Kári segir að Páll Magnússon sé hálfgerður drullusokkur Jakob Bjarnar skrifar 9. október 2017 14:25 Salurinn hló dátt þegar hin afdráttar- og miskunnarlausu ummæli Kára um fyrrum undirmann hans féllu. „Ég vorkenni Vestmannaeyingum fyrir að sitja uppi með Pál Magnússon í fyrsta sæti á lista. Við Páll erum mjög góðir vinir. Ég veit þess vegna manna best hvers konar drullusokkur Páll Magnússon er.“ Þetta sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, á hádegisverðarfundi sem haldinn var á vegum BSRB. Páll Magnússon leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í komandi kosningum en Páll starfaði um hríð fyrir Íslenska erfðagreiningu, sem upplýsingafulltrúi Kára.Salurinn hló dátt Var gerður góður rómur að þessari afdráttarlausa svari Kára sem var við spurningu úr sal, hvort barnshafandi konur í Vestmannaeyjum, og annarsstaðar á landsbyggðinni, ættu allar að þurfa að bíða vikum saman í Reykjavík eftir því að fæða? Sem sagt, hvort ekki ætti að vera aðstaða til að taka á móti börnum um land allt? Barátta Kára fyrir bættu heilbrigðiskerfi, og umbúðarlausar yfirlýsingar hans í tengslum við það eru vel þekktar. En í morgun vakti athygli þegar hann beindi spjótum sínum að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins. Salurinn hló en að sögn viðmælanda Vísis sem var á staðnum brá Kári ekki svip og ómögulegt um að segja hvort hann var að hafa í flimtingum meinta brotakennda skapgerð þessa fyrrum samstarfsmanns síns eða hvað.Páll í kröppum dansi Víst er að Páll á í allkröppum dansi nú í aðdraganda kosninga en í morgun setti hann fram færslu á Facebook sem hefur fallið í grýttan jarðveg. „Ég kíkti aðeins á það sem fólk var að segja á samfélagsmiðlum eftir stjórnmálaumræðurnar í RÚV í kvöld. Mér finnst þessi twitterfærsla ungrar konu segja eiginlega allt sem segja þarf um þessa eilífu armæðu og svartagallsraus sumra flokka: ''Vá ég vissi ekki að ég hefði það svona skítt sem ungur Íslendingur! Hélt ég hefði það bara fínt''.“ Víst er að ýmsir hafa áhyggjur af flótta ungs fólks af landi brott, atgervisflótta og spekileka. Páll er minntur á það að gera ekki lítið úr þeim vanda og þeim áhyggjum. Ekki sé það svo að allt ungt fólk búi við áhyggjuleysi og möguleika á Íslandi. Þannig er þungi í ummælum Páls Baldvins, öðrum fyrrverandi samstarfsmanni Páls Magnússonar, þá á Stöð 2: „Þessi ummæli þín Páll Magnússon er skelfing heimskuleg og sýna að þú ert kominn verulega úr sambandi við raunveruleikann í íslensku samfélagi. Gættu að þér nafni.“Uppfært klukkan 18:05Kára var ekki alvara með ummælum sínum. Sjá nánar hér. Kosningar 2017 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
„Ég vorkenni Vestmannaeyingum fyrir að sitja uppi með Pál Magnússon í fyrsta sæti á lista. Við Páll erum mjög góðir vinir. Ég veit þess vegna manna best hvers konar drullusokkur Páll Magnússon er.“ Þetta sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, á hádegisverðarfundi sem haldinn var á vegum BSRB. Páll Magnússon leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í komandi kosningum en Páll starfaði um hríð fyrir Íslenska erfðagreiningu, sem upplýsingafulltrúi Kára.Salurinn hló dátt Var gerður góður rómur að þessari afdráttarlausa svari Kára sem var við spurningu úr sal, hvort barnshafandi konur í Vestmannaeyjum, og annarsstaðar á landsbyggðinni, ættu allar að þurfa að bíða vikum saman í Reykjavík eftir því að fæða? Sem sagt, hvort ekki ætti að vera aðstaða til að taka á móti börnum um land allt? Barátta Kára fyrir bættu heilbrigðiskerfi, og umbúðarlausar yfirlýsingar hans í tengslum við það eru vel þekktar. En í morgun vakti athygli þegar hann beindi spjótum sínum að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins. Salurinn hló en að sögn viðmælanda Vísis sem var á staðnum brá Kári ekki svip og ómögulegt um að segja hvort hann var að hafa í flimtingum meinta brotakennda skapgerð þessa fyrrum samstarfsmanns síns eða hvað.Páll í kröppum dansi Víst er að Páll á í allkröppum dansi nú í aðdraganda kosninga en í morgun setti hann fram færslu á Facebook sem hefur fallið í grýttan jarðveg. „Ég kíkti aðeins á það sem fólk var að segja á samfélagsmiðlum eftir stjórnmálaumræðurnar í RÚV í kvöld. Mér finnst þessi twitterfærsla ungrar konu segja eiginlega allt sem segja þarf um þessa eilífu armæðu og svartagallsraus sumra flokka: ''Vá ég vissi ekki að ég hefði það svona skítt sem ungur Íslendingur! Hélt ég hefði það bara fínt''.“ Víst er að ýmsir hafa áhyggjur af flótta ungs fólks af landi brott, atgervisflótta og spekileka. Páll er minntur á það að gera ekki lítið úr þeim vanda og þeim áhyggjum. Ekki sé það svo að allt ungt fólk búi við áhyggjuleysi og möguleika á Íslandi. Þannig er þungi í ummælum Páls Baldvins, öðrum fyrrverandi samstarfsmanni Páls Magnússonar, þá á Stöð 2: „Þessi ummæli þín Páll Magnússon er skelfing heimskuleg og sýna að þú ert kominn verulega úr sambandi við raunveruleikann í íslensku samfélagi. Gættu að þér nafni.“Uppfært klukkan 18:05Kára var ekki alvara með ummælum sínum. Sjá nánar hér.
Kosningar 2017 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira