Aron: Fannst markvörðurinn eiga að verja þetta skot Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. janúar 2017 15:15 Aron Sigurðarson lætur vaða á markið í Nanning í dag. vísir/getty Aron Sigurðarson, leikmaður Tromsö í Noregi, skoraði annað mark Íslands í 2-0 sigri á Kína á æfingamóti í Nanning í dag en sigurinn kom strákunum okkar í úrslitaleik Kínabikarsins sem fram fer á sunnudaginn. Aron kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik og skoraði með skoti fyrir utan teig þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Strákarnir okkar voru töluvert betri í seinni hálfleik heldur en í þeim fyrri.Sjá einnig:Heimir: Frábært að fá þetta rétta viðhorf inn á völlinn „Þeir lágu á okkur í fyrri hálfleik. Mér fannst við eiga erfitt með að spila boltanum en seinni hálfleikurinn var öðruvísi. Þar héldum við boltanum betur og það létti á okkur þegar Kjartan Henry skoraði,“ segir Aron í samtali við Vísi frá Kína. „Við vorum ekki í eins mikilli bullandi vörn og við vorum framan af eftir að við skoruðum. Þeir hættu að liggja jafnmikið á okkur og þá fóru hlutirnir að opnast fyrir okkur.“ Aron fékk sendingu frá Kjartani Henry á vallarhelmingi Kína þegar hann skoraði markið. Þessi áræðni vængmaður straujaði að teignum og skaut en boltinn fór undir markvörð gestanna sem hefði átt að verja skotið. „Ég hélt að hann myndi verja þetta,“ viðurkennir Aron. „Ég sá í endursýningu eftir leik að boltinn skoppaði leiðinlega fyrir hann af grasinu en mér fannst hann eiga að verja þetta skot. Hann varði fyrra skotið mitt mjög vel.“ Aron skoraði í sínum fyrsta landsleik gegn Bandaríkjunum í janúar í fyrra. Hann þurfti að bíða í ár eftir næsta landsleik og skoraði þá aftur. Tveir landsleikir - tvö mörk. „Það er vonandi að maður fái bara fleiri mínútur í næsta leik og fleiri landsleiki á árinu. Það er stefnan, en það er auðvitað alltaf gaman að skora,“ segir Aron Sigurðarson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kjartan Henry: Mikilvægt að ná inn marki Framherjinn braut ísinn fyrir íslenska liðið sem lagði Kína 2-0 og komst í úrslitaleikinn. 10. janúar 2017 14:15 Varamennirnir komu Íslandi í úrslit Kínabikarsins | Sjáðu mörkin Kjartan Henry Finnbogason og Aron Sigurðarson skoruðu sitthvort markið í seinni hálfleik er strákarnir okkar lögðu Kína í fyrsta leik ársins. 10. janúar 2017 13:45 Heimir: Frábært að fá þetta rétta viðhorf inn á völlinn Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, var ánægður með innkomu varamannanna í 2-0 sigrinum gegn Kína í dag. 10. janúar 2017 14:53 Sjáðu glæsilegan snúning Björns Daníels er Ísland komst yfir Ísland hefur 1-0 forystu gegn Kína í leik liðanna í Nanning. 10. janúar 2017 13:30 Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjá meira
Aron Sigurðarson, leikmaður Tromsö í Noregi, skoraði annað mark Íslands í 2-0 sigri á Kína á æfingamóti í Nanning í dag en sigurinn kom strákunum okkar í úrslitaleik Kínabikarsins sem fram fer á sunnudaginn. Aron kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik og skoraði með skoti fyrir utan teig þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Strákarnir okkar voru töluvert betri í seinni hálfleik heldur en í þeim fyrri.Sjá einnig:Heimir: Frábært að fá þetta rétta viðhorf inn á völlinn „Þeir lágu á okkur í fyrri hálfleik. Mér fannst við eiga erfitt með að spila boltanum en seinni hálfleikurinn var öðruvísi. Þar héldum við boltanum betur og það létti á okkur þegar Kjartan Henry skoraði,“ segir Aron í samtali við Vísi frá Kína. „Við vorum ekki í eins mikilli bullandi vörn og við vorum framan af eftir að við skoruðum. Þeir hættu að liggja jafnmikið á okkur og þá fóru hlutirnir að opnast fyrir okkur.“ Aron fékk sendingu frá Kjartani Henry á vallarhelmingi Kína þegar hann skoraði markið. Þessi áræðni vængmaður straujaði að teignum og skaut en boltinn fór undir markvörð gestanna sem hefði átt að verja skotið. „Ég hélt að hann myndi verja þetta,“ viðurkennir Aron. „Ég sá í endursýningu eftir leik að boltinn skoppaði leiðinlega fyrir hann af grasinu en mér fannst hann eiga að verja þetta skot. Hann varði fyrra skotið mitt mjög vel.“ Aron skoraði í sínum fyrsta landsleik gegn Bandaríkjunum í janúar í fyrra. Hann þurfti að bíða í ár eftir næsta landsleik og skoraði þá aftur. Tveir landsleikir - tvö mörk. „Það er vonandi að maður fái bara fleiri mínútur í næsta leik og fleiri landsleiki á árinu. Það er stefnan, en það er auðvitað alltaf gaman að skora,“ segir Aron Sigurðarson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kjartan Henry: Mikilvægt að ná inn marki Framherjinn braut ísinn fyrir íslenska liðið sem lagði Kína 2-0 og komst í úrslitaleikinn. 10. janúar 2017 14:15 Varamennirnir komu Íslandi í úrslit Kínabikarsins | Sjáðu mörkin Kjartan Henry Finnbogason og Aron Sigurðarson skoruðu sitthvort markið í seinni hálfleik er strákarnir okkar lögðu Kína í fyrsta leik ársins. 10. janúar 2017 13:45 Heimir: Frábært að fá þetta rétta viðhorf inn á völlinn Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, var ánægður með innkomu varamannanna í 2-0 sigrinum gegn Kína í dag. 10. janúar 2017 14:53 Sjáðu glæsilegan snúning Björns Daníels er Ísland komst yfir Ísland hefur 1-0 forystu gegn Kína í leik liðanna í Nanning. 10. janúar 2017 13:30 Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjá meira
Kjartan Henry: Mikilvægt að ná inn marki Framherjinn braut ísinn fyrir íslenska liðið sem lagði Kína 2-0 og komst í úrslitaleikinn. 10. janúar 2017 14:15
Varamennirnir komu Íslandi í úrslit Kínabikarsins | Sjáðu mörkin Kjartan Henry Finnbogason og Aron Sigurðarson skoruðu sitthvort markið í seinni hálfleik er strákarnir okkar lögðu Kína í fyrsta leik ársins. 10. janúar 2017 13:45
Heimir: Frábært að fá þetta rétta viðhorf inn á völlinn Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, var ánægður með innkomu varamannanna í 2-0 sigrinum gegn Kína í dag. 10. janúar 2017 14:53
Sjáðu glæsilegan snúning Björns Daníels er Ísland komst yfir Ísland hefur 1-0 forystu gegn Kína í leik liðanna í Nanning. 10. janúar 2017 13:30