Knattspyrnusambandið verður með sérstakt Fanzone fyrir leik í dag. Á staðnum verður veitingasala, hoppukastalar og andlitsmálning. Leikurinn verður einnig sýndur á stórum skjá fyrir utan Laugardalsvöll fyrir þá sem náðu ekki að tryggja sér miða. Svæðið opnar 2 klukkustundum fyrir leik.
Mikil eftirvænting er eftir leiknum en með sigri í dag jöfnum við Króata að stigum og komum okkur í 1. sæti við hlið þeirra. Fyrir leik eru bæði Tyrkland og Úkraína tveimur stigum á eftir Íslandi og er því um gríðarlega mikilvægan leik að ræða. Eins gott að styðja vel við bakið á okkar mönnum í kvöld.
Leikurinn hefst kl. 18:45 en fólk er hvatt til að mæta tímanlega á völlinn. Á vef KSÍ má lesa meira um svæðið og einnig sjá mynd af svæðinu en vegna þess verður bílastæðum fyrir framan innganginn lokað.
