Farseðill til Rússlands yrði mesta afrek í knattspyrnusögu Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2017 21:42 Heimir Hallgrímsson stóð lungan af leiknum við hliðarlínuna. Hann fór fyrir klappinu þegar leikmönnum Íslands var skipt af velli. Vísir/Anton Brink Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson mætti skælbrosandi til móts við blaðamenn eftir 2-0 sigurinn gegn Úkraínu á Laugardalsvelli í kvöld. Eðlilega enda Ísland komið upp að hlið Króata í toppsæti í I-riðli undankeppninnar þegar tveir leikir eru eftir. Króatar hafa betri markatölu sem munar fimm mörkum. „Ég er fyrst og fremst stoltur af strákunum,“ sagði Heimir við blaðamenn. Það hefði verið áfall að tapa í Finnlandi, þar hefðu menn mögulega ætlað að gera annað en lagt væri upp með sem grunnatriði Íslands, en á sama tíma væri engin skömm að því að tapa gegn Finnum. „Það var vissulega áfall. En það sýnir best karakterinn í strákunum hvað þeir komu sterkir inn í leikinn allir sem einn. Ég og við allir vorum ósáttir við frammistöðuna gegn Finnum.“Jón Daði Böðvarsson var óþreytandi og skapaði besta færi Íslands í fyrri hálfleik. Þá lagði hann upp síðara mark Gylfa.Vísir/Anton BrinkHeimir gerði tvær breytingar á byrjunarliðinu frá Finnlandi. Alfreð Finnbogason fór á bekkinn fyrir Jón Daða Böðvarsson auk þess sem Sverrir Ingi Ingason kom í miðvörðinn fyrir Kára Árnason. Heimir sagði frammistöðu Jóns Daða á æfingum, orka hans og hvernig hann geislaði, hefði verið fyrsta hugsunin. Hann hefði augljóslega verið í byrjunarliðinu undanfarin ár en nú verið tekin út úr því tvo leiki í röð. „Hann var æstur að sanna sig,“ sagði Heimir. Jón Daði væri góður kostur þegar leikið væri með einn framherja og hans dugnaður og kraftur myndi þvinga varnarlínu Úkraínu aftar. Þannig fengi Gylfi meira pláss. Sverrir Ingi hefði staðið sig vel þegar hann hefði fengið tækifæri. „Hans tími er kominn fyrir löngu síðan. Ástæðan fyrir því að hann hefur ekki verið að byrja er að Kári og Ragnar hafa spilað svo vel.“ Sverrir Ingi hefði sagt það sjálfur að hann væri framtíðarleikmaður, hans tími kæmi. „Það er frábært að hafa þannig liðsmann. Hann hefur á allan hátt staðið sig vel. Ragnar og Kári lentu í erfiðum leik síðast,“ sagði Heimir. Kári hefði verið orðinn bakvörður í þriggja manna varnarlínu undir lokin og leikurinn hefði setið í honum. Kári er aldursforseti liðsins en hann er á 35. aldursári.Íslenskir stuðningsmenn létu vel í sér heyra sem endranær. Fyrsta víkingaklapp kom á þrettándu mínútu.Vísir/Anton BrinkÞrátt fyrir frækinn 2-0 sigur var útlitið ekkert sérstakt til að byrja með. Emil Hallfreðsson fékk spjald eftir 90 sekúndur og Ísland átti ekki sendingu á samherja á vallarhelmingi andstæðingsins fyrr en á áttundu mínútu. „Við ætluðum að byrja kraftmikið en þeir bara byrjuðu betur en við. Þetta fer ekkert allt eins og maður ætlar sér,“ sagði Heimir. Planið hefði verið að falla til baka og nýta svæðið sem myndi skapast fyrir aftan Úkraínumenn með Jón Daða í broddi fylkingar. „Þeir byrjuðu vissulega betur en við vorum búnir að leikgreina þá vel. Freyr (Alexandersson) skilaði góðu verki,“ sagði Heimir en Freyr greindi þá úkraínsku og fór yfir þeirra leik á maraþonfundi á sunnudag. „Við vorum meðvitaðir um þeirra styrkleika, vissum að þetta yrði ekki leikur margra færa eða marka.“ Þótt hann hafi spilað á gulu spjaldi nánast allan leikinn átti Emil Hallfreðsson einn sinn besta landsleik, sérstaklega í síðari hálfleiknum. Hann lagði upp fyrra mark Íslands og var mikið í boltanum.Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.„Við vitum alveg hvað Emil getur og hann hefur oft ekki fengið það hrós sem hann á skilið,“ sagði Heimir. Emil, sem spilar með Udinese á Ítalíu og hefur spilað í efstu deild þar í landi undanfarin ár, hefur oft leyst kantmannsstöðu hjá landsliðinu. Í heimaleikjunum gegn Króatíu og Úkraínu hefur hann verið á miðjunni með Aroni Einari og spilað vel. „Við vissum að þeir væru með vængmenn sem myndu leita inn á miðju,“ sagði Heimir og átti við skærustu stjörnur Úkraínumanna, Yarmalenko og Konoplyanka. Með því að vera með tvo sitjandi miðjumenn hefði tekist að loka vel á leið þeirra inn á miðju. „Það hefði verið óðs manns æði að vera með einn sitjandi miðjumann,“ sagið Heimir. Allir hefðu séð að ákvörðunin að stilla upp Emil og Aroni saman á miðju, í stað þess að hafa Aron Einar sem aftari miðjumann og Gylfa sem fremri eins og Ísland hefur oftast spilað undanfarin ár, hefði verið hárrétt.Jóhann Berg og Gylfi Þór fagna síðara marki Gylfa. Jóhann kom við sögu í aðdraganda beggja marka.Vísir/Anton BrinkStaðan í I-riðli er sem fyrr æsispennandi. Króatar eru á toppnum með 16 stig og 9 mörk í plús. Ísland hefur sömuleiðis 16 stig og fjögur mörk í plús. Tyrkland og Úkraína hafa 14 stig í þriðja og fjórða sæti, sömuleiðis með fjögur mörk í plús. „Ég hef sagt frá fyrsta blaðamannafundi að þessi riðill muni ráðast í lokaleik á lokamínútum,“ sagði Heimir. Hann telur markatölu líklega ekki munu skipta máli þegar uppi verður staðið heldur stigin, þótt ómögulegt sé auðvitað að segja. „Ein mistök, ein smáatriði mun ráða því hvaða lið fer á HM úr þessum riðli,“ sagði Heimir. Hann minnti á að riðill Íslands gæti enn orðið sá þar sem annað sætið gæfi ekki umspil. „Því liðin eru að taka stig hvert af öðru.“Gylfi Þór í jörðinni í fyrri hálfleik eftir viðskipti við úkraínskan varnarmann. Gylfi er á hættusvæði fyrir leikinn í Tyrklandi eftir gult spjald í kvöld.Vísir/Anton BrinkHeimir fór sem endranær til Tólfunnar þegar vel hafði fækkað á Laugardalsvelli. Hið sama gerði Hannes Þór Halldórsson sem gaf treyju sína. Heimir fékk Tólfumenn til að skella upp úr. En hvað sagði hann? „Við eigum sérstakt samband. Það er margt sem við segjum þar sem fjölmiðlamenn mega ekki heyra. Ég bað alla um að slökkva á símanum þegar ég talaði. Það er kannski ekki boðlegt í fjölmenni,“ sagði Heimir. Lars Lagerbäck stýrði Noregi í 6-0 tapi gegn Þjóðverjum á sunnudag. Versta tap þess sænska á ferlinum. Heimir sagðist ekki hafa heyrt í honum eftir tapið. „Nei, en ég heyrði í honum eftir sigurinn gegn Aserbaídjan. Óskaði honum til hamingju með það,“ sagði Heimir. Þá hefði Lars peppað sig upp eftir tapið gegn Finnum. Blaðamaður skaut inn í hvort samband þeirra væri farið að snúast eitthvað við. Að Lars væri farinn að leita til Heimis um ráð. „Nei nei, það hefur ekkert snúist við. Það hefur verið þannig frá upphafi,“ sagði Heimir grafalvarlegur, en skellti svo upp úr. „Við erum góðir vinir og við leitum í hans stuðning.“Hörður Björgvin Magnússon átti fínan leik í vinstri bakverðinum.Vísir/Anton BrinkFramundan er rúmlega fjögurra vikna hlé en þann 6. október mæta okkar menn Tyrkjum ytra. Þann 9. október koma svo Kósóvómenn í heimsókn í lokaumferðinni. Heimir sagði Arnar Bill fræðslustjóra vera í Albaníu að fylgjast með Kósóvó en framundan myndi þjálfarateymið einbeita sér mest að leik okkar, vona að leikmenn haldi áfram að spila vel og mikið með sínum félagsliðum og meiðast ekki. Emil Hallfreðsson verður í banni í leiknum gegn Tyrkjum og var Heimir spurður að því hvort hann tæki aukamann í hópinn þess vegna, einum fleiri en vanalega þar sem Emil kæmi svo inn í hópinn í Kósóvóleiknum. „Ég hugsa að ég fái að taka eins marga og ég vil í þetta ferðalag. Ef við kæmumst á HM yrði það mesta afrek í íslenskri kanttspyrnusögu. Það myndi ekki bara skipta miklu máli fjárhagslega heldur sálfræðilega að hafa komist í lokakeppni HM. Það væri gríðarlega stórt og mikið afrek.“Heimir fylgist með sínum mönnum af hliðarlínunni. Þar var sömuleiðis Andriy Shevchenko, besti knattspyrnumaður í sögu Úkraínu og núverandi landsliðsþjálfari.Vísir/Anton BrinkÞá minntist Heimir á teymið í kringum liðið og þá vinnu sem unnin hefur verið síðan EM ævintýrinu lauk í Frakklandi í fyrrasumar. Þá hefði margt liðið átt erfitt með að koma sér í gang en Ísland hefur svo sannarlega staðið undir væntingum í undankeppni HM. „Ég held við séum heppnir með þá sem eru í kringum okkur. Teymið fær ekki það hrós sem það á skilið. Hérna erum við með fólk í kringum okkur sem er kannski ekki ráðið inn í þetta starfslið sem er að gera sína hluti í einhverjum aukavinnum fyrir landsliðið. Hér er landsliðsþjáflari kvenna á fullu að leikgreina fyrir landsliðsþjáflara karla. Fræðslustjórinn úti í Albaníu að leikgreina. Við erum mun undirmannaðri en margir aðrir. Ég hvet ykkur til að skoða staffalistann hjá Úkraínu,“ sagði Heimir. „ „Við erum að reyna af okkar besta mætti,“ sagði Heimir og starfsliðið mætti fá meira hrós vegna þess hve miklu liðið hefur áorkað. „Vitandi það eftir EM að þjóðir taka okkur mun alvarlegar en áður. Stigasöfnunin vekur mikla athygli.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi fremstur meðal jafningja Stórkostlegu kvöldi í Laugardalnum lauk með 2-0 sigri Íslands á Úkraínu í undankeppni HM 2018. 5. september 2017 20:38 Twitter: VIP-liðið missti af markinu Ísland karlalandsliðið í knattspyrnu leiðir 1-0 gegn Úkraínu í undankeppni HM í knattspyrnu. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði markið eftir fyrirgjöf Emils Hallfreðssonar. 5. september 2017 19:59 Gylfi búinn að jafna við Ríkharð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-0 sigri á Úkraínu í undankeppni HM í kvöld. 5. september 2017 20:40 Aron Einar: Setjum okkur markmið og hættum ekki fyrr en við náum þeim Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var stoltur af strákunum í leikslok. Ísland vann frábæran 2-0 sigur á Úkraínu í undankeppni HM. 5. september 2017 21:21 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson mætti skælbrosandi til móts við blaðamenn eftir 2-0 sigurinn gegn Úkraínu á Laugardalsvelli í kvöld. Eðlilega enda Ísland komið upp að hlið Króata í toppsæti í I-riðli undankeppninnar þegar tveir leikir eru eftir. Króatar hafa betri markatölu sem munar fimm mörkum. „Ég er fyrst og fremst stoltur af strákunum,“ sagði Heimir við blaðamenn. Það hefði verið áfall að tapa í Finnlandi, þar hefðu menn mögulega ætlað að gera annað en lagt væri upp með sem grunnatriði Íslands, en á sama tíma væri engin skömm að því að tapa gegn Finnum. „Það var vissulega áfall. En það sýnir best karakterinn í strákunum hvað þeir komu sterkir inn í leikinn allir sem einn. Ég og við allir vorum ósáttir við frammistöðuna gegn Finnum.“Jón Daði Böðvarsson var óþreytandi og skapaði besta færi Íslands í fyrri hálfleik. Þá lagði hann upp síðara mark Gylfa.Vísir/Anton BrinkHeimir gerði tvær breytingar á byrjunarliðinu frá Finnlandi. Alfreð Finnbogason fór á bekkinn fyrir Jón Daða Böðvarsson auk þess sem Sverrir Ingi Ingason kom í miðvörðinn fyrir Kára Árnason. Heimir sagði frammistöðu Jóns Daða á æfingum, orka hans og hvernig hann geislaði, hefði verið fyrsta hugsunin. Hann hefði augljóslega verið í byrjunarliðinu undanfarin ár en nú verið tekin út úr því tvo leiki í röð. „Hann var æstur að sanna sig,“ sagði Heimir. Jón Daði væri góður kostur þegar leikið væri með einn framherja og hans dugnaður og kraftur myndi þvinga varnarlínu Úkraínu aftar. Þannig fengi Gylfi meira pláss. Sverrir Ingi hefði staðið sig vel þegar hann hefði fengið tækifæri. „Hans tími er kominn fyrir löngu síðan. Ástæðan fyrir því að hann hefur ekki verið að byrja er að Kári og Ragnar hafa spilað svo vel.“ Sverrir Ingi hefði sagt það sjálfur að hann væri framtíðarleikmaður, hans tími kæmi. „Það er frábært að hafa þannig liðsmann. Hann hefur á allan hátt staðið sig vel. Ragnar og Kári lentu í erfiðum leik síðast,“ sagði Heimir. Kári hefði verið orðinn bakvörður í þriggja manna varnarlínu undir lokin og leikurinn hefði setið í honum. Kári er aldursforseti liðsins en hann er á 35. aldursári.Íslenskir stuðningsmenn létu vel í sér heyra sem endranær. Fyrsta víkingaklapp kom á þrettándu mínútu.Vísir/Anton BrinkÞrátt fyrir frækinn 2-0 sigur var útlitið ekkert sérstakt til að byrja með. Emil Hallfreðsson fékk spjald eftir 90 sekúndur og Ísland átti ekki sendingu á samherja á vallarhelmingi andstæðingsins fyrr en á áttundu mínútu. „Við ætluðum að byrja kraftmikið en þeir bara byrjuðu betur en við. Þetta fer ekkert allt eins og maður ætlar sér,“ sagði Heimir. Planið hefði verið að falla til baka og nýta svæðið sem myndi skapast fyrir aftan Úkraínumenn með Jón Daða í broddi fylkingar. „Þeir byrjuðu vissulega betur en við vorum búnir að leikgreina þá vel. Freyr (Alexandersson) skilaði góðu verki,“ sagði Heimir en Freyr greindi þá úkraínsku og fór yfir þeirra leik á maraþonfundi á sunnudag. „Við vorum meðvitaðir um þeirra styrkleika, vissum að þetta yrði ekki leikur margra færa eða marka.“ Þótt hann hafi spilað á gulu spjaldi nánast allan leikinn átti Emil Hallfreðsson einn sinn besta landsleik, sérstaklega í síðari hálfleiknum. Hann lagði upp fyrra mark Íslands og var mikið í boltanum.Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.„Við vitum alveg hvað Emil getur og hann hefur oft ekki fengið það hrós sem hann á skilið,“ sagði Heimir. Emil, sem spilar með Udinese á Ítalíu og hefur spilað í efstu deild þar í landi undanfarin ár, hefur oft leyst kantmannsstöðu hjá landsliðinu. Í heimaleikjunum gegn Króatíu og Úkraínu hefur hann verið á miðjunni með Aroni Einari og spilað vel. „Við vissum að þeir væru með vængmenn sem myndu leita inn á miðju,“ sagði Heimir og átti við skærustu stjörnur Úkraínumanna, Yarmalenko og Konoplyanka. Með því að vera með tvo sitjandi miðjumenn hefði tekist að loka vel á leið þeirra inn á miðju. „Það hefði verið óðs manns æði að vera með einn sitjandi miðjumann,“ sagið Heimir. Allir hefðu séð að ákvörðunin að stilla upp Emil og Aroni saman á miðju, í stað þess að hafa Aron Einar sem aftari miðjumann og Gylfa sem fremri eins og Ísland hefur oftast spilað undanfarin ár, hefði verið hárrétt.Jóhann Berg og Gylfi Þór fagna síðara marki Gylfa. Jóhann kom við sögu í aðdraganda beggja marka.Vísir/Anton BrinkStaðan í I-riðli er sem fyrr æsispennandi. Króatar eru á toppnum með 16 stig og 9 mörk í plús. Ísland hefur sömuleiðis 16 stig og fjögur mörk í plús. Tyrkland og Úkraína hafa 14 stig í þriðja og fjórða sæti, sömuleiðis með fjögur mörk í plús. „Ég hef sagt frá fyrsta blaðamannafundi að þessi riðill muni ráðast í lokaleik á lokamínútum,“ sagði Heimir. Hann telur markatölu líklega ekki munu skipta máli þegar uppi verður staðið heldur stigin, þótt ómögulegt sé auðvitað að segja. „Ein mistök, ein smáatriði mun ráða því hvaða lið fer á HM úr þessum riðli,“ sagði Heimir. Hann minnti á að riðill Íslands gæti enn orðið sá þar sem annað sætið gæfi ekki umspil. „Því liðin eru að taka stig hvert af öðru.“Gylfi Þór í jörðinni í fyrri hálfleik eftir viðskipti við úkraínskan varnarmann. Gylfi er á hættusvæði fyrir leikinn í Tyrklandi eftir gult spjald í kvöld.Vísir/Anton BrinkHeimir fór sem endranær til Tólfunnar þegar vel hafði fækkað á Laugardalsvelli. Hið sama gerði Hannes Þór Halldórsson sem gaf treyju sína. Heimir fékk Tólfumenn til að skella upp úr. En hvað sagði hann? „Við eigum sérstakt samband. Það er margt sem við segjum þar sem fjölmiðlamenn mega ekki heyra. Ég bað alla um að slökkva á símanum þegar ég talaði. Það er kannski ekki boðlegt í fjölmenni,“ sagði Heimir. Lars Lagerbäck stýrði Noregi í 6-0 tapi gegn Þjóðverjum á sunnudag. Versta tap þess sænska á ferlinum. Heimir sagðist ekki hafa heyrt í honum eftir tapið. „Nei, en ég heyrði í honum eftir sigurinn gegn Aserbaídjan. Óskaði honum til hamingju með það,“ sagði Heimir. Þá hefði Lars peppað sig upp eftir tapið gegn Finnum. Blaðamaður skaut inn í hvort samband þeirra væri farið að snúast eitthvað við. Að Lars væri farinn að leita til Heimis um ráð. „Nei nei, það hefur ekkert snúist við. Það hefur verið þannig frá upphafi,“ sagði Heimir grafalvarlegur, en skellti svo upp úr. „Við erum góðir vinir og við leitum í hans stuðning.“Hörður Björgvin Magnússon átti fínan leik í vinstri bakverðinum.Vísir/Anton BrinkFramundan er rúmlega fjögurra vikna hlé en þann 6. október mæta okkar menn Tyrkjum ytra. Þann 9. október koma svo Kósóvómenn í heimsókn í lokaumferðinni. Heimir sagði Arnar Bill fræðslustjóra vera í Albaníu að fylgjast með Kósóvó en framundan myndi þjálfarateymið einbeita sér mest að leik okkar, vona að leikmenn haldi áfram að spila vel og mikið með sínum félagsliðum og meiðast ekki. Emil Hallfreðsson verður í banni í leiknum gegn Tyrkjum og var Heimir spurður að því hvort hann tæki aukamann í hópinn þess vegna, einum fleiri en vanalega þar sem Emil kæmi svo inn í hópinn í Kósóvóleiknum. „Ég hugsa að ég fái að taka eins marga og ég vil í þetta ferðalag. Ef við kæmumst á HM yrði það mesta afrek í íslenskri kanttspyrnusögu. Það myndi ekki bara skipta miklu máli fjárhagslega heldur sálfræðilega að hafa komist í lokakeppni HM. Það væri gríðarlega stórt og mikið afrek.“Heimir fylgist með sínum mönnum af hliðarlínunni. Þar var sömuleiðis Andriy Shevchenko, besti knattspyrnumaður í sögu Úkraínu og núverandi landsliðsþjálfari.Vísir/Anton BrinkÞá minntist Heimir á teymið í kringum liðið og þá vinnu sem unnin hefur verið síðan EM ævintýrinu lauk í Frakklandi í fyrrasumar. Þá hefði margt liðið átt erfitt með að koma sér í gang en Ísland hefur svo sannarlega staðið undir væntingum í undankeppni HM. „Ég held við séum heppnir með þá sem eru í kringum okkur. Teymið fær ekki það hrós sem það á skilið. Hérna erum við með fólk í kringum okkur sem er kannski ekki ráðið inn í þetta starfslið sem er að gera sína hluti í einhverjum aukavinnum fyrir landsliðið. Hér er landsliðsþjáflari kvenna á fullu að leikgreina fyrir landsliðsþjáflara karla. Fræðslustjórinn úti í Albaníu að leikgreina. Við erum mun undirmannaðri en margir aðrir. Ég hvet ykkur til að skoða staffalistann hjá Úkraínu,“ sagði Heimir. „ „Við erum að reyna af okkar besta mætti,“ sagði Heimir og starfsliðið mætti fá meira hrós vegna þess hve miklu liðið hefur áorkað. „Vitandi það eftir EM að þjóðir taka okkur mun alvarlegar en áður. Stigasöfnunin vekur mikla athygli.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi fremstur meðal jafningja Stórkostlegu kvöldi í Laugardalnum lauk með 2-0 sigri Íslands á Úkraínu í undankeppni HM 2018. 5. september 2017 20:38 Twitter: VIP-liðið missti af markinu Ísland karlalandsliðið í knattspyrnu leiðir 1-0 gegn Úkraínu í undankeppni HM í knattspyrnu. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði markið eftir fyrirgjöf Emils Hallfreðssonar. 5. september 2017 19:59 Gylfi búinn að jafna við Ríkharð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-0 sigri á Úkraínu í undankeppni HM í kvöld. 5. september 2017 20:40 Aron Einar: Setjum okkur markmið og hættum ekki fyrr en við náum þeim Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var stoltur af strákunum í leikslok. Ísland vann frábæran 2-0 sigur á Úkraínu í undankeppni HM. 5. september 2017 21:21 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Einkunnir Íslands: Gylfi fremstur meðal jafningja Stórkostlegu kvöldi í Laugardalnum lauk með 2-0 sigri Íslands á Úkraínu í undankeppni HM 2018. 5. september 2017 20:38
Twitter: VIP-liðið missti af markinu Ísland karlalandsliðið í knattspyrnu leiðir 1-0 gegn Úkraínu í undankeppni HM í knattspyrnu. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði markið eftir fyrirgjöf Emils Hallfreðssonar. 5. september 2017 19:59
Gylfi búinn að jafna við Ríkharð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-0 sigri á Úkraínu í undankeppni HM í kvöld. 5. september 2017 20:40
Aron Einar: Setjum okkur markmið og hættum ekki fyrr en við náum þeim Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var stoltur af strákunum í leikslok. Ísland vann frábæran 2-0 sigur á Úkraínu í undankeppni HM. 5. september 2017 21:21
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti