Kári: Erum með bestu leikmenn Íslands allra tíma í öllum stöðum

„Þetta er lyginni líkast. Við kláruðum þetta sjálfir eins og við vildum gera. Við vorum í stöðu til að klára þetta sjálfir og gerðum það,“ sagði Kári sem segir þetta, að komast á HM, það stærsta á sínum ferli.
„Að sjálfsögðu. Þetta er það stærsta hjá okkur öllum, sama hvað þú heitir eða fyrir hvaða lið þúi spilar. HM er stærsta svið fótboltans og ég gæti ekki verið ánægðari.“
Kári segir að íslenska liðið hafi ekki látið staðar numið eftir EM-ævintýrið í fyrra.
„Við sýnum að þetta var ekkert „one time thing“. Við erum með bestu leikmenn Íslands allra tíma í öllum stöðum. Það er bara svo einfalt og mér er sama hvað aðrir segja. Við erum með ótrúlega sterka liðsheild og það á enginn roð í okkur,“ sagði Kári.
Ísland tapaði fyrir Finnlandi í Tampere í fjórða síðasta leik undankeppninnar en vann síðustu þrjá leikina með markatölunni 7-0.
„Þessi riðill var ekkert grín. Kósovó er t.a.m. hörkulið og sýndi það í leiknum úti og í kvöld. Finnar eru líka með sterkt lið þótt þeir hafi ekki komist í gang fyrr en í lokin. Það er ótrúlegt að hafa unnið þennan riðil,“ sagði Kári.
Tengdar fréttir

53 dagar þangað til að það verður dregið í riðla
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður í pottinum í fyrsta sinn þegar verður i riðla í úrslitakeppni HM í Rússlandi 2018.

Setja upp svið á Ingólfstorgi
Búið er að setja upp svið á Ingólfstorgi í miðbæ Reykjavíkur en vegfarendur tóku eftir því strax í gær að byrjað var að setja upp sviðið.

Alfreð: Þetta var klárlega sterkasti riðillinn
"Hún er ólýsanleg, EM var sætt en þetta er sætara og stærra. Það er erfitt að koma þessu í orð,“ sagði Alfreið Finnbogason framherji íslenska landsliðsins þegar hann var spurður hvernig tilfinningin hefði verið þegar flautað var af í leiknum gegn Kosóvó í kvöld.

Gylfi: Getum ekki beðið eftir að fara til Rússlands
Gylfi Þór Sigurðsson, lagði upp eitt mark og skoraði annað, í 2-0 sigri Íslands á Kósóvó. Sigurinn gerði það að verkum að Ísland tryggði sig inn á HM í Rússlandi 2018.

Heimir sýndi engin viðbrögð þegar Gylfi skoraði
Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson ætlar að halda ró sinni í kvöld þegar strákarnir hans fá tækifæri til að tryggja sér sæti á HM í fyrsta sinn.

Gylfi er nú einn í þriðja sætinu á markalista landsliðsins
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt átjánda mark fyrir íslenska landsliðið í kvöld þegar hann kom Íslandi í 1-0 á móti Kósóvó í Laugardalnum.

Klökkur Jói Berg: Þetta er fyrir fjölskylduna og þjóðina
Jóhann Berg Guðmundsson klökknaði í viðtali eftir leikinn gegn Kósóvó í kvöld þar sem Ísland tryggði sér sæti í lokakeppni HM

Sjáið mörkin sem komu Íslandi á HM í Rússlandi | Myndband
Mörk frá Gylfa Þór Sigurðssyni og Jóhann Berg Guðmundssyni tryggðu íslenska karlalandsliðinu í fótbolta 2-0 sigur á Kósóvó í kvöld og þar með sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar.

Skoraði ekki í 34 landsleikjum í röð en svo tvisvar á fjórum dögum
Jóhann Berg Guðmundsson kom íslenska landsliðinu í 2-0 í leiknum mikilvæga á móti Kósóvó á Laugardalsvellinum í kvöld en íslenska landsliðið tryggir sér sæti á HM með sigri.

Aron Einar: Orð fá þessu ekki lýst
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, segir að orð fái þessu ekki lýst að liðið sé búið að tryggja sig inn á HM. Hann segir að fögnuðurinn hafi verið meiri nú en þegar liðið tryggði sig á EM.

Íslensku strákarnir hafa unnið síðustu 320 mínútur í Dalnum 7-0
Íslenska karlalandsliðið spilar á rétta vellinum á móti Kósóvó í kvöld ef marka má gengi liðsins á þjóðarleikvanginum í Laugardal síðustu árin.

Raggi Sig: Þeir segja að þetta sé stærra
Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, segir að afrekið sé stærra að komast á HM 2018, en það var að komast á EM 2016. HM sé alltaf HM.

Twitter í hálfleik: „Burtu með þennan flugvöll og reisum styttu af Gylfa“
Ísland er 1-0 yfir gegn Kósóvó á Laugardalsvelli, en með sigri er Ísland á leiðinni á Heimsmeistaramótið í Rússlandi 2018.

Þjálfari Kósóvó: Ísland gefur okkur gott fordæmi
Albert Bunjaki segir að Ísland hafi átt skilið að komast á HM í Rússlandi.

Fólkið byrjað að streyma í Dalinn | Myndir
Það styttist óðum í hinn gríðarlega mikilvæga leik Íslands og Kósóvó í undankeppni HM í Rússlandi 2018 en þar getur íslenska karlalandsliðið í fótbolta tryggt sér sæti í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn.

HÚH-ið ómaði um Laugardalinn í leikslok - Myndband
Hún var einlæg gleðin sem braust út á Laugardalsvelli í kvöld þegar íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér farseðilinn á HM í Rússlandi 2018.

Gylfi maður leiksins í sigrinum sögulega á Kósóvó: Einkunnir strákanna í kvöld
Íslenska fótboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sumarið 2018 með 2-0 sigri á Kósóvó í lokaleik riðilsins.

Jón Daði: Íslenska landsliðið tapar ekki tveimur leikjum í röð
Jón Daði Böðvarsson var að vonum alsæll eftir að Ísland tryggði sér sæti á HM.

Króatar fara í umspil
Króatar unnu Úkraínumenn 0-2 á útivelli og tryggja sér annað sæti riðilsins

Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM
Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar.

Heimir: Hrikalega stoltur
Landsliðsþjálfarinn hugsaði bara í tilfinningum og átti erfitt með að finna orð til að lýsa augnablikinu þegar íslenska landsliðið tryggði sig í lokakeppni HM í Rússlandi næsta sumar

Guðni Bergsson: Ekki vekja mig
Formaður KSÍ var orðlaus eftir leikinn í kvöld

Twitter eftir farseðilinn á HM: „To Russia with love“
Ísland er búið að tryggja sér farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar, en þetta var ljóst eftir sigur Íslands á Kósóvó á Laugardalsvelli, 2-0.

Guðni forseti vitnaði í Dorrit í leikslok: „Stórasta land í heimi“
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands var á Laugardalsvellinum í kvöld og sá íslenska fótboltalandsliðið tryggja sér sæti á HM í Rússlandi næsta sumar.