Nýjum öryrkjum fjölgaði um 22 prósent Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. janúar 2017 11:00 Hannes Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA og stjórnarformaður VIRK Heilbrigðismál „Tölurnar tala sínu máli. Þrátt fyrir það mikla og góða starf sem við höfum verið að vinna hjá VIRK við að aðstoða fólk sem lendir í vanda, og við höfum náð miklum árangri, þá heldur samt þessi þungi straumur áfram sem hefur verið undanfarinn áratug. Og þetta er algjörlega óviðunandi staða,“ segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og stjórnarformaður VIRK. Á síðasta ári fengu 1.796 einstaklingar úrskurð um 75 prósent örorkumat. Það er 22 prósentum fleiri en árið á undan og var jafn mikil fjölgun á meðal karla og kvenna. Aukning í nýgengi örorkumats var 19 prósent árið 2015, um 23 prósent á meðal kvenna og 14 prósent hjá körlum. Sé litið til síðustu tíu ára voru 44 prósent fleiri nýir öryrkjar árið 2016 en árið 2007. Aukning í nýgengi örorkumats hjá konum á aldrinum 20-39 var um 60 prósent í fyrra en um 12 prósent hjá konum á aldrinum 40-64 ára. Þessu er öfugt farið meðal karla. Þar er aukning í aldurshópnum 20-39 ára um 19 prósent en 28 prósent í aldurshópnum 40-64 ára. Hannes segir það alvarlegt að svona margir einstaklingar hverfi vanalega af vinnumarkaði vegna vandamála sem ættu í mörgum tilvikum að vera meðhöndlanleg. „Sem er þá yfirleitt stoðkerfisvandi eða einhvers konar geðrænn vandi,“ segir hann. Í gögnum frá VIRK kemur fram að ýmsar kerfislegar ástæður leiði til þess að konur fari frekar á endurhæfingarlífeyri eða örorkulífeyri eftir að hafa verið hjá VIRK. Það skýrist meðal annars af greiðslu skattfrjáls ótekjutengds barnalífeyris, sem verður til þess að lítill tekjulegur hvati er fyrir konur að fara í vinnu. Sérstaklega ef konurnar eiga börn. Hannes segir mikilvægt að breyta örorkumati þannig að horft sé á starfsgetu einstaklings í stað þess að horfa á skort á getu hvers einstaklings til að starfa. Umræða um slíkar breytingar hafi staðið yfir frá árinu 2007, en ekki enn ratað í lög. „Það er alls ekki rétt nálgun að þessum vanda að vera með þessa áherslu á vangetuna frekar en getuna. Það á að beina sjónum að því hvað fólk getur og efla styrkleika þess,“ segir Hannes. Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Sjá meira
Heilbrigðismál „Tölurnar tala sínu máli. Þrátt fyrir það mikla og góða starf sem við höfum verið að vinna hjá VIRK við að aðstoða fólk sem lendir í vanda, og við höfum náð miklum árangri, þá heldur samt þessi þungi straumur áfram sem hefur verið undanfarinn áratug. Og þetta er algjörlega óviðunandi staða,“ segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og stjórnarformaður VIRK. Á síðasta ári fengu 1.796 einstaklingar úrskurð um 75 prósent örorkumat. Það er 22 prósentum fleiri en árið á undan og var jafn mikil fjölgun á meðal karla og kvenna. Aukning í nýgengi örorkumats var 19 prósent árið 2015, um 23 prósent á meðal kvenna og 14 prósent hjá körlum. Sé litið til síðustu tíu ára voru 44 prósent fleiri nýir öryrkjar árið 2016 en árið 2007. Aukning í nýgengi örorkumats hjá konum á aldrinum 20-39 var um 60 prósent í fyrra en um 12 prósent hjá konum á aldrinum 40-64 ára. Þessu er öfugt farið meðal karla. Þar er aukning í aldurshópnum 20-39 ára um 19 prósent en 28 prósent í aldurshópnum 40-64 ára. Hannes segir það alvarlegt að svona margir einstaklingar hverfi vanalega af vinnumarkaði vegna vandamála sem ættu í mörgum tilvikum að vera meðhöndlanleg. „Sem er þá yfirleitt stoðkerfisvandi eða einhvers konar geðrænn vandi,“ segir hann. Í gögnum frá VIRK kemur fram að ýmsar kerfislegar ástæður leiði til þess að konur fari frekar á endurhæfingarlífeyri eða örorkulífeyri eftir að hafa verið hjá VIRK. Það skýrist meðal annars af greiðslu skattfrjáls ótekjutengds barnalífeyris, sem verður til þess að lítill tekjulegur hvati er fyrir konur að fara í vinnu. Sérstaklega ef konurnar eiga börn. Hannes segir mikilvægt að breyta örorkumati þannig að horft sé á starfsgetu einstaklings í stað þess að horfa á skort á getu hvers einstaklings til að starfa. Umræða um slíkar breytingar hafi staðið yfir frá árinu 2007, en ekki enn ratað í lög. „Það er alls ekki rétt nálgun að þessum vanda að vera með þessa áherslu á vangetuna frekar en getuna. Það á að beina sjónum að því hvað fólk getur og efla styrkleika þess,“ segir Hannes.
Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“