Menning

Bein útsending: Sinfó, Víkingur, Mozart og Strauss í Hörpu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sinfóníuhljómsveitin kemur fram ásamt Víkingi Heiðari Ólafssyni.
Sinfóníuhljómsveitin kemur fram ásamt Víkingi Heiðari Ólafssyni.
Sinfóníuhljómsveit Íslands, ásamt Víkingi Heiðari Ólafssyni píanóleikara, koma fram á tónleikum í Hörpu í kvöld en sjá má tónleikana í beinni útsendingu hér að neðan.

Á tónleikunum leikur Víkingur Píanókonsert nr. 24 eftir Mozart en það er í fyrsta skipti sem hann leikur Mozart með Sinfóníuhljómsveit Íslands en hann þreytti frumraun sína með hljómsveitinni árið 2001.

Auk píanókonsertsins hljómar Hetjulíf eftir Richard Strauss sem er eitt glæsilegasta tónverk sem samið hefur verið fyrir sinfóníuhljómsveit.

Hljómsveitarstjóri á tónleikunum er Dima Slobodeniouk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.