fá að fara frá borði Þegar til Edinborgar var komið upplýsti flugstjórinn farþega hins vegar um að flugfélagið hefði ekki heimild til þess að afferma vélina þar því það greiddi ekki gjöld á flugvellinum. Vélin væri aðeins að stoppa til þess að taka eldsneyti áður en henni yrði flogið aftur til Barcelona. Eins og gefur að skilja fór það ekki vel í farþegana en þeir fengu engar frekari upplýsingar. Sumir þeirra kröfðust þess að fá að verða eftir, þar á meðal ung bandarísk kona með ungbarn sem stóð upp þrátt fyrir að farþegunum hafi verið skipað að halda kyrru fyrir í sætum sínum, að sögn Elvu. „Þeir taka ekkert undir það flugþjónarnir svo hún byrjar bara að öskra með ungbarn í fanginu, dauðhrædd,“ segir Elva.Sjá einnig:Vélum Wow á leið frá Amsterdam og Gatwick lent á Egilsstöðum Aðrir farþegar hafi þá byrja að standa upp og kalla að þeir vildu einnig út. Þá tók við nokkurra klukkustunda stapp þar sem áhöfnin sagði farþegum að hún gæti ekki hleypt þeim út og hélt þeim um borð. Elva segir starfsfólki hafa sagt að það hefði ekki leyfi til að hleypa fólki út vegna þess að flugfélagið greiddi ekki gjöld á flugvellinum. Sú afstaða breyttist hins vegar á einhverjum tímapunkti og byrjuðu flugþjónar að ganga á milli farþega og spyrja hverjir vildu vera um kyrrt og hverjir vildu verða eftir til að hægt væri að fjarlægja farangur þeirra. Það endaði hins vegar með því að öllum var sagt að fara út í flugstöð og farangursrými vélarinnar var tæmt. Áður en yfir lauk höfðu farþegarnir setið í vélinu í 9-10 klukkustundir, að sögn Elvu.Vita ekki hvað varð um vélina Ringulreiðinni lauk hins vegar ekki eftir að farþegarnir voru komnir frá borði og inn á flugvöllinn. Elva segir að fólk hafi hreinlega týnst þegar á flugvöllinn var komið og það hafi engar upplýsingar fengið frá flugfélaginu. „Við vitum ekkert. Við vitum ekki ennþá neitt. Við vitum ekki hvort flugvélin okkar sé hérna. Við vitum ekkert hvar áhöfnin er. Við vitum ekki hvar fólkið í vélinni er,“ segir hún. Elfa og tíu manna fjölskylda hennar endaði á að kaupa miða í ferð Wow air til Íslands í hádeginu. Hún veit til þess að fleiri Íslendingar og aðrir farþegar hafi gripið til sama ráðs. Þau hafi því orðið fyrir stóru fjárhagslegu tjóni enda hafi miðarnir kostað þau hundruð þúsunda króna. Óljósar fréttir hafi gengið á milli farþeganna um að einhverjir hafi fengið upplýsingar í morgun um að þeir ættu að fara á hótel. Sögur hafa einnig gengið um að vélin hafi aldrei farið til Barcelona. Einhverjir séu á hóteli og vélin muni fljúga svo beint til Reykjavíkur. Elva segir flugfélagið ekki vita að stór hluti farþega vélarinnar sé búinn að kaupa sér aðra flugmiða eða hverja það sé að skilja eftir. „Við vitum ekkert. Við stöndum hérna á flugvellinum búin að kaupa miða hjá Wow air fyrir ellefu manns og fleiri íslenskar fjölskyldur í sömu stöðu og fyrir útlendinga líka og við vitum ekki hvar Barcelona-vélin okkar er. Við erum bara stödd hérna og við vitum ekkert,“ segir hún.Fjórar vélar hættu við lendingu í Keflavík í kringum miðnætti Nokkrar vélar lentu ekki í Keflavík í gærkvöldi vegna slæms skyggnis sem þar var í kringum miðnætti. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að auk Vueling-vélarinnar sem fór til Skotlands, hafi tvær vélar frá Wow air og ein frá Icelandair lent á Egilsstöðum. Flugmenn vélanna taki sjálfir ákvörðun um hvort þeir treysti sér til þess að lenda eða hvort þeir leiti annað. Þeir fái upplýsingar um veður og aðstæður og taki ákvörðun út frá þeim. Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
Farþegar flugvélar spænska flugfélagsins Vueling frá Barcelona bíða nú í óvissu í Edinborg eftir að flugmaður vélarinnar hætti við lendingu í Keflavík á síðustu stundu í gærkvöldi. Um tíma stóð til að fljúga vélinni alla leið aftur til Barcelona áður en til uppreisnar farþega kom, að sögn eins farþegans. Þrjár aðrar vélar gátu ekki lent í Keflavík á sama tíma en þær lentu á Egilsstöðum. Elva Björk Ágústsdóttir var að koma úr fjölskylduferð á Spáni með vél Vueling sem lagði af stað frá Barcelona kl. 17 að íslenskum tíma í gær. Hún var með tveimur ungum sonum sínum og átta öðrum fjölskyldumeðlimum. Þegar vélin var hins vegar við það að snerta flugbrautina í Keflavík reif flugmaðurinn hana upp aftur og sagði farþegum að rigning og ský kæmu í veg fyrir lendingu. Reyndi hann ekki aftur að lenda í Keflavík. Vélinni var því flogið til Edinborgar sem Elva segir að hafi ekki komið farþegum það mikið á óvart þar sem vitað væri að sum félög notuðu Skotland sem varaflugvöll. Fólk hafi því verið byrjað að búa sig undir að gista þar yfir nóttina.Farþegar kröfðust þess að fá að fara frá borði Þegar til Edinborgar var komið upplýsti flugstjórinn farþega hins vegar um að flugfélagið hefði ekki heimild til þess að afferma vélina þar því það greiddi ekki gjöld á flugvellinum. Vélin væri aðeins að stoppa til þess að taka eldsneyti áður en henni yrði flogið aftur til Barcelona. Eins og gefur að skilja fór það ekki vel í farþegana en þeir fengu engar frekari upplýsingar. Sumir þeirra kröfðust þess að fá að verða eftir, þar á meðal ung bandarísk kona með ungbarn sem stóð upp þrátt fyrir að farþegunum hafi verið skipað að halda kyrru fyrir í sætum sínum, að sögn Elvu. „Þeir taka ekkert undir það flugþjónarnir svo hún byrjar bara að öskra með ungbarn í fanginu, dauðhrædd,“ segir Elva.Sjá einnig:Vélum Wow á leið frá Amsterdam og Gatwick lent á Egilsstöðum Aðrir farþegar hafi þá byrja að standa upp og kalla að þeir vildu einnig út. Þá tók við nokkurra klukkustunda stapp þar sem áhöfnin sagði farþegum að hún gæti ekki hleypt þeim út og hélt þeim um borð. Elva segir starfsfólki hafa sagt að það hefði ekki leyfi til að hleypa fólki út vegna þess að flugfélagið greiddi ekki gjöld á flugvellinum. Sú afstaða breyttist hins vegar á einhverjum tímapunkti og byrjuðu flugþjónar að ganga á milli farþega og spyrja hverjir vildu vera um kyrrt og hverjir vildu verða eftir til að hægt væri að fjarlægja farangur þeirra. Það endaði hins vegar með því að öllum var sagt að fara út í flugstöð og farangursrými vélarinnar var tæmt. Áður en yfir lauk höfðu farþegarnir setið í vélinu í 9-10 klukkustundir, að sögn Elvu.Vita ekki hvað varð um vélina Ringulreiðinni lauk hins vegar ekki eftir að farþegarnir voru komnir frá borði og inn á flugvöllinn. Elva segir að fólk hafi hreinlega týnst þegar á flugvöllinn var komið og það hafi engar upplýsingar fengið frá flugfélaginu. „Við vitum ekkert. Við vitum ekki ennþá neitt. Við vitum ekki hvort flugvélin okkar sé hérna. Við vitum ekkert hvar áhöfnin er. Við vitum ekki hvar fólkið í vélinni er,“ segir hún. Elfa og tíu manna fjölskylda hennar endaði á að kaupa miða í ferð Wow air til Íslands í hádeginu. Hún veit til þess að fleiri Íslendingar og aðrir farþegar hafi gripið til sama ráðs. Þau hafi því orðið fyrir stóru fjárhagslegu tjóni enda hafi miðarnir kostað þau hundruð þúsunda króna. Óljósar fréttir hafi gengið á milli farþeganna um að einhverjir hafi fengið upplýsingar í morgun um að þeir ættu að fara á hótel. Sögur hafa einnig gengið um að vélin hafi aldrei farið til Barcelona. Einhverjir séu á hóteli og vélin muni fljúga svo beint til Reykjavíkur. Elva segir flugfélagið ekki vita að stór hluti farþega vélarinnar sé búinn að kaupa sér aðra flugmiða eða hverja það sé að skilja eftir. „Við vitum ekkert. Við stöndum hérna á flugvellinum búin að kaupa miða hjá Wow air fyrir ellefu manns og fleiri íslenskar fjölskyldur í sömu stöðu og fyrir útlendinga líka og við vitum ekki hvar Barcelona-vélin okkar er. Við erum bara stödd hérna og við vitum ekkert,“ segir hún.Fjórar vélar hættu við lendingu í Keflavík í kringum miðnætti Nokkrar vélar lentu ekki í Keflavík í gærkvöldi vegna slæms skyggnis sem þar var í kringum miðnætti. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að auk Vueling-vélarinnar sem fór til Skotlands, hafi tvær vélar frá Wow air og ein frá Icelandair lent á Egilsstöðum. Flugmenn vélanna taki sjálfir ákvörðun um hvort þeir treysti sér til þess að lenda eða hvort þeir leiti annað. Þeir fái upplýsingar um veður og aðstæður og taki ákvörðun út frá þeim.
Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira