Kaupþing hætt við að selja eftirlýstum kaupsýslumanni tískukeðjurnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. október 2017 06:31 Hinn áhugasami bauð 60 milljónir punda fyrir verslanirnar. VÍSIR/STEFÁN Kaupþing hefur hætt við fyrirhugaða sölu á fataverslunarkeðjunum Coast, Warehouse og Oasis eftir að í ljós kom að sá eini tilboðsgjafinn er á hlaupum undan armi laganna. Kaupþing setti verslanirnar á sölu í nóvember í fyrra en þær hafa verið í eigu félagsins frá árinu 2009 en það heldur utan um eignir gamla bankans. Rúmlega sex þúsund manns starfa í 750 útibúum verslannna en um er að ræða eina stærstu tískuvörukeðju Bretlands. Fram kemur frétt í Sunday Times að nokkrir hafi sýnt keðjunum áhuga og að fyrir um mánuði síðan hafi Kaupþing verið í einkaviðræðum við fjárfestingasjóðinn Emerisque Brands. Sjóðurinn var stofnaður árið 2004 af Ajay Khaitan sem grunaður er um fjársvik í indversku borginni Calcutta árið 1988. Interpol hefur gefið út handtökuskipun á hendur Khaitan sem hefur ætíð neitað fyrir aðild sína að málinu. Talsmaður Khaitan sagði í samtali við The Telegraph að deilan varði sjö þúsund punda kröfu, eða um 976 þúsund krónur, sem búið sé að endurgreiða.Sjá einnig: Eftirlýstur kaupsýslumaður vill tískukeðjur frá Kaupþingi Talsmaðurinn bætti við að Khaitan hefði flutt til Bretlands fyrir 20 árum og hefur ekki getað farið aftur til Indlands til að vera viðstaddur fjölda réttarhalda vegna þessa máls, sem hefur orðið til þess að handtökuskipunin var gefin út. Talið er að Khaitan hafi boðið um 60 milljónir punda, um 8,3 milljarða íslenskra króna fyrir keðjurnar. Lengi hefur legið fyrir að Kaupþing gæti ekki gert sér vonir um að fá meira en 100 milljónir punda fyrir eignina. Kaupþing vildi ekki greina frá ástæðum þess að hætti hafi verið við söluna til Emerisque Brands í samtali við Sunday Times. Framkvæmdastjóri félagsins, Paul Copley, sagði þó að það væri í engri tímaþröng við að selja keðjurnar. „Okkur finnst verðmætamat markaðarins ekki vera í takti við það sem okkur finnst um fyrirtækin,“ bætti hann við. Tengdar fréttir Kaupþing fái ekki meira en 100 milljónir punda fyrir verslanir sínar Búist við að verslanir Warehouse, Oasis og Coast seljist á minna en hundrað milljónir punda. 30. apríl 2017 23:47 Eftirlýstur kaupsýslumaður vill tískukeðjur frá Kaupþingi Viðræðurnar snúast um 60 milljónir punda. 11. september 2017 10:25 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Kaupþing hefur hætt við fyrirhugaða sölu á fataverslunarkeðjunum Coast, Warehouse og Oasis eftir að í ljós kom að sá eini tilboðsgjafinn er á hlaupum undan armi laganna. Kaupþing setti verslanirnar á sölu í nóvember í fyrra en þær hafa verið í eigu félagsins frá árinu 2009 en það heldur utan um eignir gamla bankans. Rúmlega sex þúsund manns starfa í 750 útibúum verslannna en um er að ræða eina stærstu tískuvörukeðju Bretlands. Fram kemur frétt í Sunday Times að nokkrir hafi sýnt keðjunum áhuga og að fyrir um mánuði síðan hafi Kaupþing verið í einkaviðræðum við fjárfestingasjóðinn Emerisque Brands. Sjóðurinn var stofnaður árið 2004 af Ajay Khaitan sem grunaður er um fjársvik í indversku borginni Calcutta árið 1988. Interpol hefur gefið út handtökuskipun á hendur Khaitan sem hefur ætíð neitað fyrir aðild sína að málinu. Talsmaður Khaitan sagði í samtali við The Telegraph að deilan varði sjö þúsund punda kröfu, eða um 976 þúsund krónur, sem búið sé að endurgreiða.Sjá einnig: Eftirlýstur kaupsýslumaður vill tískukeðjur frá Kaupþingi Talsmaðurinn bætti við að Khaitan hefði flutt til Bretlands fyrir 20 árum og hefur ekki getað farið aftur til Indlands til að vera viðstaddur fjölda réttarhalda vegna þessa máls, sem hefur orðið til þess að handtökuskipunin var gefin út. Talið er að Khaitan hafi boðið um 60 milljónir punda, um 8,3 milljarða íslenskra króna fyrir keðjurnar. Lengi hefur legið fyrir að Kaupþing gæti ekki gert sér vonir um að fá meira en 100 milljónir punda fyrir eignina. Kaupþing vildi ekki greina frá ástæðum þess að hætti hafi verið við söluna til Emerisque Brands í samtali við Sunday Times. Framkvæmdastjóri félagsins, Paul Copley, sagði þó að það væri í engri tímaþröng við að selja keðjurnar. „Okkur finnst verðmætamat markaðarins ekki vera í takti við það sem okkur finnst um fyrirtækin,“ bætti hann við.
Tengdar fréttir Kaupþing fái ekki meira en 100 milljónir punda fyrir verslanir sínar Búist við að verslanir Warehouse, Oasis og Coast seljist á minna en hundrað milljónir punda. 30. apríl 2017 23:47 Eftirlýstur kaupsýslumaður vill tískukeðjur frá Kaupþingi Viðræðurnar snúast um 60 milljónir punda. 11. september 2017 10:25 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Kaupþing fái ekki meira en 100 milljónir punda fyrir verslanir sínar Búist við að verslanir Warehouse, Oasis og Coast seljist á minna en hundrað milljónir punda. 30. apríl 2017 23:47
Eftirlýstur kaupsýslumaður vill tískukeðjur frá Kaupþingi Viðræðurnar snúast um 60 milljónir punda. 11. september 2017 10:25