RÚV frestar útvarpsseríu um ábyrgðarferli vegna umræðu á Facebook Birgir Olgeirsson skrifar 10. janúar 2017 11:32 Dagskrárstjóri segir forsendur að baki útvarpsseríunnar hafa breyst vegna umræðu á Facebook. Vísir/GVA „Það er búið að fresta flutningi út af þessari umræðu allri,“ segir Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1, um ástæðu þess að búið er að taka þriggja þátta útvarpsseríu um ábyrgðarferli af dagskrá Rásar 1. Fyrsta þáttinn átti að flytja á laugardaginn. Útvarpsleikhús Rásar 1 vann þættina í samstarfi við Þjóðleikhúsið en það var gert í tilefni af sýningu Þjóðleikhússins á leikverkinu Gott fólk sem er byggt á samnefndri bók Vals Grettissonar. Bókin fjallar í stuttu máli um menningarblaðamanninn Sölva sem fær bréf í ábyrgðarpósti, í votta viðurvist. Bréfið er frá fyrrum kærustu hans og í því spyr hún hann hvort hann gangist við því að hafa beitt hana ofbeldi í sambandi þeirra. Hann getur einungis svarað „já“ eða „nei“. Sölvi viðurkennir að hann hafi verið ruddalegur við fyrrum kærustu sína og merkið því við „já“. Sú ákvörðun hrindir af stað atburðarás sem hvorugt þeirra sá fyrir, líf þeirra gjörbreytist. Þegar upp er staðið veit hann sjálfur ekki hvað er satt og hvað er logið í því sem sagt er um samband þeirra, hver beitti hvern ofbeldi og missir í raun sjónar á skilgreiningu hugtaksins. Verkið er byggt á þekktu máli af sama toga sem komst í hámæli fyrir nokkrum árum. Þegar fyrir lá að sýna ætti leikverkið samhliða því að flytja ætti þrjá þætti um ábyrgðarferlið á Rás 1 fór af stað mikil umræða á samfélagsmiðlum hvort það væri réttlætanlegt að fjalla svo opinskátt um málið sem hefur haft djúpstæð áhrif á einstaklinga sem því tengdust.Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1.Vísir/StefánSegir forsendur hafa breyst Þröstur Helgason segir ákvörðunina að fresta þáttunum hafa verið tekna síðastliðinn sunnudag en fyrsta þáttinn átti að flytja í útvarpi næstkomandi laugardag. Var það vilji þeirra sem að þáttunum koma að ná þessari umræðu allri, sem hefur átt sér stað á samfélagsmiðlum undanfarna daga um málið, inn í þættina. „Forsendur hafa breyst auðvitað eftir að þessa umræða hófst daginn fyrir frumsýningu. Við höldum að þetta verði betri sería með því að reyna að ná utan um þessa umræðu. Það var sú dagskrárlega ákvörðun,“ segir Þröstur. Hann segir að til dæmis verði bætt við umræðu um samfélagslegt hlutverk leikhúss og ábyrgð gagnvart einstaklingum. „Þetta er mjög forvitnileg umræða sem okkur finnst spennandi að ná utan um,“ segir Þröstur. Hann vonast til að þættirnir verði fluttir í febrúar en það muni fara eftir því hvernig gengur að vinna þá. „Við munum reyna að ræða þær spurningar sem hafa komið upp síðustu daga.“Fylgdust með umræðum á Facebook Hann segir að Ríkisútvarpinu sjálfu hafi ekki borist margar kvartanir vegna þessara þátta en starfsmenn fjölmiðilsins hafi fylgst með umræðum á Facebook. „Hún er bæði efnisleg og líka verið að spyrja hvaða rétt á listamaðurinn þegar hann fjallar um annað fólk,“ segir Þröstur. Hann segir þessar spurningar um samfélagslegt hlutverk og mörkin milli þess persónulega og hið almenna vera aldagamalt viðfangsefni. „Þetta eru 5.000 ára gamlar spurningar frá Aristóteles, sem væri mjög gaman að fjalla um í þessu ljósi.“ Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2: Hvenær beitir maður ofbeldi? Hvenær beitir maður ofbeldi og hvenær ekki? Getur maður beitt ofbeldi án þess að átta sig á því? 6. janúar 2017 15:45 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
„Það er búið að fresta flutningi út af þessari umræðu allri,“ segir Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1, um ástæðu þess að búið er að taka þriggja þátta útvarpsseríu um ábyrgðarferli af dagskrá Rásar 1. Fyrsta þáttinn átti að flytja á laugardaginn. Útvarpsleikhús Rásar 1 vann þættina í samstarfi við Þjóðleikhúsið en það var gert í tilefni af sýningu Þjóðleikhússins á leikverkinu Gott fólk sem er byggt á samnefndri bók Vals Grettissonar. Bókin fjallar í stuttu máli um menningarblaðamanninn Sölva sem fær bréf í ábyrgðarpósti, í votta viðurvist. Bréfið er frá fyrrum kærustu hans og í því spyr hún hann hvort hann gangist við því að hafa beitt hana ofbeldi í sambandi þeirra. Hann getur einungis svarað „já“ eða „nei“. Sölvi viðurkennir að hann hafi verið ruddalegur við fyrrum kærustu sína og merkið því við „já“. Sú ákvörðun hrindir af stað atburðarás sem hvorugt þeirra sá fyrir, líf þeirra gjörbreytist. Þegar upp er staðið veit hann sjálfur ekki hvað er satt og hvað er logið í því sem sagt er um samband þeirra, hver beitti hvern ofbeldi og missir í raun sjónar á skilgreiningu hugtaksins. Verkið er byggt á þekktu máli af sama toga sem komst í hámæli fyrir nokkrum árum. Þegar fyrir lá að sýna ætti leikverkið samhliða því að flytja ætti þrjá þætti um ábyrgðarferlið á Rás 1 fór af stað mikil umræða á samfélagsmiðlum hvort það væri réttlætanlegt að fjalla svo opinskátt um málið sem hefur haft djúpstæð áhrif á einstaklinga sem því tengdust.Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1.Vísir/StefánSegir forsendur hafa breyst Þröstur Helgason segir ákvörðunina að fresta þáttunum hafa verið tekna síðastliðinn sunnudag en fyrsta þáttinn átti að flytja í útvarpi næstkomandi laugardag. Var það vilji þeirra sem að þáttunum koma að ná þessari umræðu allri, sem hefur átt sér stað á samfélagsmiðlum undanfarna daga um málið, inn í þættina. „Forsendur hafa breyst auðvitað eftir að þessa umræða hófst daginn fyrir frumsýningu. Við höldum að þetta verði betri sería með því að reyna að ná utan um þessa umræðu. Það var sú dagskrárlega ákvörðun,“ segir Þröstur. Hann segir að til dæmis verði bætt við umræðu um samfélagslegt hlutverk leikhúss og ábyrgð gagnvart einstaklingum. „Þetta er mjög forvitnileg umræða sem okkur finnst spennandi að ná utan um,“ segir Þröstur. Hann vonast til að þættirnir verði fluttir í febrúar en það muni fara eftir því hvernig gengur að vinna þá. „Við munum reyna að ræða þær spurningar sem hafa komið upp síðustu daga.“Fylgdust með umræðum á Facebook Hann segir að Ríkisútvarpinu sjálfu hafi ekki borist margar kvartanir vegna þessara þátta en starfsmenn fjölmiðilsins hafi fylgst með umræðum á Facebook. „Hún er bæði efnisleg og líka verið að spyrja hvaða rétt á listamaðurinn þegar hann fjallar um annað fólk,“ segir Þröstur. Hann segir þessar spurningar um samfélagslegt hlutverk og mörkin milli þess persónulega og hið almenna vera aldagamalt viðfangsefni. „Þetta eru 5.000 ára gamlar spurningar frá Aristóteles, sem væri mjög gaman að fjalla um í þessu ljósi.“
Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2: Hvenær beitir maður ofbeldi? Hvenær beitir maður ofbeldi og hvenær ekki? Getur maður beitt ofbeldi án þess að átta sig á því? 6. janúar 2017 15:45 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Kvöldfréttir Stöðvar 2: Hvenær beitir maður ofbeldi? Hvenær beitir maður ofbeldi og hvenær ekki? Getur maður beitt ofbeldi án þess að átta sig á því? 6. janúar 2017 15:45