Samkeppniseftirlitið heimilar kaup Vodafone á tilteknum eignum og rekstri 365 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. október 2017 15:59 Ingibjörg Pálmadóttir, forstjóri 365 miðla, og Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, við undirritun kaupsamnings í mars. Samkeppniseftirlitið hefur nú samþykkt kaupin. Vísir/Vilhelm Samkeppniseftirlitið hefur í dag heimilað kaup Fjarskipta hf. (Vodafone) á tilteknum eignum og rekstri 365 miðla hf. (365). Eignirnar sem um ræðir eru allar eignir og rekstur 365 að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour. Inni í kaupunum eru því sjónvarpsstöðvar 365, til dæmis Stöð 2 og Stöð 2 Sport, vefmiðillinn Vísir og útvarpsstöðvar 365, þar með taldar Bylgjan, FM957 og X-ið. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að samruninn sé háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um. Þannig hafi samrunaaðilar skuldbundið sig til þess að ráðast í aðgerðir til þess að tryggja samkeppni á fjarskipta- og fjölmiðlamarkaði. Jafnframt sé aðgerðunum ætlað að stuðla að fjölræði og fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði. „Með samrunanum hverfur 365 af fjarskiptamarkaði sem sjálfstæður keppinautur, en verðstefna fyrirtækisins hefur skapað talsverða samkeppni á því sviði. Þá felur samruninn að óbreyttu í sér að keppinautum sem geta boðið „pakka“ fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu fækkar úr þremur í tvo. Sömuleiðis færist á eina hendi sterk staða 365 á sjónvarps- og útvarpsmarkaði og sterk staða Vodafone í dreifikerfum sjónvarps og útvarps. Meðal annars vegna þessa taldi Samkeppniseftirlitið nauðsynlegt að grípa til íhlutunar vegna samrunans,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningu frá Vodafone segir að aðilar muni nú nýta næstu vikur til að leggja lokahönd á viðskiptin með það að markmiði að allir fyrirvarar verði uppfylltir og afhending get farið fram þann 1. desember 2017. „Fjarskipti hafa lýst því yfir við Samkeppniseftirlitið að rekstur þess á starfandi fjölmiðlum, þ.á.m. fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar, sé fyrirtækinu mikilvægur fyrir framtíðar starfsemi félagsins. Þannig verði einnig stuðlað að fjölræði og fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði,“ segir í tilkynningu Vodafone.Vísir.is er í eigu 365 miðla ehf. og er hluti af kaupum Vodafone. Tengdar fréttir Bréf í Vodafone rjúka upp eftir undirskriftina Viðskipti með bréfin nema um 318 milljónum króna það sem af er degi. 14. mars 2017 11:01 Væntir mikils ávinnings af kaupum Vodafone á 365 IFS Greining væntir mikils ávinnings af kaupum Vodafone á 365 miðlum, samkvæmt nýju virðismati, og ráðleggur fjárfestum að kaupa hlutabréf í Vodafone. 5. júlí 2017 09:00 Kaup Vodafone á 365 miðlum undirrituð Vodafone kaupir allar eignir og rekstur 365 miðla, að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour. Vísir fylgir með í kaupunum. 14. mars 2017 08:56 Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur í dag heimilað kaup Fjarskipta hf. (Vodafone) á tilteknum eignum og rekstri 365 miðla hf. (365). Eignirnar sem um ræðir eru allar eignir og rekstur 365 að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour. Inni í kaupunum eru því sjónvarpsstöðvar 365, til dæmis Stöð 2 og Stöð 2 Sport, vefmiðillinn Vísir og útvarpsstöðvar 365, þar með taldar Bylgjan, FM957 og X-ið. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að samruninn sé háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um. Þannig hafi samrunaaðilar skuldbundið sig til þess að ráðast í aðgerðir til þess að tryggja samkeppni á fjarskipta- og fjölmiðlamarkaði. Jafnframt sé aðgerðunum ætlað að stuðla að fjölræði og fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði. „Með samrunanum hverfur 365 af fjarskiptamarkaði sem sjálfstæður keppinautur, en verðstefna fyrirtækisins hefur skapað talsverða samkeppni á því sviði. Þá felur samruninn að óbreyttu í sér að keppinautum sem geta boðið „pakka“ fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu fækkar úr þremur í tvo. Sömuleiðis færist á eina hendi sterk staða 365 á sjónvarps- og útvarpsmarkaði og sterk staða Vodafone í dreifikerfum sjónvarps og útvarps. Meðal annars vegna þessa taldi Samkeppniseftirlitið nauðsynlegt að grípa til íhlutunar vegna samrunans,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningu frá Vodafone segir að aðilar muni nú nýta næstu vikur til að leggja lokahönd á viðskiptin með það að markmiði að allir fyrirvarar verði uppfylltir og afhending get farið fram þann 1. desember 2017. „Fjarskipti hafa lýst því yfir við Samkeppniseftirlitið að rekstur þess á starfandi fjölmiðlum, þ.á.m. fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar, sé fyrirtækinu mikilvægur fyrir framtíðar starfsemi félagsins. Þannig verði einnig stuðlað að fjölræði og fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði,“ segir í tilkynningu Vodafone.Vísir.is er í eigu 365 miðla ehf. og er hluti af kaupum Vodafone.
Tengdar fréttir Bréf í Vodafone rjúka upp eftir undirskriftina Viðskipti með bréfin nema um 318 milljónum króna það sem af er degi. 14. mars 2017 11:01 Væntir mikils ávinnings af kaupum Vodafone á 365 IFS Greining væntir mikils ávinnings af kaupum Vodafone á 365 miðlum, samkvæmt nýju virðismati, og ráðleggur fjárfestum að kaupa hlutabréf í Vodafone. 5. júlí 2017 09:00 Kaup Vodafone á 365 miðlum undirrituð Vodafone kaupir allar eignir og rekstur 365 miðla, að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour. Vísir fylgir með í kaupunum. 14. mars 2017 08:56 Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Sjá meira
Bréf í Vodafone rjúka upp eftir undirskriftina Viðskipti með bréfin nema um 318 milljónum króna það sem af er degi. 14. mars 2017 11:01
Væntir mikils ávinnings af kaupum Vodafone á 365 IFS Greining væntir mikils ávinnings af kaupum Vodafone á 365 miðlum, samkvæmt nýju virðismati, og ráðleggur fjárfestum að kaupa hlutabréf í Vodafone. 5. júlí 2017 09:00
Kaup Vodafone á 365 miðlum undirrituð Vodafone kaupir allar eignir og rekstur 365 miðla, að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour. Vísir fylgir með í kaupunum. 14. mars 2017 08:56