Erlenda pressan: Hinn mikli sigurvegari þennan sunnudag er Ísland Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júní 2017 22:18 Okkar menn fögnuðu vel og innilega með stuðningsmönnum eftir leik. Vísir/Ernir Sigur strákanna okkar á Króötum í Laugardalnum í kvöld vekur eðlilega mikla athygli úti í heimi. Knattspyrna er langvinsælasta íþróttagrein heimsins og okkar menn vöktu heimsathygli í Frakklandi síðasta sumar og unnu hug og hjörtu margra. „Háspenna er í I-riðli. Hinn mikli sigurvegari þennan sunnudag er Ísland,“ segir í umfjöllun þýska miðilsins Kicker. Í toppslagnum slógu Íslendingar toppliðinu Króatíu ref fyrir rass. „Ótrúlegur sigur hjá Íslandi þar sem liðin á hæla þeirra unnu einnig sigur.“ „Skalli Harðar Magnússonar skapar enn einn óvæntan sigur Íslands sem deila nú toppsætinu í undankeppni heimsmeistaramótsins,“ segir í fyrirsögn Daily Mail. „Lukkumark af öxl Harðar Magnússonar tryggði íslenskan sigur.“ „Ísland vinnur dramatískan sigur með marki undir lokin,“ segir í umfjöllun Fox Sports. Berlingske Tidende slá upp fyrirsögninni: „Huh! Huh! Huh! Íslendingar á HM-braut eftir síðbúið mark gegn Króatíu“. Er augljóslega verið að vísa í Víkingaklappið sem tekið var tvisvar í Laugardalnum í kvöld. Króatískir miðlar eru eðli málsins samkvæmt ekki í skýjunum með frammistöðu sinna manna. Á einum þeirra mest lesnu miðlum, 24sata.hr, er talað um svartan júní. Leikur króatíska liðsins hafi verið of flókinn, sumir hafi verið ósjáanlegir og leik Luka Modric er lýst á einfaldan veg: „Luka spilaði“. Þá er færaleysi þeirra í leiknum gagnrýnt en Króatarnir fengu tvö færi með skömmu millibili í seinni hálfleik en reyndi ekkert á Hannes í markinu.Á heimasíðu evrópska knattspyrnusambandsins UEFA stendur einfaldlega: „Ísland sökkti Króatíu“ Fréttin hefur verið uppfærð eftir ábendingu um ranga þýðingu úr króatísku. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Raggi Sig sussar á efasemdaraddirnar með pítsusneið í hendi „Formið var vist i lagi..“ segir miðvörðurinn sem átti fínan leik í kvöld. 11. júní 2017 21:48 Ragnar um pítsumyndina: „Ég varð að gera þetta“ Ragnar Sigurðsson, miðvörður Íslendinga, notaði bæði Laugardalsvöllinn og samfélagsmiðla til þess að þagga niður í þeim sem töldu hann ekki vera í nægilega góðu formi til að mæta Króatíu í undankeppni HM í kvöld. 11. júní 2017 21:57 Kári: Einn af bestu sigrum sem íslenskt landslið hefur unnið Kári Árnason, varnarmaður Íslands, segir að sigur Ísland gegn Króatíu hafi verið einn besti sigur sem íslenskt landslið hefur unnið. 11. júní 2017 21:36 Það skýrðist eftir leik hvers vegna Viðar Örn var ekki valinn Heimir Hallgrímsson valdi aðeins þrjá framherja enda ætlaði hann bara að byrja með einn gegn Króötum. 11. júní 2017 21:30 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Sjá meira
Sigur strákanna okkar á Króötum í Laugardalnum í kvöld vekur eðlilega mikla athygli úti í heimi. Knattspyrna er langvinsælasta íþróttagrein heimsins og okkar menn vöktu heimsathygli í Frakklandi síðasta sumar og unnu hug og hjörtu margra. „Háspenna er í I-riðli. Hinn mikli sigurvegari þennan sunnudag er Ísland,“ segir í umfjöllun þýska miðilsins Kicker. Í toppslagnum slógu Íslendingar toppliðinu Króatíu ref fyrir rass. „Ótrúlegur sigur hjá Íslandi þar sem liðin á hæla þeirra unnu einnig sigur.“ „Skalli Harðar Magnússonar skapar enn einn óvæntan sigur Íslands sem deila nú toppsætinu í undankeppni heimsmeistaramótsins,“ segir í fyrirsögn Daily Mail. „Lukkumark af öxl Harðar Magnússonar tryggði íslenskan sigur.“ „Ísland vinnur dramatískan sigur með marki undir lokin,“ segir í umfjöllun Fox Sports. Berlingske Tidende slá upp fyrirsögninni: „Huh! Huh! Huh! Íslendingar á HM-braut eftir síðbúið mark gegn Króatíu“. Er augljóslega verið að vísa í Víkingaklappið sem tekið var tvisvar í Laugardalnum í kvöld. Króatískir miðlar eru eðli málsins samkvæmt ekki í skýjunum með frammistöðu sinna manna. Á einum þeirra mest lesnu miðlum, 24sata.hr, er talað um svartan júní. Leikur króatíska liðsins hafi verið of flókinn, sumir hafi verið ósjáanlegir og leik Luka Modric er lýst á einfaldan veg: „Luka spilaði“. Þá er færaleysi þeirra í leiknum gagnrýnt en Króatarnir fengu tvö færi með skömmu millibili í seinni hálfleik en reyndi ekkert á Hannes í markinu.Á heimasíðu evrópska knattspyrnusambandsins UEFA stendur einfaldlega: „Ísland sökkti Króatíu“ Fréttin hefur verið uppfærð eftir ábendingu um ranga þýðingu úr króatísku.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Raggi Sig sussar á efasemdaraddirnar með pítsusneið í hendi „Formið var vist i lagi..“ segir miðvörðurinn sem átti fínan leik í kvöld. 11. júní 2017 21:48 Ragnar um pítsumyndina: „Ég varð að gera þetta“ Ragnar Sigurðsson, miðvörður Íslendinga, notaði bæði Laugardalsvöllinn og samfélagsmiðla til þess að þagga niður í þeim sem töldu hann ekki vera í nægilega góðu formi til að mæta Króatíu í undankeppni HM í kvöld. 11. júní 2017 21:57 Kári: Einn af bestu sigrum sem íslenskt landslið hefur unnið Kári Árnason, varnarmaður Íslands, segir að sigur Ísland gegn Króatíu hafi verið einn besti sigur sem íslenskt landslið hefur unnið. 11. júní 2017 21:36 Það skýrðist eftir leik hvers vegna Viðar Örn var ekki valinn Heimir Hallgrímsson valdi aðeins þrjá framherja enda ætlaði hann bara að byrja með einn gegn Króötum. 11. júní 2017 21:30 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Sjá meira
Raggi Sig sussar á efasemdaraddirnar með pítsusneið í hendi „Formið var vist i lagi..“ segir miðvörðurinn sem átti fínan leik í kvöld. 11. júní 2017 21:48
Ragnar um pítsumyndina: „Ég varð að gera þetta“ Ragnar Sigurðsson, miðvörður Íslendinga, notaði bæði Laugardalsvöllinn og samfélagsmiðla til þess að þagga niður í þeim sem töldu hann ekki vera í nægilega góðu formi til að mæta Króatíu í undankeppni HM í kvöld. 11. júní 2017 21:57
Kári: Einn af bestu sigrum sem íslenskt landslið hefur unnið Kári Árnason, varnarmaður Íslands, segir að sigur Ísland gegn Króatíu hafi verið einn besti sigur sem íslenskt landslið hefur unnið. 11. júní 2017 21:36
Það skýrðist eftir leik hvers vegna Viðar Örn var ekki valinn Heimir Hallgrímsson valdi aðeins þrjá framherja enda ætlaði hann bara að byrja með einn gegn Króötum. 11. júní 2017 21:30